Hvað með okkur unga fólkið? Sandra Marín Gunnarsdóttir skrifar 24. apríl 2013 06:00 Þar sem ég er 18 ára framhaldsskólanemi að fara kjósa í fyrsta skipti hef ég kynnt mér kosti og galla allra framboða. Það eru þó margir á þessum aldri sem ekki eru búnir að velta þessu fyrir sér. Ég held þó að ungu fólki sé ekki alveg sama um landið sitt, heldur hversu fráhrindandi ímynd stjórnmálamanna er orðin. Fyrir nokkrum árum, þegar ég labbaði framhjá sjónvarpinu sá ég bara marga jakkafataklædda menn með vatnsgreitt hárið vera að rífast á tungumáli sem ég kannaðist ekki við. En, þeir voru að rífast um hluti sem skiptu máli og skipta okkur, unga fólkið, öllu máli. Það skiptir okkur máli hvernig m.a. heilbrigðis- og menntamálum er háttað, skattamálum, kvótamálum, þróun atvinnulífsins og svo mætti lengi telja. En... kommon. Eigum við virkilega að geta myndað okkur skoðun á öllu þessu strax? Ég er nú bara rétt skriðin yfir 18 ár og allt í einu á ég að fara kjósa um hvaða stefnu ég vil sjá í þjóðfélaginu og ég veit varla hvað ég ætla að gera eftir Menntaskólann? Hún hjálpar heldur ekki til, þessi loforðakeppni á milli flokkanna og þykir mér ótrúlegt að þeir geti efnt þau öll. Undanfarna mánuði hef ég verið að kynna mér málin, hlustað á margar lýjandi rökræður eftir fréttir á kvöldin og talað við frambjóðendur ýmissa flokka. Einnig hef ég rætt við jafnaldra mína og langar mig því að biðja unga kjósendur að hafa nokkur atriði í huga þegar þeir fara inn í kjörklefa laugardaginn næstkomandi. Hvernig viljum við sjá landið okkar þróast næstu ár? Viljum við virkja allt sem hægt er að virkja? Viljum við að Mývatn fari sömu leið og Lagarfljót? Viljum við klára aðildarviðræður við ESB? Væri ekki bara fínt að sjá samninginn og svo geta allir ákveðið sig í staðinn fyrir að móta fasta skoðun núna? Er sanngjarnt að gamlir stjórnmálamenn hafi af okkur tækifærið til að sjá hvað felst í aðild að ESB? Eiga sjávarútvegsfyrirtæki að borga sanngjarnt auðlindagjald? Þessi gjöld gætu m.a. runnið til eflingar heilbrigðis- og menntamála. Hvað viljum við sjá gerast í menntamálum? Viljum við stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár í sparnaðarskyni? Viljum við 25% niðurfellingu námslána ef við ljúkum námi á réttum tíma? Viljum við góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla, bæði ríka og fátæka? Viljum við að auðlindir séu í þjóðareigu? Viljum við lækka skatta? Væri einhvern tímann hægt að gera það á sanngjarnan hátt? Gerum við okkur grein fyrir hvað skattar eru? En hvað með okkur unga fólkið? Við heyrum þessa 300 milljarða tölu á hverjum einasta degi hvert sem við förum. Sumir flokkar segjast geta samið um eina 300 milljarða við kröfuhafa og ætla að nota þá í að lækka skuldir heimilanna eða borga skuldir ríkissjóðs, allt eftir því hvaða flokkur á í hlut. Ef lækka á skuldir heimila, stöndum við unga fólkið þá ekki uppi með skuldir ríkisins í framtíðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þar sem ég er 18 ára framhaldsskólanemi að fara kjósa í fyrsta skipti hef ég kynnt mér kosti og galla allra framboða. Það eru þó margir á þessum aldri sem ekki eru búnir að velta þessu fyrir sér. Ég held þó að ungu fólki sé ekki alveg sama um landið sitt, heldur hversu fráhrindandi ímynd stjórnmálamanna er orðin. Fyrir nokkrum árum, þegar ég labbaði framhjá sjónvarpinu sá ég bara marga jakkafataklædda menn með vatnsgreitt hárið vera að rífast á tungumáli sem ég kannaðist ekki við. En, þeir voru að rífast um hluti sem skiptu máli og skipta okkur, unga fólkið, öllu máli. Það skiptir okkur máli hvernig m.a. heilbrigðis- og menntamálum er háttað, skattamálum, kvótamálum, þróun atvinnulífsins og svo mætti lengi telja. En... kommon. Eigum við virkilega að geta myndað okkur skoðun á öllu þessu strax? Ég er nú bara rétt skriðin yfir 18 ár og allt í einu á ég að fara kjósa um hvaða stefnu ég vil sjá í þjóðfélaginu og ég veit varla hvað ég ætla að gera eftir Menntaskólann? Hún hjálpar heldur ekki til, þessi loforðakeppni á milli flokkanna og þykir mér ótrúlegt að þeir geti efnt þau öll. Undanfarna mánuði hef ég verið að kynna mér málin, hlustað á margar lýjandi rökræður eftir fréttir á kvöldin og talað við frambjóðendur ýmissa flokka. Einnig hef ég rætt við jafnaldra mína og langar mig því að biðja unga kjósendur að hafa nokkur atriði í huga þegar þeir fara inn í kjörklefa laugardaginn næstkomandi. Hvernig viljum við sjá landið okkar þróast næstu ár? Viljum við virkja allt sem hægt er að virkja? Viljum við að Mývatn fari sömu leið og Lagarfljót? Viljum við klára aðildarviðræður við ESB? Væri ekki bara fínt að sjá samninginn og svo geta allir ákveðið sig í staðinn fyrir að móta fasta skoðun núna? Er sanngjarnt að gamlir stjórnmálamenn hafi af okkur tækifærið til að sjá hvað felst í aðild að ESB? Eiga sjávarútvegsfyrirtæki að borga sanngjarnt auðlindagjald? Þessi gjöld gætu m.a. runnið til eflingar heilbrigðis- og menntamála. Hvað viljum við sjá gerast í menntamálum? Viljum við stytta nám til stúdentsprófs um eitt ár í sparnaðarskyni? Viljum við 25% niðurfellingu námslána ef við ljúkum námi á réttum tíma? Viljum við góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla, bæði ríka og fátæka? Viljum við að auðlindir séu í þjóðareigu? Viljum við lækka skatta? Væri einhvern tímann hægt að gera það á sanngjarnan hátt? Gerum við okkur grein fyrir hvað skattar eru? En hvað með okkur unga fólkið? Við heyrum þessa 300 milljarða tölu á hverjum einasta degi hvert sem við förum. Sumir flokkar segjast geta samið um eina 300 milljarða við kröfuhafa og ætla að nota þá í að lækka skuldir heimilanna eða borga skuldir ríkissjóðs, allt eftir því hvaða flokkur á í hlut. Ef lækka á skuldir heimila, stöndum við unga fólkið þá ekki uppi með skuldir ríkisins í framtíðinni?
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun