Nýr og skýr valkostur Eldar Ástþórsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Fyrir rúmum tveim árum kom ég að stofnun nýs stjórnmálaflokks sem síðar fékk heitið Björt framtíð. Að flokknum stendur fólk sem kemur víða að og hefur að stórum hluta ekki komið nálægt flokkspólitík áður. Margir koma einnig úr ranni Besta flokksins í Reykjavík og sveitastjórnarmálum á landsbyggðinni. Markmiðið hefur frá upphafi verið að nálgast stjórnmálin með nýjum hætti. Í fyrstu, þegar fylgi framboðsins mældist við og undir 5%, fengum við gott ráðrúm til að kynna okkar stefnu og fólk. Í kjölfar þess að kjósendur sýndu stefnumálum okkar og nýrri nálgun frekari áhuga breyttist þó ýmislegt. Sumir aðrir frambjóðendur hafa undanfarið ekki ekki látið sér nægja að lýsa yfir frati á stefnu Bjartrar framtíðar, heldur slegið því fram á opinberum vettvangi að framboðið sé ekki annað „hækja“ annara framboðslista, „lítil“ úgáfa af flokkum sem fyrir eru. Yfirlýsingar sem þessar eru augljóslega gerðar í þeim tilgangi að veiða atkvæði til handa sjálfum sér. Í viðleitni annarra til að gera Bjarta framtíð að öðru stjórnmálaafli en það er í raun hafa stjórnmálaleiðtogar jafnvel gengið svo langt að tala um framboðið sem útibú í eigin flokki. Lýst því yfir að stefna okkar sé þunn og hafi að mestu komið fram áður. Margur heldur sig mig. Ég hvet íslenska kjósendur til að láta ekki ekki aðra pólitíkusa segja sér hvað Björt framtíð er og stendur fyrir. Taka frekar upplýsta ákvörðun og kynna sér framboðið, áherslurnar og fólkið sem þar býður fram krafta sína. Stefna okkar er skýr og afdráttarlaus. Við stundum ekki kosningaloforðspólitík. Við viljum klára samningana við Evrópusambandið og treystum þjóðinni til að ákveða framhaldið í bindandi þjóðaratkvæðisgreiðslu. Við erum óhrædd við að skoða nýja nálgun og breytingar á kerfinu. Við erum ekki í hagsmunagæslu fyrir ákveðna hópa heldur viljum vinna að bjartri framtíð fyrir allt Ísland. Við viljum auka aðgengi almennings að upplýsingum og setja alla opinbera þjónustu á einn stað á netinu. Auka gæði heilbrigðis- og menntakerfis, örva atvinnulífið og gera það fjölbreyttara. Við teljum nauðsynlegt skilgreina hver grunnþjónusta íbúa landsins sé sem lið í að sporna gegn fólksflótta úr byggðum landsins. Ef landsbyggðarþróun undanfarina ára heldur áfram fer illa, líf okkar Íslendinga verður fábreyttara. Björt framtíð er ekki ginnkeypt fyrir forsjárhyggju. Við viljum standa vörð um mannréttindi og að allar lagasetningar og stjórnvaldsaðgerðir taki mið af frelsi einstaklinga og samfélagshópa til sjálfstæðra, skapandi og ábyrgra athafna. Um nóg er að velja í kosningunum á laugardaginn. Bæði flokkar sem verið hafa verið við völd síðustu ár og áratugi, en einnig ný framboð. Við erum einn valkostur af mörgum. Sem nýtt framboð höfum ekki sama fjármagn og slagkraft og eldri framboðin til auglýsinga í sjónvarpi og dagblöðum. En ég vil hvetja þig kjósandi góður til að kynna þér Bjarta framtíð, stefnu okkar og fjölbreyttan hóp frambjóðenda. Breytum stjórnmálunum. Vinnum að friði. Tölum af virðingu og sanngirni um hvert annað Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveim árum kom ég að stofnun nýs stjórnmálaflokks sem síðar fékk heitið Björt framtíð. Að flokknum stendur fólk sem kemur víða að og hefur að stórum hluta ekki komið nálægt flokkspólitík áður. Margir koma einnig úr ranni Besta flokksins í Reykjavík og sveitastjórnarmálum á landsbyggðinni. Markmiðið hefur frá upphafi verið að nálgast stjórnmálin með nýjum hætti. Í fyrstu, þegar fylgi framboðsins mældist við og undir 5%, fengum við gott ráðrúm til að kynna okkar stefnu og fólk. Í kjölfar þess að kjósendur sýndu stefnumálum okkar og nýrri nálgun frekari áhuga breyttist þó ýmislegt. Sumir aðrir frambjóðendur hafa undanfarið ekki ekki látið sér nægja að lýsa yfir frati á stefnu Bjartrar framtíðar, heldur slegið því fram á opinberum vettvangi að framboðið sé ekki annað „hækja“ annara framboðslista, „lítil“ úgáfa af flokkum sem fyrir eru. Yfirlýsingar sem þessar eru augljóslega gerðar í þeim tilgangi að veiða atkvæði til handa sjálfum sér. Í viðleitni annarra til að gera Bjarta framtíð að öðru stjórnmálaafli en það er í raun hafa stjórnmálaleiðtogar jafnvel gengið svo langt að tala um framboðið sem útibú í eigin flokki. Lýst því yfir að stefna okkar sé þunn og hafi að mestu komið fram áður. Margur heldur sig mig. Ég hvet íslenska kjósendur til að láta ekki ekki aðra pólitíkusa segja sér hvað Björt framtíð er og stendur fyrir. Taka frekar upplýsta ákvörðun og kynna sér framboðið, áherslurnar og fólkið sem þar býður fram krafta sína. Stefna okkar er skýr og afdráttarlaus. Við stundum ekki kosningaloforðspólitík. Við viljum klára samningana við Evrópusambandið og treystum þjóðinni til að ákveða framhaldið í bindandi þjóðaratkvæðisgreiðslu. Við erum óhrædd við að skoða nýja nálgun og breytingar á kerfinu. Við erum ekki í hagsmunagæslu fyrir ákveðna hópa heldur viljum vinna að bjartri framtíð fyrir allt Ísland. Við viljum auka aðgengi almennings að upplýsingum og setja alla opinbera þjónustu á einn stað á netinu. Auka gæði heilbrigðis- og menntakerfis, örva atvinnulífið og gera það fjölbreyttara. Við teljum nauðsynlegt skilgreina hver grunnþjónusta íbúa landsins sé sem lið í að sporna gegn fólksflótta úr byggðum landsins. Ef landsbyggðarþróun undanfarina ára heldur áfram fer illa, líf okkar Íslendinga verður fábreyttara. Björt framtíð er ekki ginnkeypt fyrir forsjárhyggju. Við viljum standa vörð um mannréttindi og að allar lagasetningar og stjórnvaldsaðgerðir taki mið af frelsi einstaklinga og samfélagshópa til sjálfstæðra, skapandi og ábyrgra athafna. Um nóg er að velja í kosningunum á laugardaginn. Bæði flokkar sem verið hafa verið við völd síðustu ár og áratugi, en einnig ný framboð. Við erum einn valkostur af mörgum. Sem nýtt framboð höfum ekki sama fjármagn og slagkraft og eldri framboðin til auglýsinga í sjónvarpi og dagblöðum. En ég vil hvetja þig kjósandi góður til að kynna þér Bjarta framtíð, stefnu okkar og fjölbreyttan hóp frambjóðenda. Breytum stjórnmálunum. Vinnum að friði. Tölum af virðingu og sanngirni um hvert annað
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun