Hve lengi er hægt að bíða og vona? Fanný Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Í gegnum árin hef ég með ýmsum hætti komið að jafnréttismálum og fylgst með þeirri sjálfsögðu mannréttindabaráttu sem jöfn staða kynjanna er. Á öllum sviðum samfélagsins verða konur jafnt sem karlar að fá tækifæri til að nýta hæfileika sína. Kynin eru ekki eins – og það er kostur. Því tapar samfélagið á því að fá ekki notið reynsluheims kvenna sem er annar en reynsluheimur karla. Í stefnu Framsóknarflokksins stendur að jafnrétti sé eitt af grunnstefjum samvinnu- og framsóknarstefnunnar og mikilvægt að nálgast jafnrétti sem réttlætismál fyrir bæði kynin. Vinna beri að því að draga úr ríkjandi kynjaskiptingu á vinnumarkaði, standa vörð um lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja og eyða beri kynbundnum launamun. Nýjar tölur sýna okkur að verulega hallar á konur í stjórnendastöðum, s.s. í stétt framkvæmdastjóra fyrirtækja, forstöðumanna ríkisstofnana og meðal hæstaréttardómara. Framsóknarflokkurinn vill berjast gegn neikvæðum staðalímyndum kynjanna og leggur áherslu á jafna þátttöku kynjanna í skipulögðu æskulýðs-, menningar- og tómstundastarfi. Það þarf að gera kröfur til þeirra sem halda úti starfi fyrir börn og unglinga að fjármagn frá hinu opinbera nýtist að jöfnu báðum kynjum. Enn er viðvarandi launamunur kynjanna, kvennastéttir dragast aftur úr viðmiðunarstéttum í launum og ráðherrar gerast brotlegir við jafnréttislög. Almenningur hristir aðeins höfuðið og í raun gerist ekkert. Það er eins og baráttan um jafnrétti kvenna og karla gangi yfir í bylgjum og á allra síðustu árum finnst mér eins og dregið hafi úr almennri jafnréttisumræðu. Árið 2005 hóf þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins vinnu við að útfæra leiðir til jafnlaunavottunar. Frá árinu 2008 hefur núverandi ríkisstjórn unnið að því að útbúa jafnlaunastaðal, fyrst var áætlað að ljúka staðlinum fyrir árslok 2009 en því miður er verkinu enn ekki lokið. Vottunarstaðallinn sjálfur verður örugglega haldbært tæki í baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna og því ber að koma honum sem fyrst í gagnið. Í þessari endalausu baráttu um jöfn laun fyrir jafnverðmæt eða sömu störf þar sem ekkert annað en kynið skýrir launamuninn er vert að hrósa VR fyrir að hrinda í framkvæmd jafnlaunavottun á sínu starfssvæði. Þegar horft er til Alþingis sést að á núverandi þingi eru rúmlega 40% þingismanna konur. En eru blikur á lofti? Verða neikvæðar breytingar á kynjaskiptingunni eftir kosningarnar í vor? Á næsta þingi hefur engin kona setið lengur en frá 2003. Konur með langa og fjölbreytta þingreynslu gefa ekki kost á sér. Konur úr öllum flokkum hafa sagt sig frá þingsetu nema úr Hreyfingunni, en vert er að hafa í huga að þær hafa aðeins setið á þingi frá 2009. Hvað veldur þessu? Hvað segir það okkur um starfsumhverfi alþingismanna – starfsfyrirkomulag, starfsanda, álag og skort á trausti? En ekki má horfa fram hjá því sem er jákvætt og færir okkur sönnur þess að baráttan og upplýstar umræður bera árangur. Það má nefna aukna menntun kvenna, aðkomu þeirra að stjórnun fyrirtækja, opnari umræðu um neikvæð áhrif kláms og ofbeldis og aukna áhersla á jafnrétti í leik-, grunn- og framhaldsskólum. En höldum vöku okkar í jafnréttismálum, það má aldrei ímynda sér að verkinu sé lokið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í gegnum árin hef ég með ýmsum hætti komið að jafnréttismálum og fylgst með þeirri sjálfsögðu mannréttindabaráttu sem jöfn staða kynjanna er. Á öllum sviðum samfélagsins verða konur jafnt sem karlar að fá tækifæri til að nýta hæfileika sína. Kynin eru ekki eins – og það er kostur. Því tapar samfélagið á því að fá ekki notið reynsluheims kvenna sem er annar en reynsluheimur karla. Í stefnu Framsóknarflokksins stendur að jafnrétti sé eitt af grunnstefjum samvinnu- og framsóknarstefnunnar og mikilvægt að nálgast jafnrétti sem réttlætismál fyrir bæði kynin. Vinna beri að því að draga úr ríkjandi kynjaskiptingu á vinnumarkaði, standa vörð um lög um kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja og eyða beri kynbundnum launamun. Nýjar tölur sýna okkur að verulega hallar á konur í stjórnendastöðum, s.s. í stétt framkvæmdastjóra fyrirtækja, forstöðumanna ríkisstofnana og meðal hæstaréttardómara. Framsóknarflokkurinn vill berjast gegn neikvæðum staðalímyndum kynjanna og leggur áherslu á jafna þátttöku kynjanna í skipulögðu æskulýðs-, menningar- og tómstundastarfi. Það þarf að gera kröfur til þeirra sem halda úti starfi fyrir börn og unglinga að fjármagn frá hinu opinbera nýtist að jöfnu báðum kynjum. Enn er viðvarandi launamunur kynjanna, kvennastéttir dragast aftur úr viðmiðunarstéttum í launum og ráðherrar gerast brotlegir við jafnréttislög. Almenningur hristir aðeins höfuðið og í raun gerist ekkert. Það er eins og baráttan um jafnrétti kvenna og karla gangi yfir í bylgjum og á allra síðustu árum finnst mér eins og dregið hafi úr almennri jafnréttisumræðu. Árið 2005 hóf þáverandi félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins vinnu við að útfæra leiðir til jafnlaunavottunar. Frá árinu 2008 hefur núverandi ríkisstjórn unnið að því að útbúa jafnlaunastaðal, fyrst var áætlað að ljúka staðlinum fyrir árslok 2009 en því miður er verkinu enn ekki lokið. Vottunarstaðallinn sjálfur verður örugglega haldbært tæki í baráttunni fyrir jöfnum launum kynjanna og því ber að koma honum sem fyrst í gagnið. Í þessari endalausu baráttu um jöfn laun fyrir jafnverðmæt eða sömu störf þar sem ekkert annað en kynið skýrir launamuninn er vert að hrósa VR fyrir að hrinda í framkvæmd jafnlaunavottun á sínu starfssvæði. Þegar horft er til Alþingis sést að á núverandi þingi eru rúmlega 40% þingismanna konur. En eru blikur á lofti? Verða neikvæðar breytingar á kynjaskiptingunni eftir kosningarnar í vor? Á næsta þingi hefur engin kona setið lengur en frá 2003. Konur með langa og fjölbreytta þingreynslu gefa ekki kost á sér. Konur úr öllum flokkum hafa sagt sig frá þingsetu nema úr Hreyfingunni, en vert er að hafa í huga að þær hafa aðeins setið á þingi frá 2009. Hvað veldur þessu? Hvað segir það okkur um starfsumhverfi alþingismanna – starfsfyrirkomulag, starfsanda, álag og skort á trausti? En ekki má horfa fram hjá því sem er jákvætt og færir okkur sönnur þess að baráttan og upplýstar umræður bera árangur. Það má nefna aukna menntun kvenna, aðkomu þeirra að stjórnun fyrirtækja, opnari umræðu um neikvæð áhrif kláms og ofbeldis og aukna áhersla á jafnrétti í leik-, grunn- og framhaldsskólum. En höldum vöku okkar í jafnréttismálum, það má aldrei ímynda sér að verkinu sé lokið!
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun