Stundakennarar – Hinir stéttlausu kennarar? Eiríkur Valdimarsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 Háskóli Íslands er góð og gild stofnun sem hefur sett sér glæst markmið sem miðast meðal annars að því að koma skólanum til hæstu metorða í alþjóðlegum samanburði. Þannig má segja að stofnunin setji markið hátt, enda metnaður hans öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni ef út í það er farið. Nemendum við skólann hefur fjölgað mikið á undanförnum misserum og á árunum eftir efnahagshrunið 2008. Fjölmargir hafa því tekið slaginn og drifið sig í háskólanám og gert skólann að iðandi vinnustað nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans. Það er heiður að fá að vera hluti af þessu samfélagi enda mikill mannauður við skólann. Lífið gæti verið fullkomið. En, ég er stundakennari. Laun mín eru lág, en ábyrgðin er mikil. Sem stundakennari nýt ég ekki réttinda, er t.a.m. ekki í stéttarfélagi. Veikindaréttur þekkist ekki. Starfsöryggið er ekkert, þar sem ég fæ borgað fyrir hvern tíma sem ég kenni og auk þess veit maður aldrei hvort það verði í mínum höndum að kenna námskeiðið næst þegar það verður kennt. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuumhverfi heldur aftur af allri kennsluþróun og áætlunum um framtíð námskeiðanna yfirleitt. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir hina miklu aukningu nemenda, hefur kennurum ekki verið fjölgað svo nokkru nemur.Áhuginn drabbast niður Stundakennarar hafa aftur á móti fengið aukið vægi og um leið ábyrgð. Sá sem byrjar sem stundakennari er yfirleitt upp með sér og stoltur. Það er heiður að finna fyrir traustinu sem manni er veitt og um leið er allt lagt í sölurnar og maður sinnir kennslunni af heilum hug, áhuga og metnaði. Ferskur stundakennari er sennilega metnaðarfyllsti kennari Háskóla Íslands hverju sinni. En síðan koma mánaðamót og launin fara að „streyma“ inn. Með sinn fyrsta launaseðil í hendinni heldur maður að eitthvað hafi gleymst. Að það hafi kannski gleymst að reikna helminginn af kennslunni. En iðulega eru kjörin þarna rétt út reiknuð, svört á hvítu. Og um leið verður útlitið sömuleiðis svart. Það skal engan undra þó að með tímanum drabbist niður áhuginn og kennarinn leggur ekki eins mikið á sig við kennsluna. Það er vitaskuld slæmt fyrir stofnunina. En verst er það þó fyrir nemendann. Nú líður senn að kosningum. (Nú byrjar hann, hugsa eflaust einhverjir!). En jú víst, nú líður að kosningum! Flokkarnir keppast nú við að lofa og lofa sig sjálfa í hástert. Við í Hagstund, hagsmunafélagi stundakennara við Háskóla Íslands, höfum áhuga á að heyra hvað flokkarnir vilja gera fyrir okkur nú í aðdraganda kosninga og höfum við sent öllum flokkum eftirfarandi spurningu: Hvað ætlið þið að gera í kjarabaráttu stundakennara við Háskóla Íslands ef þið komist til valda í kosningunum í vor 2013? Áhugavert verður að heyra svörin og munum við miðla þeim til áhugasamra um leið og þau liggja fyrir. Kröfur okkar eru nefnilega ekki flóknar: Við viljum réttlátt vinnuumhverfi, öryggi og að við getum stolt sinnt kennslu við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er góð og gild stofnun sem hefur sett sér glæst markmið sem miðast meðal annars að því að koma skólanum til hæstu metorða í alþjóðlegum samanburði. Þannig má segja að stofnunin setji markið hátt, enda metnaður hans öðrum til fyrirmyndar og eftirbreytni ef út í það er farið. Nemendum við skólann hefur fjölgað mikið á undanförnum misserum og á árunum eftir efnahagshrunið 2008. Fjölmargir hafa því tekið slaginn og drifið sig í háskólanám og gert skólann að iðandi vinnustað nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans. Það er heiður að fá að vera hluti af þessu samfélagi enda mikill mannauður við skólann. Lífið gæti verið fullkomið. En, ég er stundakennari. Laun mín eru lág, en ábyrgðin er mikil. Sem stundakennari nýt ég ekki réttinda, er t.a.m. ekki í stéttarfélagi. Veikindaréttur þekkist ekki. Starfsöryggið er ekkert, þar sem ég fæ borgað fyrir hvern tíma sem ég kenni og auk þess veit maður aldrei hvort það verði í mínum höndum að kenna námskeiðið næst þegar það verður kennt. Það segir sig sjálft að slíkt vinnuumhverfi heldur aftur af allri kennsluþróun og áætlunum um framtíð námskeiðanna yfirleitt. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir hina miklu aukningu nemenda, hefur kennurum ekki verið fjölgað svo nokkru nemur.Áhuginn drabbast niður Stundakennarar hafa aftur á móti fengið aukið vægi og um leið ábyrgð. Sá sem byrjar sem stundakennari er yfirleitt upp með sér og stoltur. Það er heiður að finna fyrir traustinu sem manni er veitt og um leið er allt lagt í sölurnar og maður sinnir kennslunni af heilum hug, áhuga og metnaði. Ferskur stundakennari er sennilega metnaðarfyllsti kennari Háskóla Íslands hverju sinni. En síðan koma mánaðamót og launin fara að „streyma“ inn. Með sinn fyrsta launaseðil í hendinni heldur maður að eitthvað hafi gleymst. Að það hafi kannski gleymst að reikna helminginn af kennslunni. En iðulega eru kjörin þarna rétt út reiknuð, svört á hvítu. Og um leið verður útlitið sömuleiðis svart. Það skal engan undra þó að með tímanum drabbist niður áhuginn og kennarinn leggur ekki eins mikið á sig við kennsluna. Það er vitaskuld slæmt fyrir stofnunina. En verst er það þó fyrir nemendann. Nú líður senn að kosningum. (Nú byrjar hann, hugsa eflaust einhverjir!). En jú víst, nú líður að kosningum! Flokkarnir keppast nú við að lofa og lofa sig sjálfa í hástert. Við í Hagstund, hagsmunafélagi stundakennara við Háskóla Íslands, höfum áhuga á að heyra hvað flokkarnir vilja gera fyrir okkur nú í aðdraganda kosninga og höfum við sent öllum flokkum eftirfarandi spurningu: Hvað ætlið þið að gera í kjarabaráttu stundakennara við Háskóla Íslands ef þið komist til valda í kosningunum í vor 2013? Áhugavert verður að heyra svörin og munum við miðla þeim til áhugasamra um leið og þau liggja fyrir. Kröfur okkar eru nefnilega ekki flóknar: Við viljum réttlátt vinnuumhverfi, öryggi og að við getum stolt sinnt kennslu við Háskóla Íslands.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun