Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar 10. nóvember 2025 13:02 Hinn 17. október skutlaði fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem nefndin var beðin um að hækka skatta sem eru lagðir á ökutæki. Nei þarna er ekki á ferðinni hið sígilda frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki heldur sérstök tekjuaðgerð sem á að tryggja ríkinu 7,5 milljarða króna aukalega á næsta ári. Beiðninni má í raun líkja við beiðni unglings til föður sem berst í textaskilaboðum: Pops geturðu aurað p? (Á laxnesku: Kæri faðir, gætir þú lagt inn á mig einhverjar krónur, helst sem flestar, svo mér auðnist að draga fram lífið þennan guðsvolaða dag?) Um þetta hefur verið fjallað í grófum dráttum en þar sem ég hef lesið minnisblaðið finnst mér við hæfi að ég deili með ykkur fróðleiknum í aðeins fínni dráttum, á vonandi ekki alveg ólæsilegu máli. Hvað gerist? Fallist efnahags- og viðskiptanefnd á beiðni ráðuneytisins getur eftirfarandi gerst , að öllu óbreyttu, um næstu áramót: Verð á meðalrafmagnsbíl hækkar um 66 þúsund krónur. Verð á meðaltengiltvinnbíl sem brennir bensíni eða dísilolíu og er líka hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um 815 þúsund krónur. Verð á meðalbensínbíl hækkar um 847 þúsund krónur. Verð á meðaltvinnbíl sem gengur fyrir bensíni eða dísilolíu og er með rafhlöðu sem er ekki hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um rúmlega eina milljón króna. Verð á meðaldísilbíl hækkar um tæplega 1,5 milljónir króna. Meðalkassabíll sem gengur fyrir dísilolíu og er væntanlega einkum notaður til að dreifa vörum innanbæjar hækkar um tæpar 2,8 milljónir króna. En þetta er vitaskuld aðeins leiðrétting. Smáa letrið Hér að framan eru tekin tilbúin dæmi um meðalbíl eftir orkugjöfum til að varpa ljósi á hvaða áhrif tillögur ráðuneytisins hafa að meðaltali. Við útreikninga var stuðst við CIF-verðmæti úr innflutningsgögnum Hagstofu Íslands eftir orkugjöfum það sem af er ári ásamt meðallosun úr gögnum Samgöngustofu um nýskráningu ökutækja eftir orkugjöfum það sem af er ári. Niðurstöður um breytingar á vörugjaldi eru háðar forsendum um losun og innflutningsverð hvers bíls og því endurspegla dæmin ekki einstök tilvik sem geta ýmist reynst hærri eða lægri en í dæmunum hér að framan. Hækkun á verði rafmagnsbíla helgast af breytingu á styrkveitingum úr Loftslags- og orkusjóð um næstu áramót en á móti vinnur tillaga um lækkun vörugjalds. Tekið skal fram að það er í höndum hvers og eins fyrirtækis að ákveða að hve miklu leyti hækkun vörugjalda ratar út í verðlag. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Hinn 17. október skutlaði fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem nefndin var beðin um að hækka skatta sem eru lagðir á ökutæki. Nei þarna er ekki á ferðinni hið sígilda frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki heldur sérstök tekjuaðgerð sem á að tryggja ríkinu 7,5 milljarða króna aukalega á næsta ári. Beiðninni má í raun líkja við beiðni unglings til föður sem berst í textaskilaboðum: Pops geturðu aurað p? (Á laxnesku: Kæri faðir, gætir þú lagt inn á mig einhverjar krónur, helst sem flestar, svo mér auðnist að draga fram lífið þennan guðsvolaða dag?) Um þetta hefur verið fjallað í grófum dráttum en þar sem ég hef lesið minnisblaðið finnst mér við hæfi að ég deili með ykkur fróðleiknum í aðeins fínni dráttum, á vonandi ekki alveg ólæsilegu máli. Hvað gerist? Fallist efnahags- og viðskiptanefnd á beiðni ráðuneytisins getur eftirfarandi gerst , að öllu óbreyttu, um næstu áramót: Verð á meðalrafmagnsbíl hækkar um 66 þúsund krónur. Verð á meðaltengiltvinnbíl sem brennir bensíni eða dísilolíu og er líka hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um 815 þúsund krónur. Verð á meðalbensínbíl hækkar um 847 þúsund krónur. Verð á meðaltvinnbíl sem gengur fyrir bensíni eða dísilolíu og er með rafhlöðu sem er ekki hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um rúmlega eina milljón króna. Verð á meðaldísilbíl hækkar um tæplega 1,5 milljónir króna. Meðalkassabíll sem gengur fyrir dísilolíu og er væntanlega einkum notaður til að dreifa vörum innanbæjar hækkar um tæpar 2,8 milljónir króna. En þetta er vitaskuld aðeins leiðrétting. Smáa letrið Hér að framan eru tekin tilbúin dæmi um meðalbíl eftir orkugjöfum til að varpa ljósi á hvaða áhrif tillögur ráðuneytisins hafa að meðaltali. Við útreikninga var stuðst við CIF-verðmæti úr innflutningsgögnum Hagstofu Íslands eftir orkugjöfum það sem af er ári ásamt meðallosun úr gögnum Samgöngustofu um nýskráningu ökutækja eftir orkugjöfum það sem af er ári. Niðurstöður um breytingar á vörugjaldi eru háðar forsendum um losun og innflutningsverð hvers bíls og því endurspegla dæmin ekki einstök tilvik sem geta ýmist reynst hærri eða lægri en í dæmunum hér að framan. Hækkun á verði rafmagnsbíla helgast af breytingu á styrkveitingum úr Loftslags- og orkusjóð um næstu áramót en á móti vinnur tillaga um lækkun vörugjalds. Tekið skal fram að það er í höndum hvers og eins fyrirtækis að ákveða að hve miklu leyti hækkun vörugjalda ratar út í verðlag. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandsins.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar