"Það verður að hafa fyrir þessu“ Bergsteinn Sigurðsson skrifar 7. maí 2013 17:00 Börkur Jónsson. „Þetta kom skemmtilega á óvart, en það er víst óvenjulegt að Reumert-verðlaunin falli útlendingi í skaut,“ segir Börkur Jónsson leikmyndahönnuður en leikmynd hans í sýningunni Bastarðar var valin leikmynd ársins á Reumert-hátíðinni, leiklistarverðlaunahátíð Dana, á sunnudagskvöld. Bastarðar er samstarfsverkefni Vesturports, Borgarleikhússins, Malmö Stadtsteater og Får302 í Kaupmannahöfn. Forvinna sýningarinnar var unnin af alþjóðlegum hópi á Íslandi í vor og lauk með tveimur forsýningum á Listahátíð og var verkið svo sýnt í Kaupmannahöfn og Malmö, áður en það fór í reglulegar sýningar á Stóra sviði Borgarleikhússins fyrr á leikárinu. Leikmynd Barkar var að sönnu stórbrotin; áhorfendur sátu í hring í kringum skógi vaxið svið, yfir því gnæfði málmgrind og á miðju sviðinu var djúpur hylur. „Þetta er að mörgu leyti sérstök leikmynd,“ segir Börkur, „mjög stór og kostaði mikla handavinnu. Hún umlykur áhorfendur og fyllir þannig vitin og sjónsviðið; það sitja allir inn í skóginum sem verkið gerist í. Svo var hún sýnd í tjaldi áður en við uppfærðum hana fyrir Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og það var líka mjög spennandi og tæknilega krefjandi.“ Börkur segist þó ekki geta metið hvort þetta sé hans best heppnaða leikmynd til þessa. „Hver leikmynd er utan um ákveðið verkefni og það er mjög erfitt að taka hana úr því samhengi og bera þær saman.“ Börkur hefur um nokkurt skeið verið í hópi fremstu leikmyndahönnuða landsins og unnið mikið með Vesturporti, þar sem umgjörðin skiptir ekki síst máli. Börkur segir það þó aldrei vera markmiðið að slá sér við á milli sýninga. „Maður hugsar bara hvert verkefni fyrir sig, það verður að vera þannig. Maður má ekki falla í þá gryfju að setja upp leikrit á öðrum forsendum en verksins sjálfs. En á hinn bóginn þá reyni ég líka að endurtaka mig ekki og setja mér markmið til að gera verkið krefjandi. Það verður að hafa fyrir þessu.“ Hann segir vinnuferlið með Vesturporti líka eiga vel við sig. „Það er allt opið og frjálst; allir hafa rétt á sinni skoðun og þær eru teknar til greina. Enginn er básaður af í eigin horni, enda er ekki hægt að vinna þannig í leikhúsi; það er ávísun á misheppnaða sýningu.“ Börkur segir vel mögulegt Reumert-verðlaunin eigi eftir að verða til þess að verkefnum utanlands fjölgi. Vesturport stefnir nú á að setja Hróa hött á svið í Bergen og því næst í Boston. „Hver veit nema sú sýning endi svo á Broadway.“Börkur segir leikmyndina að mörgu leyti óvenjulega, hún er mjög stór og útheimti mikla handavinnu enda umlykur hún áhorfendur og fylli sjónsviðið. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta kom skemmtilega á óvart, en það er víst óvenjulegt að Reumert-verðlaunin falli útlendingi í skaut,“ segir Börkur Jónsson leikmyndahönnuður en leikmynd hans í sýningunni Bastarðar var valin leikmynd ársins á Reumert-hátíðinni, leiklistarverðlaunahátíð Dana, á sunnudagskvöld. Bastarðar er samstarfsverkefni Vesturports, Borgarleikhússins, Malmö Stadtsteater og Får302 í Kaupmannahöfn. Forvinna sýningarinnar var unnin af alþjóðlegum hópi á Íslandi í vor og lauk með tveimur forsýningum á Listahátíð og var verkið svo sýnt í Kaupmannahöfn og Malmö, áður en það fór í reglulegar sýningar á Stóra sviði Borgarleikhússins fyrr á leikárinu. Leikmynd Barkar var að sönnu stórbrotin; áhorfendur sátu í hring í kringum skógi vaxið svið, yfir því gnæfði málmgrind og á miðju sviðinu var djúpur hylur. „Þetta er að mörgu leyti sérstök leikmynd,“ segir Börkur, „mjög stór og kostaði mikla handavinnu. Hún umlykur áhorfendur og fyllir þannig vitin og sjónsviðið; það sitja allir inn í skóginum sem verkið gerist í. Svo var hún sýnd í tjaldi áður en við uppfærðum hana fyrir Stóra sviðið í Borgarleikhúsinu og það var líka mjög spennandi og tæknilega krefjandi.“ Börkur segist þó ekki geta metið hvort þetta sé hans best heppnaða leikmynd til þessa. „Hver leikmynd er utan um ákveðið verkefni og það er mjög erfitt að taka hana úr því samhengi og bera þær saman.“ Börkur hefur um nokkurt skeið verið í hópi fremstu leikmyndahönnuða landsins og unnið mikið með Vesturporti, þar sem umgjörðin skiptir ekki síst máli. Börkur segir það þó aldrei vera markmiðið að slá sér við á milli sýninga. „Maður hugsar bara hvert verkefni fyrir sig, það verður að vera þannig. Maður má ekki falla í þá gryfju að setja upp leikrit á öðrum forsendum en verksins sjálfs. En á hinn bóginn þá reyni ég líka að endurtaka mig ekki og setja mér markmið til að gera verkið krefjandi. Það verður að hafa fyrir þessu.“ Hann segir vinnuferlið með Vesturporti líka eiga vel við sig. „Það er allt opið og frjálst; allir hafa rétt á sinni skoðun og þær eru teknar til greina. Enginn er básaður af í eigin horni, enda er ekki hægt að vinna þannig í leikhúsi; það er ávísun á misheppnaða sýningu.“ Börkur segir vel mögulegt Reumert-verðlaunin eigi eftir að verða til þess að verkefnum utanlands fjölgi. Vesturport stefnir nú á að setja Hróa hött á svið í Bergen og því næst í Boston. „Hver veit nema sú sýning endi svo á Broadway.“Börkur segir leikmyndina að mörgu leyti óvenjulega, hún er mjög stór og útheimti mikla handavinnu enda umlykur hún áhorfendur og fylli sjónsviðið.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Crocs skór nú einnig fyrir hunda Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira