Símakrókur, húsbóndaherbergi, bílastæði Hildur Sverrisdóttir skrifar 16. október 2013 06:00 Það er orðin alvarleg og aðkallandi krafa að ódýrara húsnæði fáist fyrir fólk í Reykjavík. Hið opinbera ætti hið snarasta að skoða hvaða leiðir það getur farið til að gera umhverfi húsnæðismarkaðarins mannsæmandi. Ein leið væri til að mynda að byrja á að endurskoða byggingareglugerðir með það í huga að það er fólkið en ekki kerfið sem á að fá að ráða því hvernig húsnæði er úr garði gert. Eitt af því sem hleypir upp kostnaði við íbúðarhúsnæði er krafa um bílastæði. Ef til dæmis á að byggja fjölbýlishús með bílakjallara kostar hvert og eitt bílastæði í þeim kjallara að meðaltali um fimm milljónir króna, sem bætist þá við útselt verð húsnæðisins. Íbúð sem í grunninn ætti að kosta 20 milljónir kostar þá 25 milljónir ef henni fylgir slíkt bílastæði. Þetta hefur viðgengist í nýbyggingum í Reykjavík og til að dulkóða þennan aukakostnað hefur mögulega í einhverjum tilvikum verið skellt inn Philippe Starck-baðkari og íbúðin svo kölluð lúxusíbúð til að réttlæta verðið. Það er mikilvægt að vita að það eru ekki baðkerin sem ýta upp verðinu, það eru bílastæðin. Fyrir marga er þessi aukakostnaður óþarfi og þá segir sig sjálft að það munar um minna fyrir þá sem eru til að mynda að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Kröfur til húsnæðis breytast. Breytt tækni þýðir að íbúðir eru ekki lengur hannaðar með „símakrók“. Með breytingum á kynhlutverkum hurfu „húsbóndaherbergin“ líka af teikningunum. Og það er ekki sjálfgefið að allir vilji búa í íbúð með bílastæði – af því að margir kjósa að eiga ekki bíl. Fólk á að minnsta kosti að eiga þann kost að kaupa ódýrari, bílastæðislausa íbúð. Þeir sem vilja íbúð með bílastæði væru áfram vel settir, af því að víðast hvar í borginni er gengið út frá ríflegu hlutfalli bílastæða. Þannig ætti borgin að þróast þannig að fólk eigi fleiri valkosti.Hagsmuna gætt Íbúar í nágrenni við nýbyggingar með lágu bílastæðahlutfalli geta hins vegar orðið uggandi um að fólk spari sér bílastæðakostnaðinn en leggi svo bara við hús nágrannans. Við þeim möguleika eiga borgaryfirvöld að bregðast við um leið, með því að tryggja að þeir sem keyptu íbúðirnar sínar með þeim kostnaði sem fylgir bílastæðum og gatnagerðargjöldum njóti þeirra réttinda áfram, til dæmis með íbúakortum. Það er vond lenska að borgin haldi þar að sér höndum og bíði eftir að íbúar kvarti þegar vandamál eru orðin að veruleika. Borgin á að líta á það sem sjálfsagt hlutverk sitt að girða strax fyrir þá fyrirsjáanlegu ósanngirni að íbúar missi réttmæt réttindi sín vegna ódýrara húsnæðis með færri bílastæðum í nágrenninu. Á dögunum var í borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt samhljóða deiliskipulag þar sem samþykktar voru stúdentaíbúðir sem brýn þörf er á að byggja. Íbúðirnar eru ódýrari þar sem gert er ráð fyrir færri bílastæðum en almennt hefur tíðkast. Nágrannar í hverfinu voru því uggandi yfir að bílastæðin þeirra yrðu nýtt af stúdentunum og því var samþykkt tillaga okkar sjálfstæðismanna að borgin færi strax í að skoða leiðir til að passa upp á hagsmuni íbúanna. Með slíkri meðvitund fyrir mismunandi hagsmunum og aðgerðum til að tryggja ætti þróun borgarinnar að geta boðið upp á fjölbreytilegri kosti fyrir fólk með ólíkan lífsstíl, án þess að þær heillavænu nýjungar verði til þess að gengið sé á rétt annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er orðin alvarleg og aðkallandi krafa að ódýrara húsnæði fáist fyrir fólk í Reykjavík. Hið opinbera ætti hið snarasta að skoða hvaða leiðir það getur farið til að gera umhverfi húsnæðismarkaðarins mannsæmandi. Ein leið væri til að mynda að byrja á að endurskoða byggingareglugerðir með það í huga að það er fólkið en ekki kerfið sem á að fá að ráða því hvernig húsnæði er úr garði gert. Eitt af því sem hleypir upp kostnaði við íbúðarhúsnæði er krafa um bílastæði. Ef til dæmis á að byggja fjölbýlishús með bílakjallara kostar hvert og eitt bílastæði í þeim kjallara að meðaltali um fimm milljónir króna, sem bætist þá við útselt verð húsnæðisins. Íbúð sem í grunninn ætti að kosta 20 milljónir kostar þá 25 milljónir ef henni fylgir slíkt bílastæði. Þetta hefur viðgengist í nýbyggingum í Reykjavík og til að dulkóða þennan aukakostnað hefur mögulega í einhverjum tilvikum verið skellt inn Philippe Starck-baðkari og íbúðin svo kölluð lúxusíbúð til að réttlæta verðið. Það er mikilvægt að vita að það eru ekki baðkerin sem ýta upp verðinu, það eru bílastæðin. Fyrir marga er þessi aukakostnaður óþarfi og þá segir sig sjálft að það munar um minna fyrir þá sem eru til að mynda að fjárfesta í sinni fyrstu íbúð. Kröfur til húsnæðis breytast. Breytt tækni þýðir að íbúðir eru ekki lengur hannaðar með „símakrók“. Með breytingum á kynhlutverkum hurfu „húsbóndaherbergin“ líka af teikningunum. Og það er ekki sjálfgefið að allir vilji búa í íbúð með bílastæði – af því að margir kjósa að eiga ekki bíl. Fólk á að minnsta kosti að eiga þann kost að kaupa ódýrari, bílastæðislausa íbúð. Þeir sem vilja íbúð með bílastæði væru áfram vel settir, af því að víðast hvar í borginni er gengið út frá ríflegu hlutfalli bílastæða. Þannig ætti borgin að þróast þannig að fólk eigi fleiri valkosti.Hagsmuna gætt Íbúar í nágrenni við nýbyggingar með lágu bílastæðahlutfalli geta hins vegar orðið uggandi um að fólk spari sér bílastæðakostnaðinn en leggi svo bara við hús nágrannans. Við þeim möguleika eiga borgaryfirvöld að bregðast við um leið, með því að tryggja að þeir sem keyptu íbúðirnar sínar með þeim kostnaði sem fylgir bílastæðum og gatnagerðargjöldum njóti þeirra réttinda áfram, til dæmis með íbúakortum. Það er vond lenska að borgin haldi þar að sér höndum og bíði eftir að íbúar kvarti þegar vandamál eru orðin að veruleika. Borgin á að líta á það sem sjálfsagt hlutverk sitt að girða strax fyrir þá fyrirsjáanlegu ósanngirni að íbúar missi réttmæt réttindi sín vegna ódýrara húsnæðis með færri bílastæðum í nágrenninu. Á dögunum var í borgarstjórn Reykjavíkur samþykkt samhljóða deiliskipulag þar sem samþykktar voru stúdentaíbúðir sem brýn þörf er á að byggja. Íbúðirnar eru ódýrari þar sem gert er ráð fyrir færri bílastæðum en almennt hefur tíðkast. Nágrannar í hverfinu voru því uggandi yfir að bílastæðin þeirra yrðu nýtt af stúdentunum og því var samþykkt tillaga okkar sjálfstæðismanna að borgin færi strax í að skoða leiðir til að passa upp á hagsmuni íbúanna. Með slíkri meðvitund fyrir mismunandi hagsmunum og aðgerðum til að tryggja ætti þróun borgarinnar að geta boðið upp á fjölbreytilegri kosti fyrir fólk með ólíkan lífsstíl, án þess að þær heillavænu nýjungar verði til þess að gengið sé á rétt annarra.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun