Eflum heilsugæslu með aðkomu fleiri heilbrigðisstétta Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Ég er ein þeirra sem óttast að íslensk heilbrigðisþjónusta missi marks í nærþjónustu og forvörnum. Öryggisnet heilsugæslunnar er of gisið, sem leiðir til aukins álags á bráðaþjónustu. Bráðaþjónusta er dýr, ef við missum strauminn þangað í of miklum mæli, er hætt við því að lítið fé verði aflögu í úrræði sem þó eru mun hagkvæmari. Hér verða að verða vatnaskil, afgerandi og fljótt. Blínt á sömu lausnir, gengur það til lengdar? Umræða um heilsugæslu, skilvirkni hennar og nýtingu, fer að mínu mati of oft að snúast um stöðu lækna og skort á læknum. Vandi heilsugæslunnar er víðtækari en svo og leit á lausn hans kallar á aðkomu fleiri stétta. Ástæður fyrir komu í heilsugæslu eru mjög oft stoðkerfiseinkenni og vandi af geðrænum toga. Snemmtæk íhlutun er í báðum þessum tilfellum afgerandi hvað framhaldið varðar, hvort unnið er með fólki í að snúa við ferlinu og þannig fyrirbyggja komur í bráðaþjónustu síðar. Heilsugæslan þyrfti í auknum mæli að vera „one stop shop“, þar sem breiður hópur fagfólks mannar fyrstu heimsókn. Í tilfelli stoðkerfis- og geðrænna viðfangsefna, myndi t.d. aðkoma sjúkraþjálfara og sálfræðinga í heilsugæslunni vera styrkur. Teymisvinna, samstarf sérfræðinga úr nokkrum stéttum með ólíkan grunn og reynslu, snýst ekki um að ein stétt taki verkefni af annarri, heldur að þær vinni saman og stytti úrvinnslutíma og fækki komum þeirra sem þjónustunnar njóta.Forvarnir og heilsuefling spara tíma, fé og krafta Einstaklingur sem finnur til heilsubrests er í dag alltof einsamall með sinn vanda og leið hans milli heilbrigðisstofnana og –starfsfólks er oft löng áður en lausnin finnst. Gífurlegur sparnaður í þjóðhagslegu tilliti felst í því að stytta þennan tíma. Fækka stoppistöðum, fækka tímabilum þar sem beðið er eftir lausum tíma, eyða óvissu og óvirkni. Ef fjármagn á að vera á lausu til forvarna og heilsueflingar, þarf að stemma stigu við óþörfu álagi á bráðastiginu, sem er hlutfallslega dýrast. Inngrip áður en til skurðaðgerða kemur er dæmi um slíkt og snerpan í því ferli byggir á skilvirkri heilsugæslu. Langtíma stefnumótun byggir á breiðri aðkomu, opinni samræðu og skýrri sýn Það þýðir ekki að ræða þessi mál í lokuðum sellum stakra stétta eða í átökum milli stríðandi fylkinga í pólitík. Það þýðir ekki heldur að ræða það á grunni algjörs langtímastefnuleysis í heilbrigðismálum. Slíkt ástand grefur undan trausti og skapar varnarstöðu þar sem hver reynir að halda sínu. Þar er þessi umræða stödd núna og verður áfram ef ekkert breytist. Grundvöllur langtímastefnu eins og hún blasir við mér er þessi: hér er fámenn þjóð að reka heilbrigðiskerfi í háum gæðaflokki. Það kostar. Til að við höfum efni á því þarf að hagræða, því ekki viljum við slá af gæðunum. Leiðin til hagræðingar er ekki að ýta kostnaði milli ráðuneyta, stofnana, húsa, hverfa eða landsvæða. Hagsýnn rekstur krefst heiltækrar stefnu, skilnings og samvinnu allra hagsmunaaðila og viðurkenningar á því að fjárfesting í heilbrigði er málefni allrar þjóðarinnar. Ég er til í svona samræður, hvað með kjósendur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra sem óttast að íslensk heilbrigðisþjónusta missi marks í nærþjónustu og forvörnum. Öryggisnet heilsugæslunnar er of gisið, sem leiðir til aukins álags á bráðaþjónustu. Bráðaþjónusta er dýr, ef við missum strauminn þangað í of miklum mæli, er hætt við því að lítið fé verði aflögu í úrræði sem þó eru mun hagkvæmari. Hér verða að verða vatnaskil, afgerandi og fljótt. Blínt á sömu lausnir, gengur það til lengdar? Umræða um heilsugæslu, skilvirkni hennar og nýtingu, fer að mínu mati of oft að snúast um stöðu lækna og skort á læknum. Vandi heilsugæslunnar er víðtækari en svo og leit á lausn hans kallar á aðkomu fleiri stétta. Ástæður fyrir komu í heilsugæslu eru mjög oft stoðkerfiseinkenni og vandi af geðrænum toga. Snemmtæk íhlutun er í báðum þessum tilfellum afgerandi hvað framhaldið varðar, hvort unnið er með fólki í að snúa við ferlinu og þannig fyrirbyggja komur í bráðaþjónustu síðar. Heilsugæslan þyrfti í auknum mæli að vera „one stop shop“, þar sem breiður hópur fagfólks mannar fyrstu heimsókn. Í tilfelli stoðkerfis- og geðrænna viðfangsefna, myndi t.d. aðkoma sjúkraþjálfara og sálfræðinga í heilsugæslunni vera styrkur. Teymisvinna, samstarf sérfræðinga úr nokkrum stéttum með ólíkan grunn og reynslu, snýst ekki um að ein stétt taki verkefni af annarri, heldur að þær vinni saman og stytti úrvinnslutíma og fækki komum þeirra sem þjónustunnar njóta.Forvarnir og heilsuefling spara tíma, fé og krafta Einstaklingur sem finnur til heilsubrests er í dag alltof einsamall með sinn vanda og leið hans milli heilbrigðisstofnana og –starfsfólks er oft löng áður en lausnin finnst. Gífurlegur sparnaður í þjóðhagslegu tilliti felst í því að stytta þennan tíma. Fækka stoppistöðum, fækka tímabilum þar sem beðið er eftir lausum tíma, eyða óvissu og óvirkni. Ef fjármagn á að vera á lausu til forvarna og heilsueflingar, þarf að stemma stigu við óþörfu álagi á bráðastiginu, sem er hlutfallslega dýrast. Inngrip áður en til skurðaðgerða kemur er dæmi um slíkt og snerpan í því ferli byggir á skilvirkri heilsugæslu. Langtíma stefnumótun byggir á breiðri aðkomu, opinni samræðu og skýrri sýn Það þýðir ekki að ræða þessi mál í lokuðum sellum stakra stétta eða í átökum milli stríðandi fylkinga í pólitík. Það þýðir ekki heldur að ræða það á grunni algjörs langtímastefnuleysis í heilbrigðismálum. Slíkt ástand grefur undan trausti og skapar varnarstöðu þar sem hver reynir að halda sínu. Þar er þessi umræða stödd núna og verður áfram ef ekkert breytist. Grundvöllur langtímastefnu eins og hún blasir við mér er þessi: hér er fámenn þjóð að reka heilbrigðiskerfi í háum gæðaflokki. Það kostar. Til að við höfum efni á því þarf að hagræða, því ekki viljum við slá af gæðunum. Leiðin til hagræðingar er ekki að ýta kostnaði milli ráðuneyta, stofnana, húsa, hverfa eða landsvæða. Hagsýnn rekstur krefst heiltækrar stefnu, skilnings og samvinnu allra hagsmunaaðila og viðurkenningar á því að fjárfesting í heilbrigði er málefni allrar þjóðarinnar. Ég er til í svona samræður, hvað með kjósendur?
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun