
Sigur Hinsegin daga í Reykjavík
Sem betur fer breyttist þetta fljótt og tæpum 10 árum síðar mættu 8 þúsund manns í Hinsegin göngu. 2002 náði fjöldinn 30 þúsund og á laugardag mun þátttakendum í gleðigöngu Hinsegin daga líða eins og allir landsmenn séu mættir. Það er samt ótrúlegt að hugsa til þess hvað það er stutt síðan nær enginn hafði áhuga á gleðigöngu samkynhneigðra. Einnig er með ólíkindum að hugsa til þess hversu langan tíma það tók okkur sem samfélag að virða grundvallarmannréttindi hinsegin fólks.
Samkynhneigðir og gagnkynhneigðir Íslendingar sátu ekki við sama borð hvað varðar samræðisaldur fyrr en árið 1992. Fram að því hafði fólki verið mismunað vegna kynhneigðar og það þótt ekkert tiltökumál. Lög um staðfesta samvist voru ekki samþykkt fyrr en 1996 og samkynhneigð pör máttu ekki ættleiða fram til ársins 2006. Já, kæri lesandi, árið 2006! Reyndar höfðu þeim verið leyfðar stjúpættlæðingar árið 2000 en prestar og forstöðufólk trúfélaga máttu ekki gifta homma og lesbíur fyrr en árið 2010. Það er fyrir þremur árum.
Í raun er óskiljanlegt að saga umburðarlyndis og sjálfsagðra mannréttinda handa samkynhneigðum sé jafn ung og raun ber vitni. Þau börn sem alast upp í dag munu eiga erfitt með að trúa því hvernig við komum fram við samkynhneigða. Í dag er það nefnilega þannig að hvert einasta leikskólabarn á Íslandi veit að sumt fólk er hinsegin og að það er sjálfsagt að hjón séu af sama kyni. Þegar þetta unga fólk verður fullorðið nálgumst við fullnaðarsigur gegn fordómum.
Stundum berast okkur fréttir úr sértrúarsöfnuðum hér á landi sem enn ala á fordómum gegn samkynhneigðum. Við megum aldrei þreytast á því að segja slíkar fréttir og fólk á að svara slíkri umræðu og reyna að uppræta fáfræðina og fordómana. Einnig er erfitt að heyra skelfileg tíðindi frá löndum eins og Rússlandi, en þar á fólk enn langt í land. Ástandið á Vesturlöndum er svolítið einstakt og meira að segja í Bandaríkjunum er óhætt að leyfa sér smá bjartsýni þessi misserin þegar kemur að réttindum samkynhneigðra. Hér á landi þurfum við helst að vara okkur á gleymskunni því það má ekki fenna yfir það hversu forpokuð og fávís við vorum á Íslandi fyrir svo skömmu síðan. Við megum vera stolt af hugarfarsbreytingu okkar og eigum að vera það. Það hefur náðst frábær árangur hér á litlu eyjunni okkar en við megum aldrei gleyma því hversu lengi hinsegin fólki var mismunað hér á landi. Aldrei.
Skoðun

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar