Styðjum Samfylkinguna Rannveig Guðmundsdóttir skrifar 26. apríl 2013 15:00 Við sem á sínum tíma lögðum saman kraftana í Alþýðuflokk, í Alþýðubandalagi og Kvennalista vorum svo bjartsýn á að við værum að breyta stjórnmálunum til góðs. Að saman yrðum við sterk. Okkar flokkur væri bara bundinn einum hagsmunahópi, það er fjölskyldunum í landinu. Það var framtíðarsýn okkar að Samfylkingin myndi alltaf setja heimilin í forgang. Hugmyndafræði jafnaðarmanna er engu síður hugsjón en pólitík. Stóra baráttumál Samfylkingarinnar er alltaf að tryggja öllum vinnu og fjölskyldum af öllu tagi félagslega réttlátt umhverfi og skapa þannig öflugt öryggisnet um uppvaxtarskilyrði allra barna. Þess vegna hefur það verið stór þáttur í framtíðarsýn jafnaðarmanna að gera allt sem hægt er til að tryggja stöðugleika og komast út úr því efnahagsumhverfi sem hefur skapað svo mikla erfiðleika fyrir heimilin gegnum tíðina. Miðað við þessi grundvallarstefnumið var það rétt frá okkar sjónarhóli að leiða ríkisstjórn eftir hrunið þó allir vissu að það yrði óhemju erfitt og örugglega hrikalega vanþakklátt. Samfylkingin setti sér það markmið að vinna að endurreisninni með hagsmuni heimilanna í algjörum forgangi og að dreifa byrðum þannig að þeir sem minnst hefðu væru varðir. Það má vera að Samfylkingin hafi ekki gert allt eins og okkar fólki líkaði og að betur hafi mátt gera en það er alveg ljóst að Samfylkingin hefur gert eins vel og henni fannst unnt á þessum erfiða tíma. Nú eru þáttaskil. Kosningar framundan og kjörtímabil gert upp. Aldrei hafa fleiri framboð komið fram og eitt eiga þau öll sameiginlegt. Þau segja öll: “nú get ég“. Nú er hægt að bjóða gull og græna skóga. Og gera allt sem allir þrá eftir aðeins fjögur ár frá því við lentum í hyldýpinu. Í sjálfu sér er það mikil viðurkenning fyrir stjórnarflokkana og ekki síst fyrir Samfylkinguna burðarflokkinn í ríkisstjórninni. En kjósendur okkar eru ekki allir með okkur. En það er núna sem jafnaðarmenn þurfa að standa saman. Samfylkingin þarf stuðning núna. Þess vegna hvet ég ykkur öll sem eruð með stóra jafnaðarmannahjartað. Stöndum nú saman. Við sem höfum sömu lífsýn. Ekki afhenda uppskeruna af erfiðleikum liðins kjörtímabils til flokka sem við vitum að hafa aldrei haft þennan jöfnuð að leiðarljósi. Látum hjartað ráða og kjósum Samfylkinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem á sínum tíma lögðum saman kraftana í Alþýðuflokk, í Alþýðubandalagi og Kvennalista vorum svo bjartsýn á að við værum að breyta stjórnmálunum til góðs. Að saman yrðum við sterk. Okkar flokkur væri bara bundinn einum hagsmunahópi, það er fjölskyldunum í landinu. Það var framtíðarsýn okkar að Samfylkingin myndi alltaf setja heimilin í forgang. Hugmyndafræði jafnaðarmanna er engu síður hugsjón en pólitík. Stóra baráttumál Samfylkingarinnar er alltaf að tryggja öllum vinnu og fjölskyldum af öllu tagi félagslega réttlátt umhverfi og skapa þannig öflugt öryggisnet um uppvaxtarskilyrði allra barna. Þess vegna hefur það verið stór þáttur í framtíðarsýn jafnaðarmanna að gera allt sem hægt er til að tryggja stöðugleika og komast út úr því efnahagsumhverfi sem hefur skapað svo mikla erfiðleika fyrir heimilin gegnum tíðina. Miðað við þessi grundvallarstefnumið var það rétt frá okkar sjónarhóli að leiða ríkisstjórn eftir hrunið þó allir vissu að það yrði óhemju erfitt og örugglega hrikalega vanþakklátt. Samfylkingin setti sér það markmið að vinna að endurreisninni með hagsmuni heimilanna í algjörum forgangi og að dreifa byrðum þannig að þeir sem minnst hefðu væru varðir. Það má vera að Samfylkingin hafi ekki gert allt eins og okkar fólki líkaði og að betur hafi mátt gera en það er alveg ljóst að Samfylkingin hefur gert eins vel og henni fannst unnt á þessum erfiða tíma. Nú eru þáttaskil. Kosningar framundan og kjörtímabil gert upp. Aldrei hafa fleiri framboð komið fram og eitt eiga þau öll sameiginlegt. Þau segja öll: “nú get ég“. Nú er hægt að bjóða gull og græna skóga. Og gera allt sem allir þrá eftir aðeins fjögur ár frá því við lentum í hyldýpinu. Í sjálfu sér er það mikil viðurkenning fyrir stjórnarflokkana og ekki síst fyrir Samfylkinguna burðarflokkinn í ríkisstjórninni. En kjósendur okkar eru ekki allir með okkur. En það er núna sem jafnaðarmenn þurfa að standa saman. Samfylkingin þarf stuðning núna. Þess vegna hvet ég ykkur öll sem eruð með stóra jafnaðarmannahjartað. Stöndum nú saman. Við sem höfum sömu lífsýn. Ekki afhenda uppskeruna af erfiðleikum liðins kjörtímabils til flokka sem við vitum að hafa aldrei haft þennan jöfnuð að leiðarljósi. Látum hjartað ráða og kjósum Samfylkinguna.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun