Takk fyrir mig! Karl Garðarsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Verðtryggða húsnæðislánið mitt hefur hækkað um 350.000 krónur á 28 dögum. Takk fyrir mig. Staðan er svipuð og jafnvel mun verri hjá þúsundum annarra heimila. Mánaðamótin eru orðin tími skelfingar hjá íbúðareigendum, enda stjórnar vísitala neysluverðs lífi þeirra. Þetta er eins og að vera sífellt í rússneskri rúllettu. Allt að helmingur íslenskra heimila er tæknilega gjaldþrota. Við erum að tala um tugþúsundir heimila. Þeim fjölgar sífellt, miðstéttin er að hverfa og þúsundir Íslendinga sjá fram á skuldaánauð í framtíðinni. Takk fyrir skjaldborgina, kæru stjórnvöld. Takk, þið fastapennar blaðanna og netmiðla sem sjáið Ísland breytast í eyðimörk nema verðtrygging húsnæðislána fái að haldast. Takk fyrir hina farsælu efnahagsstjórn sem hefur leitt til stöðugleika í efnahagsmálum, eða hitt þó heldur. Og svo þarf alveg sérstaklega að þakka þeim sem sjá enga aðra lausn en að afsala Evrópusambandinu fullveldi þjóðarinnar – enda erum við auðvitað fullkomlega ófær um að sjá um okkur sjálf. Svo er þetta allt krónunni að kenna, enda er hún ekkert annað en verkfæri djöfulsins. Lifir sjálfstæðu lífi og hefur það eina markmið að ganga frá heimilum landsins og skapa verðbólgu. Auðvitað er það henni að kenna að verðtryggð lán heimila landsins hafa hækkað um 23 milljarða króna á einum mánuði. Það hefur ekkert að gera með skelfilega hagstjórn. Eða hvað? Stjórnarflokkarnir þegja þunnu hljóði, enda fullkomið ráðaleysi þegar kemur að skuldum heimilanna. Minni spámenn þessara flokka tala áfram um nauðsyn þess að viðhalda verðtryggingu, enda megi annars fastlega búast við ragnarökum. Sjálfstæðismenn hvetja til minna vægis verðtryggingar. Á mannamáli þýðir það að flokkurinn ætlar ekki að hrófla við henni.Hagnaður bankanna Á sama tíma birtast fréttir af góðum hagnaði bankanna, sem er fenginn með peningaprentun sem á sér enga stoð í veruleikanum. Peningaprentun sem leiðir einungis til meiri þenslu og verðbólgu. Laun bankastjóranna hafa tekið stökk á undanförnum tveimur árum og að óbreyttu verður stemningin í bankakerfinu fljótlega orðin meiri en nokkru sinni fyrr – bíðum bara í tvö til þrjú ár. Stjórnvöld hafa horft opinmynnt á, án þess að aðhafast nokkuð. Reyndar er það ekki alveg rétt – forsætisráðherra hefur þó sagt að hún skilji ekkert í launum skilanefnda. Það er ekki bara almennt verðlag sem er stjórnlaust. Þannig hafa stjórnvöld staðið fyrir gegndarlausum gjaldskrár- og skattahækkunum allt kjörtímabilið, sem hafa farið beint út í verðlagið og kynt undir verðbólgu og þar með hækkun skulda heimilanna. Bankarnir hafa skálað, lífeyrissjóðirnir líka. Núna um mánaðamótin bættist síðan það nýjasta við, sykurskatturinn. Stjórnvöldum er ekkert óviðkomandi. Þau vilja hafa puttana í því hvað við borðum og drekkum. Þessi forsjárhyggja þýðir að verðtryggð húsnæðislán hækka um 1 milljarð króna, enda fer hækkunin beint í neysluvísitöluna. Takk fyrir mig. Sú fylgisaukning sem Framsóknarflokkurinn hefur séð í skoðanakönnunum að undanförnu er ekki tilviljun. Hann er eini flokkurinn sem er með klára stefnu í verðtryggingamálum – hún skal í burtu. Afnám verðtryggingar dugar hins vegar ekki eitt og sér – jafnframt þarf að grípa til annarra aðgerða til að tryggja stöðugleika í efnahagslífi og stöðugra gengi. Það verður gert. Það er með hreinum ólíkindum að nokkur stjórnmálaflokkur skuli geta mælt með því óréttlæti sem viðgengst í þessu landi. Það er með ólíkindum að nokkur maður skuli geta stungið niður penna og mælt með þeirri gegndarlausu eignaupptöku sem á sér stað um hver mánaðamót með verðtryggingunni. Val kjósenda er því einfalt í komandi kosningum – X-B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Verðtryggða húsnæðislánið mitt hefur hækkað um 350.000 krónur á 28 dögum. Takk fyrir mig. Staðan er svipuð og jafnvel mun verri hjá þúsundum annarra heimila. Mánaðamótin eru orðin tími skelfingar hjá íbúðareigendum, enda stjórnar vísitala neysluverðs lífi þeirra. Þetta er eins og að vera sífellt í rússneskri rúllettu. Allt að helmingur íslenskra heimila er tæknilega gjaldþrota. Við erum að tala um tugþúsundir heimila. Þeim fjölgar sífellt, miðstéttin er að hverfa og þúsundir Íslendinga sjá fram á skuldaánauð í framtíðinni. Takk fyrir skjaldborgina, kæru stjórnvöld. Takk, þið fastapennar blaðanna og netmiðla sem sjáið Ísland breytast í eyðimörk nema verðtrygging húsnæðislána fái að haldast. Takk fyrir hina farsælu efnahagsstjórn sem hefur leitt til stöðugleika í efnahagsmálum, eða hitt þó heldur. Og svo þarf alveg sérstaklega að þakka þeim sem sjá enga aðra lausn en að afsala Evrópusambandinu fullveldi þjóðarinnar – enda erum við auðvitað fullkomlega ófær um að sjá um okkur sjálf. Svo er þetta allt krónunni að kenna, enda er hún ekkert annað en verkfæri djöfulsins. Lifir sjálfstæðu lífi og hefur það eina markmið að ganga frá heimilum landsins og skapa verðbólgu. Auðvitað er það henni að kenna að verðtryggð lán heimila landsins hafa hækkað um 23 milljarða króna á einum mánuði. Það hefur ekkert að gera með skelfilega hagstjórn. Eða hvað? Stjórnarflokkarnir þegja þunnu hljóði, enda fullkomið ráðaleysi þegar kemur að skuldum heimilanna. Minni spámenn þessara flokka tala áfram um nauðsyn þess að viðhalda verðtryggingu, enda megi annars fastlega búast við ragnarökum. Sjálfstæðismenn hvetja til minna vægis verðtryggingar. Á mannamáli þýðir það að flokkurinn ætlar ekki að hrófla við henni.Hagnaður bankanna Á sama tíma birtast fréttir af góðum hagnaði bankanna, sem er fenginn með peningaprentun sem á sér enga stoð í veruleikanum. Peningaprentun sem leiðir einungis til meiri þenslu og verðbólgu. Laun bankastjóranna hafa tekið stökk á undanförnum tveimur árum og að óbreyttu verður stemningin í bankakerfinu fljótlega orðin meiri en nokkru sinni fyrr – bíðum bara í tvö til þrjú ár. Stjórnvöld hafa horft opinmynnt á, án þess að aðhafast nokkuð. Reyndar er það ekki alveg rétt – forsætisráðherra hefur þó sagt að hún skilji ekkert í launum skilanefnda. Það er ekki bara almennt verðlag sem er stjórnlaust. Þannig hafa stjórnvöld staðið fyrir gegndarlausum gjaldskrár- og skattahækkunum allt kjörtímabilið, sem hafa farið beint út í verðlagið og kynt undir verðbólgu og þar með hækkun skulda heimilanna. Bankarnir hafa skálað, lífeyrissjóðirnir líka. Núna um mánaðamótin bættist síðan það nýjasta við, sykurskatturinn. Stjórnvöldum er ekkert óviðkomandi. Þau vilja hafa puttana í því hvað við borðum og drekkum. Þessi forsjárhyggja þýðir að verðtryggð húsnæðislán hækka um 1 milljarð króna, enda fer hækkunin beint í neysluvísitöluna. Takk fyrir mig. Sú fylgisaukning sem Framsóknarflokkurinn hefur séð í skoðanakönnunum að undanförnu er ekki tilviljun. Hann er eini flokkurinn sem er með klára stefnu í verðtryggingamálum – hún skal í burtu. Afnám verðtryggingar dugar hins vegar ekki eitt og sér – jafnframt þarf að grípa til annarra aðgerða til að tryggja stöðugleika í efnahagslífi og stöðugra gengi. Það verður gert. Það er með hreinum ólíkindum að nokkur stjórnmálaflokkur skuli geta mælt með því óréttlæti sem viðgengst í þessu landi. Það er með ólíkindum að nokkur maður skuli geta stungið niður penna og mælt með þeirri gegndarlausu eignaupptöku sem á sér stað um hver mánaðamót með verðtryggingunni. Val kjósenda er því einfalt í komandi kosningum – X-B.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun