Ísland er ekkert eins og Einar Karl Haraldsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Bandaríski sjónlistamaðurinn og rithöfundurinn Roni Horn hefur í hugleiðingum sínum lýst Íslandi sem útivinnustofu í ótakmörkuðum mælikvarða og nýnæmi – stað þar sem hún geti týnt sér og fundið sig og vilji deila með öðrum í verkum sínum síðar meir og annars staðar. Þessi hugsýn Roni Horn, sem meðal annars skapaði Vatnasafnið í Stykkishólmi, er samstofna hughrifum margra ferðamanna sem sækja landið heim. Um það sannfærðumst við sem stöndum að verkefninu Ísland allt árið þegar við brugðum á leik og báðum vini þess á Fésbókinni að setja sig í fótspor landnámsmanna. Nafnaleikurinn fólst í því að nefna Ísland út frá fyrstu upplifun af landinu og segja söguna sem því fylgdi. Íslendingar hafa gaman af sögum og leik að orðum og við stærum okkur af því að sjá aftur til upphafs þjóðarinnar. Dægradvölin á Fésbókinni fólst því í að tengja ferðamanninn við þessa þætti sem eru ekki hinir verstu í okkar fari. Elskað barn á ótal nöfn, segir í norrænum málshætti, og það sem nafnaleikurinn leiddi í ljós er að ferðamenn verða ástfangnir af Íslandi af mörgum og mismunandi ástæðum og langar að segja sögur af þeim rómans. Tuttugu þeirra má lesa og líta á Austurvelli næstu vikur.Ævintýrahrollurinn Jenny Hamilton, ung kona frá Maryland í Bandaríkjunum, lagði til heitið Ísland er mitt Villumst-í-land! eða Týnumst-í-land! – (e. Let’s- get- lost land). Ekki beinlínis eins og kjörauglýsing frá Landsbjörgu en hittir á tilfinningataugina. Og það hríslast um mann ævintýrahrollur þegar saga Jennýar, sem styður við nafngift hennar, er lesin: „Stundum langar mig að villast. Mig langar að lenda í ævintýri, ráfa um, reyna eitthvað sem er utan við minn heimareit. Ég hafði heyrt um stórbrotna fegurð Íslands. En ég gat ekki gert mér í hugarlund hvernig það yrði að þræða Austfirðina undir svífandi klettum og eftir ögrum skorinni strandlengju á vegum sem aldrei ætluðu að enda. Og á meðan ég og eiginmaður minni James fórum þessa eyðilegu vegi – ekki svo stundum heldur dögum skipti– þá hættum við að hugsa um ferðaáætlanir eða „verð-að-sjá-“ og „að-gera-lista“ og týndum okkur í stað og stund. Mér lærðist að skilja gamla máltækið: Það er ferðalagið sem er málið ekki áfangastaðurinn. Á Íslandi er það ferðin sem er málið. Og það er þessi minning um Ísland sem heillar mig enn: Augnablikið þegar ég skildist við sjálfa mig og týndist inn í þessa villtu og ástfólgnu veröld. Það er þetta sem gerir Ísland að mínu könnunarlandi og fær mig til að gerast ævintýrakona og segja: Við skulum villast!“Finna landið og sjálfan sig Svona er Íslandssýn tveggja bandarískra kvenna, Roni Horn og Jenny Hamilton. En er hún svo ólík upplifun okkrar sjálfra? Huldar Breiðfjörð kvaddi Kaffibarinn og fór í tveggja mánaða hringferð um landið á Lapplander um hávetur eins og hann lýsir í ferðasögunni Góðir Íslendingar 1998: „Ísland var ekkert eins og. Það var ekkert eins og það og sjálft var það aldrei eins.“ Týndur borgarstrákur fann Ísland og kannski sjálfan sig um leið á sömu Austfjarðavegum og Jenny og James. Friðrika Benónýsdóttir er á villuspori í leiðara Fréttablaðsins 24. apríl þegar hún heldur að í nafnaleiknum felist einhverjar efasemdir um Ísland sem spjót og skjöld í markaðs- og kynningarstarfi. Þvert á móti eru þeir sem standa að Íslandi allt árið þekktir fyrir það að vilja hafa Ísland í forgrunni alls markaðsstarfs sem rekið er frá Íslandi, hvort sem um er að ræða kynningu á vöru eða þjónustu eða almenna landkynningu. Við teljum að reynslan sýni að það sé okkar langsterkasti leikur því Ísland er ekkert eins og. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Bandaríski sjónlistamaðurinn og rithöfundurinn Roni Horn hefur í hugleiðingum sínum lýst Íslandi sem útivinnustofu í ótakmörkuðum mælikvarða og nýnæmi – stað þar sem hún geti týnt sér og fundið sig og vilji deila með öðrum í verkum sínum síðar meir og annars staðar. Þessi hugsýn Roni Horn, sem meðal annars skapaði Vatnasafnið í Stykkishólmi, er samstofna hughrifum margra ferðamanna sem sækja landið heim. Um það sannfærðumst við sem stöndum að verkefninu Ísland allt árið þegar við brugðum á leik og báðum vini þess á Fésbókinni að setja sig í fótspor landnámsmanna. Nafnaleikurinn fólst í því að nefna Ísland út frá fyrstu upplifun af landinu og segja söguna sem því fylgdi. Íslendingar hafa gaman af sögum og leik að orðum og við stærum okkur af því að sjá aftur til upphafs þjóðarinnar. Dægradvölin á Fésbókinni fólst því í að tengja ferðamanninn við þessa þætti sem eru ekki hinir verstu í okkar fari. Elskað barn á ótal nöfn, segir í norrænum málshætti, og það sem nafnaleikurinn leiddi í ljós er að ferðamenn verða ástfangnir af Íslandi af mörgum og mismunandi ástæðum og langar að segja sögur af þeim rómans. Tuttugu þeirra má lesa og líta á Austurvelli næstu vikur.Ævintýrahrollurinn Jenny Hamilton, ung kona frá Maryland í Bandaríkjunum, lagði til heitið Ísland er mitt Villumst-í-land! eða Týnumst-í-land! – (e. Let’s- get- lost land). Ekki beinlínis eins og kjörauglýsing frá Landsbjörgu en hittir á tilfinningataugina. Og það hríslast um mann ævintýrahrollur þegar saga Jennýar, sem styður við nafngift hennar, er lesin: „Stundum langar mig að villast. Mig langar að lenda í ævintýri, ráfa um, reyna eitthvað sem er utan við minn heimareit. Ég hafði heyrt um stórbrotna fegurð Íslands. En ég gat ekki gert mér í hugarlund hvernig það yrði að þræða Austfirðina undir svífandi klettum og eftir ögrum skorinni strandlengju á vegum sem aldrei ætluðu að enda. Og á meðan ég og eiginmaður minni James fórum þessa eyðilegu vegi – ekki svo stundum heldur dögum skipti– þá hættum við að hugsa um ferðaáætlanir eða „verð-að-sjá-“ og „að-gera-lista“ og týndum okkur í stað og stund. Mér lærðist að skilja gamla máltækið: Það er ferðalagið sem er málið ekki áfangastaðurinn. Á Íslandi er það ferðin sem er málið. Og það er þessi minning um Ísland sem heillar mig enn: Augnablikið þegar ég skildist við sjálfa mig og týndist inn í þessa villtu og ástfólgnu veröld. Það er þetta sem gerir Ísland að mínu könnunarlandi og fær mig til að gerast ævintýrakona og segja: Við skulum villast!“Finna landið og sjálfan sig Svona er Íslandssýn tveggja bandarískra kvenna, Roni Horn og Jenny Hamilton. En er hún svo ólík upplifun okkrar sjálfra? Huldar Breiðfjörð kvaddi Kaffibarinn og fór í tveggja mánaða hringferð um landið á Lapplander um hávetur eins og hann lýsir í ferðasögunni Góðir Íslendingar 1998: „Ísland var ekkert eins og. Það var ekkert eins og það og sjálft var það aldrei eins.“ Týndur borgarstrákur fann Ísland og kannski sjálfan sig um leið á sömu Austfjarðavegum og Jenny og James. Friðrika Benónýsdóttir er á villuspori í leiðara Fréttablaðsins 24. apríl þegar hún heldur að í nafnaleiknum felist einhverjar efasemdir um Ísland sem spjót og skjöld í markaðs- og kynningarstarfi. Þvert á móti eru þeir sem standa að Íslandi allt árið þekktir fyrir það að vilja hafa Ísland í forgrunni alls markaðsstarfs sem rekið er frá Íslandi, hvort sem um er að ræða kynningu á vöru eða þjónustu eða almenna landkynningu. Við teljum að reynslan sýni að það sé okkar langsterkasti leikur því Ísland er ekkert eins og.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun