ÖBÍ er mikilvægt afl Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 12. október 2013 06:00 Öryrkjabandalag Íslands er mikilvægt afl í samfélaginu. Hlutverk þess sem regnhlífarsamtaka er að vera frumkvöðull og málsvari í málefnum fatlaðra, setja kúrsinn og vinna þétt með stjórnsýslunni til að tryggja hlut þeirra tuttugu og sjö þúsund einstaklinga sem standa að aðildarfélögum ÖBÍ. Um leið er bandalagið nauðsynlegur bakhjarl einstakra aðildarfélaga, smárra sem stórra, og vinnur með þeim að einstökum málefnum. Málefni öryrkja snerta enn fremur alla þjóðina. Það er allra hagur að einstaklingi sem vegna fötlunar þarf aðstoð á einn eða annan máta sé gert kleift að taka þátt í samfélaginu og skila sínu með stolti sem góður og gegn þjóðfélagsþegn. Annað brýtur gegn grundvallarmannréttindum og kostar samfélagið mun meira, hvort sem reiknað er í krónum eða með tilliti til samfélagslegra gilda. Um þessar mundir er verið að vinna úr gögnum viðhorfskönnunar sem ÖBÍ lét gera um sambandið. Tvennt stendur upp úr við fyrstu skoðun. Annars vegar sú neikvæða ímynd ÖBÍ sem birtist í samtölum við nokkra af okkar helstu tengiliðum innan stjórnsýslunnar. Þar kemur skýrt fram að viðmælendur vilja vinna náið með ÖBÍ en upplifa þess í stað fálæti og neikvætt viðmót. Hins vegar slær mig hversu litla samleið yngri félagsmenn telja sig eiga með bandalaginu. Haldi sú þróun áfram mun ÖBÍ einfaldlega veslast upp og deyja drottni sínum, fyrr en nokkurn grunar. Þessari þróun þarf að snúa við og það snarlega. Svo skýr skilaboð koma sjaldnast til af engu og forsagan hlýtur að teygja sig langt aftur. Yfirstjórn ÖBÍ og aðildarfélög þurfa að rýna djúpt í eigin rann af fullkominni einlægni. Hafa þor til að taka á erfiðum málum og leita lausna sem efla samtökin inn á við. Bandalagið þarf jafnframt að taka upp breytt vinnubrögð gagnvart hinu opinbera sem tryggja aðkomu þess að málefnum fatlaðra. Einungis lausnamiðuð vinnubrögð og samvinna geta tryggt að ekkert sé ákvarðað um okkar málefni án okkar aðkomu. Um leið fær ÖBÍ gullið tækifæri til að auka skilning almennings á málefnum bandalagsins og efla jafnframt sjálfsmynd skjólstæðinga sinna, ungra sem aldinna. Til þess að svo verði þarf öfluga og þróttmikla forystusveit sem getur unnið samhent að verkefninu. Skipta þarf út karlinum í brúnni og beita stíft án þess að skútan brotni. Með samhentu átaki getum við á skömmum tíma gert ÖBÍ sjóklárt og sett kúrsinn til betra samfélags með þátttöku, jafnræði og ábyrgð að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands er mikilvægt afl í samfélaginu. Hlutverk þess sem regnhlífarsamtaka er að vera frumkvöðull og málsvari í málefnum fatlaðra, setja kúrsinn og vinna þétt með stjórnsýslunni til að tryggja hlut þeirra tuttugu og sjö þúsund einstaklinga sem standa að aðildarfélögum ÖBÍ. Um leið er bandalagið nauðsynlegur bakhjarl einstakra aðildarfélaga, smárra sem stórra, og vinnur með þeim að einstökum málefnum. Málefni öryrkja snerta enn fremur alla þjóðina. Það er allra hagur að einstaklingi sem vegna fötlunar þarf aðstoð á einn eða annan máta sé gert kleift að taka þátt í samfélaginu og skila sínu með stolti sem góður og gegn þjóðfélagsþegn. Annað brýtur gegn grundvallarmannréttindum og kostar samfélagið mun meira, hvort sem reiknað er í krónum eða með tilliti til samfélagslegra gilda. Um þessar mundir er verið að vinna úr gögnum viðhorfskönnunar sem ÖBÍ lét gera um sambandið. Tvennt stendur upp úr við fyrstu skoðun. Annars vegar sú neikvæða ímynd ÖBÍ sem birtist í samtölum við nokkra af okkar helstu tengiliðum innan stjórnsýslunnar. Þar kemur skýrt fram að viðmælendur vilja vinna náið með ÖBÍ en upplifa þess í stað fálæti og neikvætt viðmót. Hins vegar slær mig hversu litla samleið yngri félagsmenn telja sig eiga með bandalaginu. Haldi sú þróun áfram mun ÖBÍ einfaldlega veslast upp og deyja drottni sínum, fyrr en nokkurn grunar. Þessari þróun þarf að snúa við og það snarlega. Svo skýr skilaboð koma sjaldnast til af engu og forsagan hlýtur að teygja sig langt aftur. Yfirstjórn ÖBÍ og aðildarfélög þurfa að rýna djúpt í eigin rann af fullkominni einlægni. Hafa þor til að taka á erfiðum málum og leita lausna sem efla samtökin inn á við. Bandalagið þarf jafnframt að taka upp breytt vinnubrögð gagnvart hinu opinbera sem tryggja aðkomu þess að málefnum fatlaðra. Einungis lausnamiðuð vinnubrögð og samvinna geta tryggt að ekkert sé ákvarðað um okkar málefni án okkar aðkomu. Um leið fær ÖBÍ gullið tækifæri til að auka skilning almennings á málefnum bandalagsins og efla jafnframt sjálfsmynd skjólstæðinga sinna, ungra sem aldinna. Til þess að svo verði þarf öfluga og þróttmikla forystusveit sem getur unnið samhent að verkefninu. Skipta þarf út karlinum í brúnni og beita stíft án þess að skútan brotni. Með samhentu átaki getum við á skömmum tíma gert ÖBÍ sjóklárt og sett kúrsinn til betra samfélags með þátttöku, jafnræði og ábyrgð að leiðarljósi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun