Lars: Þrír sigrar skila pottþétt öðru sætinu í riðlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2013 06:00 Mynd/Anton Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í gær hverjir munu tilheyra hópnum sem mætir Færeyingum í æfingaleik á miðvikudagskvöld í Laugardal. Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal er eini nýliðinn í hópnum en Lars valdi einnig Kristin Jónsson úr Breiðabliki í 22 manna hópinn sinn. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er fjarverandi, enda enn að jafna sig á axlarmeiðslum sem hann hlaut í landsleik gegn Slóvenum í júní. Þá ríkir óvissa með þátttöku Birkis Más Sævarssonar þar sem kona hans á von á barni. Leikurinn er sá eini sem landsliðið spilar í undirbúningi sínum fyrir leikina í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Liðið á fjóra leiki eftir, heimaleiki gegn Albaníu og Kýpur og útileiki gegn Sviss og Noregi. „Ef við vinnum þrjá leiki náum við pottþétt öðru sætinu í riðlinum,“ sagði Lagerbäck. Fyrsta sætið í riðlinum gefur sæti í lokakeppninni en annað sætið gefur að öllum líkindum sæti í umspili. „Það er ekki einu sinni víst að við þurfum að vinna þrjá leiki,“ sagði Svíinn. Lagerbäck var bjartsýnn á fundi með blaðamönnum í gær og sagði að möguleikinn á öðru sætinu væri svo sannarlega raunhæfur. „Við viljum koma á óvart og fara til Brasilíu,“ sagði Lagerbäck brosandi. Hannes Þór Halldórsson hefur verið fyrsti kostur í stöðu markvarðar undir stjórn Lagerbäcks, sem hefur þó tekið vel eftir frábærri frammistöðu Gunnleifs Gunnleifssonar með Blikum í sumar. Á sama tíma hefur Hannes verið mistækur. „Hannes ætti ekki að vera of öruggur með sæti sitt,“ sagði Lagerbäck sem fagnar samkeppninni. Hann hrósar einnig Gunnleifi sérstaklega fyrir fagmannlega og jákvæða framkomu þrátt fyrir mikla bekkjarsetu. Lars ræddi sérstaklega Aron Jóhannsson, sem valdi bandaríska landsliðið á dögunum fram yfir það íslenska. „Við vorum í samskiptum við hann nánast allt frá því ég tók við landsliðinu. Mér fannst samskiptin góð og ég hvatti hann til að velja Ísland,“ segir Lagerbäck. Nú hafi Aron hins vegar valið Bandaríkin og lítið sé hægt að gera við því. Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöldið klukkan 19.45. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, tilkynnti í gær hverjir munu tilheyra hópnum sem mætir Færeyingum í æfingaleik á miðvikudagskvöld í Laugardal. Stjörnumaðurinn Jóhann Laxdal er eini nýliðinn í hópnum en Lars valdi einnig Kristin Jónsson úr Breiðabliki í 22 manna hópinn sinn. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er fjarverandi, enda enn að jafna sig á axlarmeiðslum sem hann hlaut í landsleik gegn Slóvenum í júní. Þá ríkir óvissa með þátttöku Birkis Más Sævarssonar þar sem kona hans á von á barni. Leikurinn er sá eini sem landsliðið spilar í undirbúningi sínum fyrir leikina í undankeppni heimsmeistaramótsins 2014 í Brasilíu. Liðið á fjóra leiki eftir, heimaleiki gegn Albaníu og Kýpur og útileiki gegn Sviss og Noregi. „Ef við vinnum þrjá leiki náum við pottþétt öðru sætinu í riðlinum,“ sagði Lagerbäck. Fyrsta sætið í riðlinum gefur sæti í lokakeppninni en annað sætið gefur að öllum líkindum sæti í umspili. „Það er ekki einu sinni víst að við þurfum að vinna þrjá leiki,“ sagði Svíinn. Lagerbäck var bjartsýnn á fundi með blaðamönnum í gær og sagði að möguleikinn á öðru sætinu væri svo sannarlega raunhæfur. „Við viljum koma á óvart og fara til Brasilíu,“ sagði Lagerbäck brosandi. Hannes Þór Halldórsson hefur verið fyrsti kostur í stöðu markvarðar undir stjórn Lagerbäcks, sem hefur þó tekið vel eftir frábærri frammistöðu Gunnleifs Gunnleifssonar með Blikum í sumar. Á sama tíma hefur Hannes verið mistækur. „Hannes ætti ekki að vera of öruggur með sæti sitt,“ sagði Lagerbäck sem fagnar samkeppninni. Hann hrósar einnig Gunnleifi sérstaklega fyrir fagmannlega og jákvæða framkomu þrátt fyrir mikla bekkjarsetu. Lars ræddi sérstaklega Aron Jóhannsson, sem valdi bandaríska landsliðið á dögunum fram yfir það íslenska. „Við vorum í samskiptum við hann nánast allt frá því ég tók við landsliðinu. Mér fannst samskiptin góð og ég hvatti hann til að velja Ísland,“ segir Lagerbäck. Nú hafi Aron hins vegar valið Bandaríkin og lítið sé hægt að gera við því. Landsleikur Íslands og Færeyja fer fram á Laugardalsvelli á miðvikudagskvöldið klukkan 19.45.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Leik lokið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Í beinni: Arsenal - Newcastle | Newcastle getur komist upp fyrir Arsenal Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sjá meira