Handbolti

Fer bikarinn á loft í kvöld?

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rakel Dögg Bragadóttir hefur spilað vel fyrir Stjörnuna.
Rakel Dögg Bragadóttir hefur spilað vel fyrir Stjörnuna. Fréttablaðið/Daníel
Stjarnan úr Garðabæ hefur komið allra liða mest á óvart í vetur. Síðustu ár hefur N1-deild kvenna verið tveggja hesta hlaup á milli Vals og Fram. Stjarnan hefur breytt því.

Stjörnustúlkur gerðu sér lítið fyrir og sendu Íslandsmeistara síðustu þriggja ára, Val, í sumarfrí í undanúrslitum deildarinnar og liðið er nú aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitilinn.

Stjarnan leiðir einvígið gegn Fram, 2-1, og til þess að verða meistari þarf liðið að afreka það sem ekki hefur tekist að gera í úrslitaeinvíginu – vinna heimaleik.

Útiliðið hefur unnið alla þrjá fyrstu leikina sem verður að teljast óvenjulegt. Takist Stjörnunni ekki að vinna í kvöld þá mætast liðin í oddaleik í Safamýrinni á sunnudag.

Leikurinn í Mýrinni í kvöld hefst klukkan 18.45 og verður hann í beinni textalýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.


Tengdar fréttir

Hanna: Hefð fyrir silfrinu í Safamýri

"Við vorum staðráðnar í að bæta fyrir síðasta leik og svo erum við búnar að ræða það að það er komin hefð fyrir því í Framheimilinu að fá silfrið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×