Yrkir um fugla, fótbolta og blaðasöluárin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2013 15:30 Auðunn Gestsson Fyrrverandi blaðasali og núverandi ljóðskáld. Mynd/GVA Það hefur verið nóg að gera hjá Auðuni Gestssyni síðustu daga. Hann hefur tekið þátt í hátíðinni List án landamæra af lífi og sál og lesið upp úr nýju ljóðabókinni sinni, Ljóðin mín. Hún var gefin út í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis hans í febrúar og birtir fallega sýn hans á heiminn. Gunna, frænka Auðuns, er í heimsókn þegar blaðamaður bankar upp á hjá honum í vistlegu sambýli á Vesturbrún. Þar hefur hann stórt herbergi og einstaklega snyrtilegt. Íslenski fótboltinn er í uppáhaldi og litlir búningar helstu liðanna eru nældir upp á töflu. Fallegt fjallamálverk eftir hann sjálfan er ofan við skrifborðið og mynd af honum og vini hans Emil í Kattholti líka. „Við Emil erum tvíburabræður,“ segir Auðunn sposkur og fer með langa sögu um það þegar hann fór í heimsókn í Smálöndin sem lítill strákur og Emil faðmaði hann að sér en pabbinn dæsti og sagði: „Oh, er nú kominn annar prakkari í Kattholt.“ Flatey á Breiðafirði eru æskuslóðir Auðuns. Hann var einn af sjö systkinum en var kornungur þegar hann missti mömmu sína. Þá tók stóra systir hans Gerður við og hjá henni bjó hann þar til fyrir fjórum árum. Hann fór síðast til Flateyjar ekki alls fyrir löngu en saknaði bæði sjónvarpsins og þess að fá ekki blöðin daglega. Auðunn á margar minningar úr blaðasölunni. Hann bar blöðin niður Laugaveginn og átti sína föstu viðskiptavini. „Ég var oft hjá Pósthúsinu niðri í bæ og líka nálægt Dómkirkjunni, þar seldi ég þingmönnunum blöð. Ég þekkti þá alla. En ég tók hornið hans Óla við Apótekið þegar hann hætti og leyfði blaðsölukrökkunum líka að vera hjá mér.“ Hann segir víetnömsku krakkana hafa verið sérstaka vini sína. Auðunn klippir úr blöðunum greinar og myndir um íslenska boltann. Líka fuglamyndir. Öllu raðar hann snyrtilega í skúffur. „Ég fór beint í fótboltann þegar ég kom til Reykjavíkur. Hélt mikið með Þrótturum en er gamall Víkingur og einu sinni hélt ég líka með KR.“ Hann kveðst hafa fengið treyjur margra liða í jóla-og afmælisgjafir og klæðast þeim þegar við á. Uppi á vegg hanga medalíur frá Vísi og í glugganum eru bikarar, einn fékk hann þegar hann var kjörinn blaðakóngur og annan hlaut hann fyrir frammistöðu í skák hjá DV. Eftir blaðasöluárin fór Auðunn að dvelja í Lækjarási hluta úr degi og fást þar við ýmis verkefni. Listrænir hæfileikar komu þá líka betur í ljós og hann fór að yrkja og mála. Ljóðabókin hans er uppseld í bili en ný prentun væntanleg. „Svo ætla ég að gefa út aðra bók í haust,“ segir hann ákveðinn. Úr bókinni Ljóðin mínLitla stúlkan í Gullsmáranumalltaf með sælgæti inni í skáp.Hún setur sælgætið í dollu fyrir drenginn sinnog lætur hann taka það með sér heim í Sólheima.Hann gefur elstu systur með sérmeðan þau sitja og horfa á Leiðarljós. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera hjá Auðuni Gestssyni síðustu daga. Hann hefur tekið þátt í hátíðinni List án landamæra af lífi og sál og lesið upp úr nýju ljóðabókinni sinni, Ljóðin mín. Hún var gefin út í tilefni sjötíu og fimm ára afmælis hans í febrúar og birtir fallega sýn hans á heiminn. Gunna, frænka Auðuns, er í heimsókn þegar blaðamaður bankar upp á hjá honum í vistlegu sambýli á Vesturbrún. Þar hefur hann stórt herbergi og einstaklega snyrtilegt. Íslenski fótboltinn er í uppáhaldi og litlir búningar helstu liðanna eru nældir upp á töflu. Fallegt fjallamálverk eftir hann sjálfan er ofan við skrifborðið og mynd af honum og vini hans Emil í Kattholti líka. „Við Emil erum tvíburabræður,“ segir Auðunn sposkur og fer með langa sögu um það þegar hann fór í heimsókn í Smálöndin sem lítill strákur og Emil faðmaði hann að sér en pabbinn dæsti og sagði: „Oh, er nú kominn annar prakkari í Kattholt.“ Flatey á Breiðafirði eru æskuslóðir Auðuns. Hann var einn af sjö systkinum en var kornungur þegar hann missti mömmu sína. Þá tók stóra systir hans Gerður við og hjá henni bjó hann þar til fyrir fjórum árum. Hann fór síðast til Flateyjar ekki alls fyrir löngu en saknaði bæði sjónvarpsins og þess að fá ekki blöðin daglega. Auðunn á margar minningar úr blaðasölunni. Hann bar blöðin niður Laugaveginn og átti sína föstu viðskiptavini. „Ég var oft hjá Pósthúsinu niðri í bæ og líka nálægt Dómkirkjunni, þar seldi ég þingmönnunum blöð. Ég þekkti þá alla. En ég tók hornið hans Óla við Apótekið þegar hann hætti og leyfði blaðsölukrökkunum líka að vera hjá mér.“ Hann segir víetnömsku krakkana hafa verið sérstaka vini sína. Auðunn klippir úr blöðunum greinar og myndir um íslenska boltann. Líka fuglamyndir. Öllu raðar hann snyrtilega í skúffur. „Ég fór beint í fótboltann þegar ég kom til Reykjavíkur. Hélt mikið með Þrótturum en er gamall Víkingur og einu sinni hélt ég líka með KR.“ Hann kveðst hafa fengið treyjur margra liða í jóla-og afmælisgjafir og klæðast þeim þegar við á. Uppi á vegg hanga medalíur frá Vísi og í glugganum eru bikarar, einn fékk hann þegar hann var kjörinn blaðakóngur og annan hlaut hann fyrir frammistöðu í skák hjá DV. Eftir blaðasöluárin fór Auðunn að dvelja í Lækjarási hluta úr degi og fást þar við ýmis verkefni. Listrænir hæfileikar komu þá líka betur í ljós og hann fór að yrkja og mála. Ljóðabókin hans er uppseld í bili en ný prentun væntanleg. „Svo ætla ég að gefa út aðra bók í haust,“ segir hann ákveðinn. Úr bókinni Ljóðin mínLitla stúlkan í Gullsmáranumalltaf með sælgæti inni í skáp.Hún setur sælgætið í dollu fyrir drenginn sinnog lætur hann taka það með sér heim í Sólheima.Hann gefur elstu systur með sérmeðan þau sitja og horfa á Leiðarljós.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira