Aftur til hægri Katrín Jakobsdóttir skrifar 7. október 2013 07:00 Að mörgu leyti eru fjárlög mikilvægasta stefnuplagg stjórnvalda á hverjum tíma. Þar birtist forgangsröðun stjórnvalda. Undanfarin ár hefur fjárlagagerð hins vegar borið þess merki að hér varð hrun árið 2008, meðal annars með þeim afleiðingum að halli á ríkissjóði varð hátt í 200 milljarðar. Eðlilega hefur svigrúm stjórnvalda til að leggja pólitískar línur takmarkast af þeirri stöðu. Ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar lyfti grettistaki í að rétta við fjárhag ríkissjóðs. Um leið birtust pólitískar áherslur þar sem minna var skorið niður í heilbrigðis- og velferðarmálum og menntamálum en öðrum málaflokkum. Pólitískar áherslur birtust líka í því að tekna var aflað og því farin blönduð leið tekjuöflunar og niðurskurðar. Við gerð síðustu fjárlaga fyrir árið 2013 ákvað síðasta ríkisstjórn að setja enga niðurskurðarkröfu á Landspítalann. Enn fremur var ákveðið að fara í sérstaka tekjuöflun til að efla fjárfestingu í landinu. Leiðarljós fjárfestingaáætlunar var fjölbreytt atvinnuuppbygging á sviði ferðaþjónustu, byggingariðnaðar, rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina. Nú liggur fyrir fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar og stefnubreytingin er algjör. Aftur er haldið í niðurskurðarleiðangur og í staðinn afsalar ríkisstjórnin almenningi tekjum – t.d. með því að hætta við sérstakt veiðigjald og falla frá hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu. Boðað er að auðlegðarskattur verði ekki framlengdur og sama má segja um orkuskattinn. Í stað tekjuöflunar er meiri þungi á niðurskurð á grunnþjónustu. Grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu, framhaldsskóla og háskóla. Þá er boðuð aukin gjaldtaka og eru legugjöld á sjúklinga alræmdasta dæmið um það. Í stuttu máli ber fjárlagafrumvarpið skýrt vitni um að horfið er frá félagslegum áherslum og tekin upp skýr hægristefna. Síðast en ekki síst er horfið frá öllum hugmyndum um fjárfestingu og uppbyggingu. Eina atvinnuhugmynd nýrrar ríkisstjórnar er fleiri álver. Þegar langtímaáætlun í ríkisfjármálum er skoðuð má sjá að ekki er gert ráð fyrir neinum afgangi á fjárlögum 2015 og 2016. Það er því ekki stefnt á að greiða niður skuldir í fyrirsjáanlegri framtíð og það virðist engin von um uppbyggingu á innviðum. Þetta er framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Að mörgu leyti eru fjárlög mikilvægasta stefnuplagg stjórnvalda á hverjum tíma. Þar birtist forgangsröðun stjórnvalda. Undanfarin ár hefur fjárlagagerð hins vegar borið þess merki að hér varð hrun árið 2008, meðal annars með þeim afleiðingum að halli á ríkissjóði varð hátt í 200 milljarðar. Eðlilega hefur svigrúm stjórnvalda til að leggja pólitískar línur takmarkast af þeirri stöðu. Ríkisstjórn Vinstri-grænna og Samfylkingar lyfti grettistaki í að rétta við fjárhag ríkissjóðs. Um leið birtust pólitískar áherslur þar sem minna var skorið niður í heilbrigðis- og velferðarmálum og menntamálum en öðrum málaflokkum. Pólitískar áherslur birtust líka í því að tekna var aflað og því farin blönduð leið tekjuöflunar og niðurskurðar. Við gerð síðustu fjárlaga fyrir árið 2013 ákvað síðasta ríkisstjórn að setja enga niðurskurðarkröfu á Landspítalann. Enn fremur var ákveðið að fara í sérstaka tekjuöflun til að efla fjárfestingu í landinu. Leiðarljós fjárfestingaáætlunar var fjölbreytt atvinnuuppbygging á sviði ferðaþjónustu, byggingariðnaðar, rannsókna, nýsköpunar og skapandi greina. Nú liggur fyrir fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar og stefnubreytingin er algjör. Aftur er haldið í niðurskurðarleiðangur og í staðinn afsalar ríkisstjórnin almenningi tekjum – t.d. með því að hætta við sérstakt veiðigjald og falla frá hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu. Boðað er að auðlegðarskattur verði ekki framlengdur og sama má segja um orkuskattinn. Í stað tekjuöflunar er meiri þungi á niðurskurð á grunnþjónustu. Grunnþjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu, framhaldsskóla og háskóla. Þá er boðuð aukin gjaldtaka og eru legugjöld á sjúklinga alræmdasta dæmið um það. Í stuttu máli ber fjárlagafrumvarpið skýrt vitni um að horfið er frá félagslegum áherslum og tekin upp skýr hægristefna. Síðast en ekki síst er horfið frá öllum hugmyndum um fjárfestingu og uppbyggingu. Eina atvinnuhugmynd nýrrar ríkisstjórnar er fleiri álver. Þegar langtímaáætlun í ríkisfjármálum er skoðuð má sjá að ekki er gert ráð fyrir neinum afgangi á fjárlögum 2015 og 2016. Það er því ekki stefnt á að greiða niður skuldir í fyrirsjáanlegri framtíð og það virðist engin von um uppbyggingu á innviðum. Þetta er framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar