Árangur í efnahagsmálum Ólafur Ingi Guðmundsson skrifar 20. apríl 2013 06:00 Í aðdraganda alþingiskosninga má heyra ýmsar vangaveltur og hugleiðingar um efnahagsmál og árangur ríkisstjórnarinnar á síðasta kjörtímabili. Á þeim tímapunkti er ekki úr vegi að fara yfir nokkur mál og skýra á greinargóðan hátt frá þeim. Vissuð þið að hagvöxtur er á uppleið í íslensku samfélagi? Á síðasta ári var hagvöxtur 2,2% sem er sami hagvöxtur og var í Bandaríkjunum en talsvert meiri hagvöxtur en helstu samanburðarlönd okkar geta státað sig af um þessi misseri. Samdráttur varð í Danmörku, Bretlandi og Finnlandi. Hagvaxtarspáin fyrir árið 2013 er 2,1% sem er helmingi meiri hagvöxtur en spáð er fyrir helstu viðskiptalönd Ísland. Síðan er áætlað að kippur muni koma í hagvöxtinn skv. spám og stefnir í 3,5% hagvöxt árið 2014 og 3,9% hagvöxt árið 2015. Vissuð þið að verðbólga hefur minnkað umtalsvert frá hruni? Hún er nú einungis þriðjungur af því sem hún var á árinu 2009. Verðbólgan var á síðasta ári 5,2% en nýjustu tölur segja að hún sé nú um 3,9%. Seðlabankinn spáir því svo fyrir 2013 að verðbólgan verði 3,8%, 2,8% árið 2014 og fyrir 2015 verði hún 2,5%. Spár gefa því til kynna að verðbólgan sé á niðurleið en mjög erfitt er að spá fyrir um slíkt vegna gjaldmiðilsins og gengisþróunar. Krónan er því óvissuþátturinn, sem er ekkert nýtt í sögu lands og þjóðar. Enn fremur er áhugavert að benda á að skuldatryggingaálag á ríkissjóð hefur ekki verið jafn lágt frá miðju ári 2008, eða áður en hrunið átti sér stað.Minnkandi atvinnuleysi – aukinn kaupmáttur Vissuð þið að atvinnuleysi fer minnkandi á Íslandi? Atvinnuleysi hefur minnkað um tæpan helming frá hruni. Atvinnuleysi á síðasta ári var 5,8% og samkvæmt nýjustu tölum er atvinnuleysi um 5,5%. Horfurnar eru jákvæðar en spáð er 4,8% atvinnuleysi á þessu ári en síðan 4,3% árið 2014 og 4,2% atvinnuleysi árið 2015. Hér hefur átak á borð við ungt fólk til athafna, atvinnu með stuðningi og liðsstyrk skipt miklu máli fyrir fólk til að koma undir sig fótunum á ný og finna sér farveg á vinnumarkaðnum. Atvinnuleysi er því á niðurleið og er talsvert minna atvinnuleysi hér á landi en það sem helstu samanburðarlönd okkar glíma við. Starfandi fólki hefur svo haldið áfram að fjölga en fjölgunin á síðasta ársfjórðungi er mesta fjölgun á fjórðungi frá því á sama fjórðungi árið 2007. Fleiri starfandi konur eru á vinnumarkaði núna en voru fyrir hrun. Atvinnulausum einstaklingum hefur fækkað um meira en 10.000 manns síðan ríkisstjórnin tók við völdum í maí 2012. Skv. Hagstofunni voru í maí 2009 20.600 atvinnulausir og um 11,2% mælt atvinnuleysi. En í des 2012 voru 10.100 atvinnulausir og um 5% mælt atvinnuleysi. Á sama tíma er mjög áhugavert að skoða mannfjöldatölur frá Hagstofunni en þar kemur fram að árið 2009 voru 319.368 landsmenn skráðir hér á landi. Um áramótin 2012/2013 voru landsmenn 321.857, þannig að sögur um gríðarlegan landflótta eru orðum auknar. Vissulega hefur ungt fólk lagt land undir fót í auknum mæli vegna aðstæðna en full ástæða er til bjartsýni á endurkomu þeirra eftir því sem íslenskt efnahagslíf styrkir sig í sessi. Vissuð þið að kaupmáttur hefur aukist og þannig hafa landsmenn fengið auknar ráðstöfunartekjur? Kaupmáttur hefur aukist tvö ár í röð og sé tímabilið 2008-2010 borið saman við 2009-2011 sést að ráðstöfunartekjur heimila hafa hækkað meira en neysluútgjöld þeirra. Þannig hefur skattastefna ríkisstjórnarinnar jafnað kjör landsmanna og þeim tekjulægri hlíft á kostnað þeirra tekjuhærri.Fjárlagahallinn að hverfa Vissuð þið að ríkisfjármálin hafa stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili og ótrúlegur árangur náðst við erfiðar aðstæður? Árið 2008 nam halli ríkissjóðs 216 milljörðum króna og á síðustu árum hefur hann farið hratt lækkandi. Á síðasta ári var ríkishallinn 21 milljarður kr. og á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að hann verði innan við 3,7 milljarða króna. Þannig má gera sér raunhæfar væntingar um að á næstu árum verði ríkissjóður rekinn með afgangi og þá verði mögulegt að lækka skuldir og afborganir ríkissjóðs hratt niður. Við jafnaðarmenn erum stoltir af árangrinum en um leið raunsæir og fyrstir allra til að viðurkenna að enn er mikið verk óunnið. Við erum ekki sáttir við stöðuna eins og hún er nú og bjóðum einu raunhæfu leiðina áfram en óttumst yfirboð óábyrgra stjórnmálaflokka í kosningaham sem tefla í tvísýnu árangrinum sem þjóðin hefur náð á erfiðum tímum. Gleymum því ekki 27. apríl þegar við veljum þá flokka sem við teljum best til þess komna til að leiða landið næstu fjögur ár. Ólafur Ingi Guðmundsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda alþingiskosninga má heyra ýmsar vangaveltur og hugleiðingar um efnahagsmál og árangur ríkisstjórnarinnar á síðasta kjörtímabili. Á þeim tímapunkti er ekki úr vegi að fara yfir nokkur mál og skýra á greinargóðan hátt frá þeim. Vissuð þið að hagvöxtur er á uppleið í íslensku samfélagi? Á síðasta ári var hagvöxtur 2,2% sem er sami hagvöxtur og var í Bandaríkjunum en talsvert meiri hagvöxtur en helstu samanburðarlönd okkar geta státað sig af um þessi misseri. Samdráttur varð í Danmörku, Bretlandi og Finnlandi. Hagvaxtarspáin fyrir árið 2013 er 2,1% sem er helmingi meiri hagvöxtur en spáð er fyrir helstu viðskiptalönd Ísland. Síðan er áætlað að kippur muni koma í hagvöxtinn skv. spám og stefnir í 3,5% hagvöxt árið 2014 og 3,9% hagvöxt árið 2015. Vissuð þið að verðbólga hefur minnkað umtalsvert frá hruni? Hún er nú einungis þriðjungur af því sem hún var á árinu 2009. Verðbólgan var á síðasta ári 5,2% en nýjustu tölur segja að hún sé nú um 3,9%. Seðlabankinn spáir því svo fyrir 2013 að verðbólgan verði 3,8%, 2,8% árið 2014 og fyrir 2015 verði hún 2,5%. Spár gefa því til kynna að verðbólgan sé á niðurleið en mjög erfitt er að spá fyrir um slíkt vegna gjaldmiðilsins og gengisþróunar. Krónan er því óvissuþátturinn, sem er ekkert nýtt í sögu lands og þjóðar. Enn fremur er áhugavert að benda á að skuldatryggingaálag á ríkissjóð hefur ekki verið jafn lágt frá miðju ári 2008, eða áður en hrunið átti sér stað.Minnkandi atvinnuleysi – aukinn kaupmáttur Vissuð þið að atvinnuleysi fer minnkandi á Íslandi? Atvinnuleysi hefur minnkað um tæpan helming frá hruni. Atvinnuleysi á síðasta ári var 5,8% og samkvæmt nýjustu tölum er atvinnuleysi um 5,5%. Horfurnar eru jákvæðar en spáð er 4,8% atvinnuleysi á þessu ári en síðan 4,3% árið 2014 og 4,2% atvinnuleysi árið 2015. Hér hefur átak á borð við ungt fólk til athafna, atvinnu með stuðningi og liðsstyrk skipt miklu máli fyrir fólk til að koma undir sig fótunum á ný og finna sér farveg á vinnumarkaðnum. Atvinnuleysi er því á niðurleið og er talsvert minna atvinnuleysi hér á landi en það sem helstu samanburðarlönd okkar glíma við. Starfandi fólki hefur svo haldið áfram að fjölga en fjölgunin á síðasta ársfjórðungi er mesta fjölgun á fjórðungi frá því á sama fjórðungi árið 2007. Fleiri starfandi konur eru á vinnumarkaði núna en voru fyrir hrun. Atvinnulausum einstaklingum hefur fækkað um meira en 10.000 manns síðan ríkisstjórnin tók við völdum í maí 2012. Skv. Hagstofunni voru í maí 2009 20.600 atvinnulausir og um 11,2% mælt atvinnuleysi. En í des 2012 voru 10.100 atvinnulausir og um 5% mælt atvinnuleysi. Á sama tíma er mjög áhugavert að skoða mannfjöldatölur frá Hagstofunni en þar kemur fram að árið 2009 voru 319.368 landsmenn skráðir hér á landi. Um áramótin 2012/2013 voru landsmenn 321.857, þannig að sögur um gríðarlegan landflótta eru orðum auknar. Vissulega hefur ungt fólk lagt land undir fót í auknum mæli vegna aðstæðna en full ástæða er til bjartsýni á endurkomu þeirra eftir því sem íslenskt efnahagslíf styrkir sig í sessi. Vissuð þið að kaupmáttur hefur aukist og þannig hafa landsmenn fengið auknar ráðstöfunartekjur? Kaupmáttur hefur aukist tvö ár í röð og sé tímabilið 2008-2010 borið saman við 2009-2011 sést að ráðstöfunartekjur heimila hafa hækkað meira en neysluútgjöld þeirra. Þannig hefur skattastefna ríkisstjórnarinnar jafnað kjör landsmanna og þeim tekjulægri hlíft á kostnað þeirra tekjuhærri.Fjárlagahallinn að hverfa Vissuð þið að ríkisfjármálin hafa stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili og ótrúlegur árangur náðst við erfiðar aðstæður? Árið 2008 nam halli ríkissjóðs 216 milljörðum króna og á síðustu árum hefur hann farið hratt lækkandi. Á síðasta ári var ríkishallinn 21 milljarður kr. og á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að hann verði innan við 3,7 milljarða króna. Þannig má gera sér raunhæfar væntingar um að á næstu árum verði ríkissjóður rekinn með afgangi og þá verði mögulegt að lækka skuldir og afborganir ríkissjóðs hratt niður. Við jafnaðarmenn erum stoltir af árangrinum en um leið raunsæir og fyrstir allra til að viðurkenna að enn er mikið verk óunnið. Við erum ekki sáttir við stöðuna eins og hún er nú og bjóðum einu raunhæfu leiðina áfram en óttumst yfirboð óábyrgra stjórnmálaflokka í kosningaham sem tefla í tvísýnu árangrinum sem þjóðin hefur náð á erfiðum tímum. Gleymum því ekki 27. apríl þegar við veljum þá flokka sem við teljum best til þess komna til að leiða landið næstu fjögur ár. Ólafur Ingi Guðmundsson Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun