Eiga píratar erindi við landsbyggðina? Bjarki Sigursveinsson skrifar 24. apríl 2013 06:00 Efstu frambjóðendum á listum þeirra stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til Alþingis var nýlega boðið að svara fjölmörgum spurningum fyrir kosningavef fjölmiðils. Framtakið er gott og hjálpar vonandi einhverjum að átta sig á því kraðaki lista og flokka sem í boði er. Ein spurninganna vakti sérstaka athygli mína: „Telur þú rétt að eyða skattfé ríkissjóðs til að berjast gegn fólksfækkun úti á landi?” Spurningin er skiljanleg í ljósi þeirrar landsbyggðarpólitíkur sem hefur tíðkast á Íslandi og gengur í grunninn út á það að ríkisvaldið í höfuðborginni útdeili gæðunum en landsbyggðin sé þiggjandi. Kosningabarátta á þessum forsendum felst í því að stjórnmálamenn þeysast um hinar dreifðu byggðir og yfirbjóða hver annan með loforðum um vegabætur, niðurgreiðslur af ýmsu tagi og ívilnunum fyrir orkufreka stóriðju. Hugmyndaflugið er ekki sérlega mikið og virðist lítið þróast á milli kosninga. Ég hef heyrt þá gagnrýni á pírata að þeir séu eins máls framboð með internetið á heilanum og enga stefnu í til dæmis byggðamálum. Það er rangt. Grunnstefna pírata er einföld og hún byggir á auknu gagnsæi, valddreifingu, beinu lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti borgaranna. Öll nánari útfærsla á stefnumálum pírata byggir á þessum grunni. Í raun eru píratar í eðli sínu hinn eini sanni landsbyggðarflokkur. Við kjósum alltaf hið smáa og dreifða fram yfir hið stóra og miðstýrða. Við viljum sjá dreifðari stjórnsýslu og völdin færast heim í hérað til sveitarfélaganna sem eru þau stjórnvöld sem standa fólki næst. Við viljum auka beint lýðræði og þá sérstaklega í nærumhverfi almennings í sveitarfélögunum. Verðmætasköpunin í hagkerfinu á sér stað um allt land og það á að treysta almenningi til þess að ráðstafa þeim verðmætum að mestu milliliðalaust í sinni heimabyggð fremur en að treysta á bitlinga sem þingmenn kjördæmisins kreista úr ríkisvaldinu. Í skýrslu McKinsey Global Institute 2011 kemur fram að í dag skapar internetið 20% af hagvexti þróaðra hagkerfa og því er spáð að þetta hagkerfi internetsins muni tvöfaldast yfir næsta kjörtímabil. Þetta á svo sannarlega erindi við landsbyggðina þar sem hér um að ræða fjölda starfa án staðsetningar sem hægt er að sinna jafn vel frá Neskaupstað eins og New York, að því gefnu að nettenging sé til staðar. Í þessu umhverfi verða flutningaleiðir gagna jafn mikilvægar og þjóðvegakerfið og tryggja þarf með sama hætti að allar byggðir landsins hafi aðgang að þessu flutningakerfi og að opið og frjálst internet sé verndað gegn tilraunum ýmissa hagsmunaaðila til þess að stýra ferðinni. Í landbúnaði hefur netið gert æ fleiri bændum það kleift að komast í beint samband við neytendur og selja afurðir milliliðalaust. Það mun ekki standa á pírötum að liðka enn frekar fyrir slíkum viðskiptum. Píratar vilja einnig auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar með því að auka notkun innlendra orkugjafa á borð við lífeldsneyti og við teljum nauðsynlegt að auðvelda nýliðun í landbúnaði með tiltækum ráðum, til dæmis með hagstæðum lánum til jarðakaupa. Styrkjakerfi landbúnaðarins þarf einnig að endurskoða með áherslu á að draga úr miðstýringu þess en hvetja um leið til nýsköpunar, sjálfbærni og ábyrgðar gagnvart umhverfinu og velferð dýra. Möguleikar landsbyggðarinnar eru óteljandi að mati pírata en það krefst framsýni og skilnings á nútímanum að leysa þá möguleika úr læðingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Efstu frambjóðendum á listum þeirra stjórnmálasamtaka sem bjóða fram til Alþingis var nýlega boðið að svara fjölmörgum spurningum fyrir kosningavef fjölmiðils. Framtakið er gott og hjálpar vonandi einhverjum að átta sig á því kraðaki lista og flokka sem í boði er. Ein spurninganna vakti sérstaka athygli mína: „Telur þú rétt að eyða skattfé ríkissjóðs til að berjast gegn fólksfækkun úti á landi?” Spurningin er skiljanleg í ljósi þeirrar landsbyggðarpólitíkur sem hefur tíðkast á Íslandi og gengur í grunninn út á það að ríkisvaldið í höfuðborginni útdeili gæðunum en landsbyggðin sé þiggjandi. Kosningabarátta á þessum forsendum felst í því að stjórnmálamenn þeysast um hinar dreifðu byggðir og yfirbjóða hver annan með loforðum um vegabætur, niðurgreiðslur af ýmsu tagi og ívilnunum fyrir orkufreka stóriðju. Hugmyndaflugið er ekki sérlega mikið og virðist lítið þróast á milli kosninga. Ég hef heyrt þá gagnrýni á pírata að þeir séu eins máls framboð með internetið á heilanum og enga stefnu í til dæmis byggðamálum. Það er rangt. Grunnstefna pírata er einföld og hún byggir á auknu gagnsæi, valddreifingu, beinu lýðræði og sjálfsákvörðunarrétti borgaranna. Öll nánari útfærsla á stefnumálum pírata byggir á þessum grunni. Í raun eru píratar í eðli sínu hinn eini sanni landsbyggðarflokkur. Við kjósum alltaf hið smáa og dreifða fram yfir hið stóra og miðstýrða. Við viljum sjá dreifðari stjórnsýslu og völdin færast heim í hérað til sveitarfélaganna sem eru þau stjórnvöld sem standa fólki næst. Við viljum auka beint lýðræði og þá sérstaklega í nærumhverfi almennings í sveitarfélögunum. Verðmætasköpunin í hagkerfinu á sér stað um allt land og það á að treysta almenningi til þess að ráðstafa þeim verðmætum að mestu milliliðalaust í sinni heimabyggð fremur en að treysta á bitlinga sem þingmenn kjördæmisins kreista úr ríkisvaldinu. Í skýrslu McKinsey Global Institute 2011 kemur fram að í dag skapar internetið 20% af hagvexti þróaðra hagkerfa og því er spáð að þetta hagkerfi internetsins muni tvöfaldast yfir næsta kjörtímabil. Þetta á svo sannarlega erindi við landsbyggðina þar sem hér um að ræða fjölda starfa án staðsetningar sem hægt er að sinna jafn vel frá Neskaupstað eins og New York, að því gefnu að nettenging sé til staðar. Í þessu umhverfi verða flutningaleiðir gagna jafn mikilvægar og þjóðvegakerfið og tryggja þarf með sama hætti að allar byggðir landsins hafi aðgang að þessu flutningakerfi og að opið og frjálst internet sé verndað gegn tilraunum ýmissa hagsmunaaðila til þess að stýra ferðinni. Í landbúnaði hefur netið gert æ fleiri bændum það kleift að komast í beint samband við neytendur og selja afurðir milliliðalaust. Það mun ekki standa á pírötum að liðka enn frekar fyrir slíkum viðskiptum. Píratar vilja einnig auka sjálfbærni íslensks landbúnaðar með því að auka notkun innlendra orkugjafa á borð við lífeldsneyti og við teljum nauðsynlegt að auðvelda nýliðun í landbúnaði með tiltækum ráðum, til dæmis með hagstæðum lánum til jarðakaupa. Styrkjakerfi landbúnaðarins þarf einnig að endurskoða með áherslu á að draga úr miðstýringu þess en hvetja um leið til nýsköpunar, sjálfbærni og ábyrgðar gagnvart umhverfinu og velferð dýra. Möguleikar landsbyggðarinnar eru óteljandi að mati pírata en það krefst framsýni og skilnings á nútímanum að leysa þá möguleika úr læðingi.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar