Milljarðagjöf Mikael Torfason skrifar 18. nóvember 2013 00:00 Makríll verður settur í kvótakerfi á næsta ári samkvæmt Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra, en á Stöð 2 fyrir viku sagði hann að veiðiheimildir yrðu miðaðar við aflareynslu skipa og þær yrðu með frjálsu framsali. Á mannamáli gæti þetta þýtt að líklega fá útgerðarmenn makrílkvóta nánast frítt og geta selt hann og veðsett eftir hentisemi. Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York, ritaði grein í Fréttablaðið á laugardag og bar upp mjög einfalda spurningu fyrir sjávarútvegsráðherra: ,,Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp?“ Það er nefnilega þannig að þarf ekki að vera samasemmerki á milli kvótakerfis og gjafakvóta. Kvótakerfið sem slíkt er ágætt og „hefur sýnt sig að vera gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt,“ svo vitnað sé í orð ráðherra sem segir margar þjóðir horfa „með aðdáunar- og öfundaraugum til okkar hvað það varðar“. Hingað til hafa makrílveiðar staðið utan kvótakerfis og í grein sem Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði í Fréttablaðið segir að frá 2010 hafi útflutningsverðmætið numið 70 milljörðum króna. Samkvæmt hans útreikningum ætti hagnaður útgerðanna af þessum veiðum að nema 45 milljörðum. Eflaust er hægt að rífast um þá tölu en greiðslur fyrir veiðiréttinn til ríkisins eru aðeins 2,4 milljarðar á þessum árum samkvæmt Kristni. Fyrirkomulagið er þannig að ráðherra hefur til þessa gefið út heildaraflamark og hafa mjög ólík skip haldið til veiða, frá hafi og upp í fjöruborð nánast, eins og komið hefur fram í fréttum. Í ráðuneytinu er nú verið að leita að ásættanlegri lausn um úthlutun kvóta á makríl og hefur ráðherra leitað eftir „samráði við útgerðarmenn“, jafnt stóra sem smáa. Jón Steinsson segir í grein sinni að auðvitað eigi makríll að fara inn í kvótakerfið en hann vill að leitað sé samráðs við þjóðina líka. Það að úthluta makrílkvóta með gamla laginu færir örfáum fyrirtækjum tugi milljarða á silfurfati. Jón segir að ráðherra hafi ekki haft samráð við skattgreiðendur eða sjúklinga á Landspítalanum. „Sátt“ í sjávarútvegsmálum snúist fyrst og síðast um að „útgerðarmenn séu sáttir og að þjóðin sé ávallt aukaatriði í því sambandi“. Auðvitað á að bjóða makrílkvóta hæstbjóðanda. Þetta eru verðmæti sem sjávarútvegsráðherra á að selja fyrir hönd þjóðarinnar. Þannig næst sátt við þjóðina um kvótakerfið sem er jú ágætis kerfi þegar öllu er á botninn hvolft. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra er sjávarútvegsráðherra Íslendinga allra en ekki bara sjávarútvegsráðherra útgerðarmanna. Jón Steinsson bendir á annan áhugaverðan punkt í grein sinni og það er að „sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfirski eiga sér stað í skorpum. Makríll var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem var hægt að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld“. Fjárfesting fyrirtækjanna er því óveruleg og engin rök sem mæla með því að gefa örfáum sægreifum milljarða í formi makrílkvóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Makríll verður settur í kvótakerfi á næsta ári samkvæmt Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra, en á Stöð 2 fyrir viku sagði hann að veiðiheimildir yrðu miðaðar við aflareynslu skipa og þær yrðu með frjálsu framsali. Á mannamáli gæti þetta þýtt að líklega fá útgerðarmenn makrílkvóta nánast frítt og geta selt hann og veðsett eftir hentisemi. Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York, ritaði grein í Fréttablaðið á laugardag og bar upp mjög einfalda spurningu fyrir sjávarútvegsráðherra: ,,Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp?“ Það er nefnilega þannig að þarf ekki að vera samasemmerki á milli kvótakerfis og gjafakvóta. Kvótakerfið sem slíkt er ágætt og „hefur sýnt sig að vera gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt,“ svo vitnað sé í orð ráðherra sem segir margar þjóðir horfa „með aðdáunar- og öfundaraugum til okkar hvað það varðar“. Hingað til hafa makrílveiðar staðið utan kvótakerfis og í grein sem Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði í Fréttablaðið segir að frá 2010 hafi útflutningsverðmætið numið 70 milljörðum króna. Samkvæmt hans útreikningum ætti hagnaður útgerðanna af þessum veiðum að nema 45 milljörðum. Eflaust er hægt að rífast um þá tölu en greiðslur fyrir veiðiréttinn til ríkisins eru aðeins 2,4 milljarðar á þessum árum samkvæmt Kristni. Fyrirkomulagið er þannig að ráðherra hefur til þessa gefið út heildaraflamark og hafa mjög ólík skip haldið til veiða, frá hafi og upp í fjöruborð nánast, eins og komið hefur fram í fréttum. Í ráðuneytinu er nú verið að leita að ásættanlegri lausn um úthlutun kvóta á makríl og hefur ráðherra leitað eftir „samráði við útgerðarmenn“, jafnt stóra sem smáa. Jón Steinsson segir í grein sinni að auðvitað eigi makríll að fara inn í kvótakerfið en hann vill að leitað sé samráðs við þjóðina líka. Það að úthluta makrílkvóta með gamla laginu færir örfáum fyrirtækjum tugi milljarða á silfurfati. Jón segir að ráðherra hafi ekki haft samráð við skattgreiðendur eða sjúklinga á Landspítalanum. „Sátt“ í sjávarútvegsmálum snúist fyrst og síðast um að „útgerðarmenn séu sáttir og að þjóðin sé ávallt aukaatriði í því sambandi“. Auðvitað á að bjóða makrílkvóta hæstbjóðanda. Þetta eru verðmæti sem sjávarútvegsráðherra á að selja fyrir hönd þjóðarinnar. Þannig næst sátt við þjóðina um kvótakerfið sem er jú ágætis kerfi þegar öllu er á botninn hvolft. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra er sjávarútvegsráðherra Íslendinga allra en ekki bara sjávarútvegsráðherra útgerðarmanna. Jón Steinsson bendir á annan áhugaverðan punkt í grein sinni og það er að „sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfirski eiga sér stað í skorpum. Makríll var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem var hægt að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld“. Fjárfesting fyrirtækjanna er því óveruleg og engin rök sem mæla með því að gefa örfáum sægreifum milljarða í formi makrílkvóta.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun