Takk Ari Klængur og Auður og Rannveig skrifa 19. apríl 2013 07:00 Stjórnarflokkarnir hefðu getað gert betur. Vafalítið gerðu þeir ýmis mistök á síðustu árum – en þeir verða ekki sakaðir um skort á góðum vilja, dugnaði eða hugsjónum. Kannski voru stærstu mistök þeirra að ætla sér of mikið á of skömmum tíma. Vandi stjórnarflokkanna er ekki síst fólginn í því að við, fólkið í landinu, höfum misst yfirsýnina, að einhverju leyti gleymt nýliðnum harmleik í skjóli blekkinga og okkar eigin heimtufrekju. Við lifum á tímum þar sem hlutir eru dæmdir út frá umbúðum en ekki innihaldi, við erum upptekin af magni og hagræðingu en gleymum gæðunum og raunverulegu virði hlutanna. Hvers virði er til dæmis tveggja prósenta lækkun á tekjuskatti ef hún er á kostnað læknisþjónustu eða barnabóta til einstæðs foreldris? Skattar eru það gjald sem við greiðum fyrir siðmenninguna, sagði einhver. Ef við viljum siðmenningu þá verðum við að borga skatta. Svo einfalt er það. Það gengur ekki upp að heimta lækkun skatta en um leið betri eða sömu þjónustu. Það má ekki gerast að kosningaloforð verði af sama tagi og megrunarkúrar: skyndilausnir handa lýðnum. Tímabundnar lausnir sem ráðast ekki að rót vandans, lausn sem leysir eitt vandamál en magnar upp annað. Við megum ekki gleyma aðalatriðinu, týna því í ringulreið og uppþotum. Viljum við að auðlindir landsins séu auðlindir þjóðarinnar? Viljum við ljúka aðildarviðræðunum við ESB svo þjóðin hætti að þræta um hugarburð? Óskum við þess að þeir sem standa höllum fæti fái aðstoð og stuðning frá hinu opinbera? Viljum við hafa stuðningsnet þegar áfallið skellur á okkur? Viljum við standa vörð um náttúruna?Við viljum greiða Við, undirrituð, viljum greiða sanngjarna skatta ef það þýðir barnabætur til þeirra sem þær þurfa, öflugra heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll, óskert menntunartækifæri barnanna okkar, stöðugar undirstöður fyrir fjölbreytt og skapandi atvinnulíf, að hugað sé að foreldrum okkar, ömmum og öfum í ellinni. Hverjir eru líklegastir til að skapa þann grundvöll? Fjögur ár af fordæmalausum niðurskurði, blóðugum en því miður nauðsynlegum eftir fjárhagslegar hamfarir í þjóðarbúinu. Við finnum auðvitað fyrir því að hér varð hrun en samt fáum við enn þá læknisþjónustu, hærri barnabætur en áður, sértækar vaxtabætur og snjómokstur á milli byggðakjarna. Fimm ár frá hruni og innan við 5% atvinnuleysi, fjöldi fólks fer til sólarlanda, menntakerfið er öflugt, skapandi greinar blómstra og í burðarliðnum eru hátæknisjúkrahús, nýtt fangelsi og veggöng. Auðvitað vill maður alltaf meira, sá sem á heitan pott vill sundlaug, sá sem á sundlaug vill sundlaugagarð og sá sem á sundlaugagarð vill Atlantshafið. En fyrir ríflega fjórum árum gat okkur ekki dreymt um að hafa það þó þetta gott meðan orð fyrrverandi forsætisráðherra bergmáluðu í eyrum okkar: Guð blessi Ísland! Í ljósi þess ætlum við að endurskoða okkar eigin tilætlunarsemi og reyna að horfa á hlutina í stærra samhengi. Fjöldi fólks á um sárt að binda, og margir síðan löngu fyrir hrun, en orsaka vandans er hvorki að leita hjá ríkisstjórnarflokkunum, sem hafa styrkt efnahaginn á fáránlega erfiðum tímum, né flokkunum í borgarstjórn Reykjavíkur: Samfylkingu og Besta flokknum, bróðurflokks Bjartrar framtíðar. Borgarstjórnin hefur undið ofan af skuldum Orkuveitunnar sem ætlaði algjörlega að sliga borgarbúa eftir óreiðustjórn margra ára og þar hefur tekist að halda allri lágmarksþjónustu gangandi, auk þess að standa fyrir frjóum lausnum á ýmsum sviðum.Erum við búin að gleyma? Það er auðvelt að kenna þessum þremur flokkum um allt sem miður fer, þeim sem hafa setið við stjórnvölinn hjá ríki og borg síðan við fórum að finna fyrir Hruninu á eigin skinni. En notum hugmyndaflugið: Hvernig hefði ástandið verið ef þessara flokka hefði ekki notið við? Erum við búin að gleyma hverjir einkavæddu bankana, byggðu virkjanirnar sem höfðu í för með sér stórtæka eyðileggingu á náttúrunni og þensluna sem fræ Hrunsins uxu af, höfum við gleymt stríðinu í Írak og óráðsíu á húsnæðislánamarkaði, svo fátt eitt sé nefnt. Stundum þarf að fórna eigin skammtímahagsmunum fyrir betri framtíð heildarinnar, og þá um leið eigin hagsmunum. Við minnumst orða Lao-Tse þegar við skilum inn atkvæðum okkar; að sá sem er ör á loforðin er sjaldan orðheldinn. Þetta virðast frambjóðendur Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar vita. Á listum þessara þriggja flokka er fólk sem hefur unnið að því af heilum hug síðustu árin að tjasla saman daglegu gangverki ríkisins og höfuðborgarinnar. Auðvitað er það mannlegt en það vinnur óeigingjarnt starf, fórnar einkalífi og hefur að því er virðist ótakmarkaða starfsorku. Og það hefur ekki bara gert mistök heldur líka kraftaverk. Við allt þetta fólk viljum við systkinin segja nokkuð sem gleymist alltof oft að segja: Takk kærlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Stjórnarflokkarnir hefðu getað gert betur. Vafalítið gerðu þeir ýmis mistök á síðustu árum – en þeir verða ekki sakaðir um skort á góðum vilja, dugnaði eða hugsjónum. Kannski voru stærstu mistök þeirra að ætla sér of mikið á of skömmum tíma. Vandi stjórnarflokkanna er ekki síst fólginn í því að við, fólkið í landinu, höfum misst yfirsýnina, að einhverju leyti gleymt nýliðnum harmleik í skjóli blekkinga og okkar eigin heimtufrekju. Við lifum á tímum þar sem hlutir eru dæmdir út frá umbúðum en ekki innihaldi, við erum upptekin af magni og hagræðingu en gleymum gæðunum og raunverulegu virði hlutanna. Hvers virði er til dæmis tveggja prósenta lækkun á tekjuskatti ef hún er á kostnað læknisþjónustu eða barnabóta til einstæðs foreldris? Skattar eru það gjald sem við greiðum fyrir siðmenninguna, sagði einhver. Ef við viljum siðmenningu þá verðum við að borga skatta. Svo einfalt er það. Það gengur ekki upp að heimta lækkun skatta en um leið betri eða sömu þjónustu. Það má ekki gerast að kosningaloforð verði af sama tagi og megrunarkúrar: skyndilausnir handa lýðnum. Tímabundnar lausnir sem ráðast ekki að rót vandans, lausn sem leysir eitt vandamál en magnar upp annað. Við megum ekki gleyma aðalatriðinu, týna því í ringulreið og uppþotum. Viljum við að auðlindir landsins séu auðlindir þjóðarinnar? Viljum við ljúka aðildarviðræðunum við ESB svo þjóðin hætti að þræta um hugarburð? Óskum við þess að þeir sem standa höllum fæti fái aðstoð og stuðning frá hinu opinbera? Viljum við hafa stuðningsnet þegar áfallið skellur á okkur? Viljum við standa vörð um náttúruna?Við viljum greiða Við, undirrituð, viljum greiða sanngjarna skatta ef það þýðir barnabætur til þeirra sem þær þurfa, öflugra heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll, óskert menntunartækifæri barnanna okkar, stöðugar undirstöður fyrir fjölbreytt og skapandi atvinnulíf, að hugað sé að foreldrum okkar, ömmum og öfum í ellinni. Hverjir eru líklegastir til að skapa þann grundvöll? Fjögur ár af fordæmalausum niðurskurði, blóðugum en því miður nauðsynlegum eftir fjárhagslegar hamfarir í þjóðarbúinu. Við finnum auðvitað fyrir því að hér varð hrun en samt fáum við enn þá læknisþjónustu, hærri barnabætur en áður, sértækar vaxtabætur og snjómokstur á milli byggðakjarna. Fimm ár frá hruni og innan við 5% atvinnuleysi, fjöldi fólks fer til sólarlanda, menntakerfið er öflugt, skapandi greinar blómstra og í burðarliðnum eru hátæknisjúkrahús, nýtt fangelsi og veggöng. Auðvitað vill maður alltaf meira, sá sem á heitan pott vill sundlaug, sá sem á sundlaug vill sundlaugagarð og sá sem á sundlaugagarð vill Atlantshafið. En fyrir ríflega fjórum árum gat okkur ekki dreymt um að hafa það þó þetta gott meðan orð fyrrverandi forsætisráðherra bergmáluðu í eyrum okkar: Guð blessi Ísland! Í ljósi þess ætlum við að endurskoða okkar eigin tilætlunarsemi og reyna að horfa á hlutina í stærra samhengi. Fjöldi fólks á um sárt að binda, og margir síðan löngu fyrir hrun, en orsaka vandans er hvorki að leita hjá ríkisstjórnarflokkunum, sem hafa styrkt efnahaginn á fáránlega erfiðum tímum, né flokkunum í borgarstjórn Reykjavíkur: Samfylkingu og Besta flokknum, bróðurflokks Bjartrar framtíðar. Borgarstjórnin hefur undið ofan af skuldum Orkuveitunnar sem ætlaði algjörlega að sliga borgarbúa eftir óreiðustjórn margra ára og þar hefur tekist að halda allri lágmarksþjónustu gangandi, auk þess að standa fyrir frjóum lausnum á ýmsum sviðum.Erum við búin að gleyma? Það er auðvelt að kenna þessum þremur flokkum um allt sem miður fer, þeim sem hafa setið við stjórnvölinn hjá ríki og borg síðan við fórum að finna fyrir Hruninu á eigin skinni. En notum hugmyndaflugið: Hvernig hefði ástandið verið ef þessara flokka hefði ekki notið við? Erum við búin að gleyma hverjir einkavæddu bankana, byggðu virkjanirnar sem höfðu í för með sér stórtæka eyðileggingu á náttúrunni og þensluna sem fræ Hrunsins uxu af, höfum við gleymt stríðinu í Írak og óráðsíu á húsnæðislánamarkaði, svo fátt eitt sé nefnt. Stundum þarf að fórna eigin skammtímahagsmunum fyrir betri framtíð heildarinnar, og þá um leið eigin hagsmunum. Við minnumst orða Lao-Tse þegar við skilum inn atkvæðum okkar; að sá sem er ör á loforðin er sjaldan orðheldinn. Þetta virðast frambjóðendur Vinstri grænna, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar vita. Á listum þessara þriggja flokka er fólk sem hefur unnið að því af heilum hug síðustu árin að tjasla saman daglegu gangverki ríkisins og höfuðborgarinnar. Auðvitað er það mannlegt en það vinnur óeigingjarnt starf, fórnar einkalífi og hefur að því er virðist ótakmarkaða starfsorku. Og það hefur ekki bara gert mistök heldur líka kraftaverk. Við allt þetta fólk viljum við systkinin segja nokkuð sem gleymist alltof oft að segja: Takk kærlega.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun