Áskrifendum afþreyingarfyrirtækisins Netflix hefur fjölgað um 630 þúsund í Bandaríkjunum á þessu ári og hafa hlutabréf fyrirtækisins tvöfaldast um leið. Einnig hefur fyrirtækið bætt við sig 610 þúsund áskrifendum utan Bandaríkjanna og þá aðallega í Bretlandi og Brasilíu.
Netflix er kvikmyndaleiga á netinu sem leyfir áskifendum sínum að horfa á ótakmarkað magn af sjónvarpsefni og kvikmyndum fyrir örfáa dollara á mánuði.
Tekjur fyrirtækisins eru nú komnar í yfir einn milljarð dollar á öðrum ársfjórðungi, sem samsvarar um 120 milljörðum króna.
Stóran þátt í velgengni fyrirtækisins má rekja til sjónvarpsþáttanna Arrested Development sem komu í leiguna í maí síðastliðnum, en þættirnir hafa verið vinsælastir á leigunni síðan þá.
Viðskipti erlent