Framleiðendum dýrari bifreiða gengur þessi misseri vel að selja varning sinn, sér í lagi í Asíu, að því er fram kemur í umfjöllun IFS Greiningar.
Vísað er til nýbirtra talna BMW um að framleiðsla í nóvember hafi verið tæp 175 þúsund ökutæki og uppsöfnuð framleiðsla á árinu sé komin í tæplega 1,8 milljónir ökutækja.
„Báðar þessar tölur eru met í samanburði við eldri tímabil í sögu fyrirtækisins,“ segir í umfjöllun IFS.- óká
