Vondur rekstur eða góður? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 31. október 2013 00:00 Það er eins og að aukin skuldsetning veki aldrei neina eftirtekt fyrr en eftir að skuldirnar hafa komið viðkomandi fyrirtæki eða stofnun í stórkostleg vandræði. Dæmin um þetta eru mýmörg, allt frá skuldasöfnun Orkuveitunnar í byrjun síðasta áratugar til skuldasöfnunar fjárfestingarfélaga árin fyrir hrun. Í stjórnmálum er þetta erfitt við að eiga. Sá sem er við völd matreiðir niðurstöðuna eftir eigin höfði og beinir kastljósinu að þægilegri hlutum en skuldasöfnuninni. Staðreyndin er sú að góður rekstur greiðir niður skuldir á meðan vondur rekstur eykur skuldir. Þegar þetta grundvallaratriði er skoðað hjá Reykjavíkurborg, þeim hluta rekstrarins sem snýr að kjarnanum í rekstri borgarinnar, sést að yfirstandandi kjörtímabil hefur reynst Reykvíkingum dýrt. Þegar núverandi meirihluti skilar lyklunum að borginni á næsta ári skilur hann eftir 17 milljarða viðbótarskuldir í fanginu á Reykvíkingum. Þegar hann tók við voru vaxtaberandi skuldir borgarinnar 5 milljarðar en verða 22 milljarðar í lok næsta árs. Þetta flokkast undir vondan rekstur. Viðbótarskuldir á kjörtímabilinu eru 350 þúsund krónur á hverja einustu fjölskyldu í Reykjavík. Og það versta er að aldrei áður hefur nokkur meirihluti skilað af sér áætlun með þvílíku gapi milli skatttekna og útgjalda til grunnþjónustu. Það á að sækja sjötíu milljarða í skatttekjur frá borgarbúum og það á að eyða áttatíu milljörðum til málaflokka borgarinnar. Mínusinn er tíu milljarðar. Hér er eytt um efni fram svo um munar. Þetta gerist á sama tíma og gjaldskrár hækka langt umfram verðlagsþróun. Hækkunin nemur 440 þúsund krónum á ári á hverja fjölskyldu í Reykjavík. Í samhengi jafnvægis í efnahagsmálum og kjarasamninga er þetta óábyrgt. Aðilar vinnumarkaðarins vilja gera kaupmáttarsamninga í stað þess að einblína á launahækkanir sem bæta í verðbólguna. Reykjavíkurborg kippir þannig einni af stoðunum undan möguleikunum á slíkum samningum og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Fjárhagsáætlun borgarinnar ætti að snúast um breytta forgangsröðun og hagræðingu. Meirihlutinn nefnir varla hagræðingaraðgerðir heldur talar um sókn á öllum sviðum. Sókn sem mun verða borgarbúum dýrkeypt verði blaðinu ekki snúið við hið fyrsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er eins og að aukin skuldsetning veki aldrei neina eftirtekt fyrr en eftir að skuldirnar hafa komið viðkomandi fyrirtæki eða stofnun í stórkostleg vandræði. Dæmin um þetta eru mýmörg, allt frá skuldasöfnun Orkuveitunnar í byrjun síðasta áratugar til skuldasöfnunar fjárfestingarfélaga árin fyrir hrun. Í stjórnmálum er þetta erfitt við að eiga. Sá sem er við völd matreiðir niðurstöðuna eftir eigin höfði og beinir kastljósinu að þægilegri hlutum en skuldasöfnuninni. Staðreyndin er sú að góður rekstur greiðir niður skuldir á meðan vondur rekstur eykur skuldir. Þegar þetta grundvallaratriði er skoðað hjá Reykjavíkurborg, þeim hluta rekstrarins sem snýr að kjarnanum í rekstri borgarinnar, sést að yfirstandandi kjörtímabil hefur reynst Reykvíkingum dýrt. Þegar núverandi meirihluti skilar lyklunum að borginni á næsta ári skilur hann eftir 17 milljarða viðbótarskuldir í fanginu á Reykvíkingum. Þegar hann tók við voru vaxtaberandi skuldir borgarinnar 5 milljarðar en verða 22 milljarðar í lok næsta árs. Þetta flokkast undir vondan rekstur. Viðbótarskuldir á kjörtímabilinu eru 350 þúsund krónur á hverja einustu fjölskyldu í Reykjavík. Og það versta er að aldrei áður hefur nokkur meirihluti skilað af sér áætlun með þvílíku gapi milli skatttekna og útgjalda til grunnþjónustu. Það á að sækja sjötíu milljarða í skatttekjur frá borgarbúum og það á að eyða áttatíu milljörðum til málaflokka borgarinnar. Mínusinn er tíu milljarðar. Hér er eytt um efni fram svo um munar. Þetta gerist á sama tíma og gjaldskrár hækka langt umfram verðlagsþróun. Hækkunin nemur 440 þúsund krónum á ári á hverja fjölskyldu í Reykjavík. Í samhengi jafnvægis í efnahagsmálum og kjarasamninga er þetta óábyrgt. Aðilar vinnumarkaðarins vilja gera kaupmáttarsamninga í stað þess að einblína á launahækkanir sem bæta í verðbólguna. Reykjavíkurborg kippir þannig einni af stoðunum undan möguleikunum á slíkum samningum og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Fjárhagsáætlun borgarinnar ætti að snúast um breytta forgangsröðun og hagræðingu. Meirihlutinn nefnir varla hagræðingaraðgerðir heldur talar um sókn á öllum sviðum. Sókn sem mun verða borgarbúum dýrkeypt verði blaðinu ekki snúið við hið fyrsta.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun