Gylfi: Þetta snýst ekkert um hver er frekastur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2013 09:00 Gylfi Þór hefur ekki fengið mikið að spreyta sig hjá Tottenham eftir umspilsleikina á móti Króatíu en það breytist vonandi með nýjum stjóra. Mynd/Arnþór „Ég er í þessu til að byrja en ekki til að koma inn á. Vonandi verður þetta jákvæð breyting,“ segir landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Hafnfirðingurinn og félagar hjá Tottenham Hotspur sáu á eftir stjóra sínum, Portúgalanum Andre Villas-Boas, í vikunni. 5-0 tap fyrir Liverpool á heimavelli var kornið sem fyllti mælinn en liðið hafði áður tapað 6-0 fyrir Manchester City. „Það var komin smá pressa á kallinn strax eftir fyrstu leikina á tímabilinu,“ segir Gylfi. Hann minnir á að þótt liðið hafi verið að ná í þrjú stig hafi sigrarnir margir hverjir verið tæpir. „Svo koma City- og Liverpool-leikirnir. Ég held að þeir hafi klárað dæmið hjá grey kallinum.“ Tim Sherwood, sem gegndi hlutverki aðalþjálfara Spurs í tíð Villas-Boas, stýrir liðinu þangað til annað breytist. Hann hefur stýrt þremur æfingum í vikunni og er Gylfi ánægður með gang mála. Lagt sé upp með að spila sóknarbolta og pressa andstæðinginn hátt á vellinum. Tími er til kominn að mati Gylfa. „Við vorum að spila of hægan bolta. Þetta var of mikið dútl,“ segir miðjumaðurinn. Ekki fór vel í fyrsta leik Spurs undir stjórn Sherwoods. Liðið féll úr deildabikarnum gegn West Ham á heimavelli. Hið jákvæða við leikinn var sú staðreynd að Gylfa var falið það hlutverk að taka allar aukaspyrnur og hornspyrnur Spurs í leiknum.Mynd/NordicPhotos/GettySnýst ekki um frekju Sumir hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og sagt Gylfa einfaldlega ekki nógu frekan þegar Andros Townsend, Kyle Walker og aðrir liðsfélagar stíga fram og virðast fá sitt fram. „Þetta snýst ekkert um hver er frekastur,“ segir Gylfi og hlær. „Stjórinn valdi alltaf fyrir leiki hver ætti að taka spyrnurnar. Það er lítið hægt að segja við því.“ Hann vonast samt til að hlutverkið í leiknum gegn West Ham sé vísbending um það sem fram undan sé. Gylfi Þór hefur verið í sérstaklega litlu hlutverki í kjölfar umspilsleikjanna gegn Króatíu. Velta má fyrir sér hvort honum myndi henta að fara til annars liðs á láni. Það reyndist honum vel er hann var úti í kuldanum hjá Hoffenheim í Þýskalandi og var lánaður til Swansea. Þremur mánuðum síðar var Gylfi valinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni fyrstur Íslendinga. „Nei, það gerist nú ekki,“ segir Gylfi og markmiðið er jafnskýrt og áður. Að berjast fyrir sæti sínu í liðinu. Tímabilið hafi byrjað vel. Hann skoraði þrjú mörk í deild og eitt í bikar. „Eftir það fékk ég lítið að spila og það er mjög pirrandi,“ segir Gylfi Þór. Hann segist vera í fínu formi og vonast til að fá að spila meira á miðjunni en ekki úti á vinstri kanti.Tekur á að hanga á kantinum „Ég get talið á fingrum annarrar handar þau skipti sem ég hef spilað á miðjunni. Það er allt í lagi að leysa af á kantinum í tvo eða þrjá mánuði ef einhver meiðist. En að vera þar í eitt og hálft ár tekur svolítið á,“ segir landsliðsmaðurinn.Mynd/VilhelmÁrið sem senn er á enda hefur verið sérstaklega gæfuríkt fyrir okkar mann. Hann fór mikinn með Tottenham auk þess að fara fyrir karlalandsliðinu sem náði sínum besta árangri. Allt tekur þó enda og tapið fyrir Króatíu í Zagreb sveið sárt. Tapið sem þýddi að draumurinn um sæti á HM í Brasilíu var úti. „Fyrstu tvær vikurnar eftir leikinn hugsaði ég um þetta á hverjum degi,“ segir Gylfi sem gekk af velli með tár í augunum. „Það er grátlegt hvað við vorum nálægt þessu.“ Nú geti hann hins vegar litið stoltur um öxl og hann telur sig og félaga sína hafa lært mikið af tapinu í Zagreb. Mikið hafi unnist á árinu, umfjöllun og stemning í kringum landsliðið sé á mun jákvæðari nótum en áður og miklu skemmtilegra sé að koma heim í leikina.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/Getty Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
„Ég er í þessu til að byrja en ekki til að koma inn á. Vonandi verður þetta jákvæð breyting,“ segir landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Hafnfirðingurinn og félagar hjá Tottenham Hotspur sáu á eftir stjóra sínum, Portúgalanum Andre Villas-Boas, í vikunni. 5-0 tap fyrir Liverpool á heimavelli var kornið sem fyllti mælinn en liðið hafði áður tapað 6-0 fyrir Manchester City. „Það var komin smá pressa á kallinn strax eftir fyrstu leikina á tímabilinu,“ segir Gylfi. Hann minnir á að þótt liðið hafi verið að ná í þrjú stig hafi sigrarnir margir hverjir verið tæpir. „Svo koma City- og Liverpool-leikirnir. Ég held að þeir hafi klárað dæmið hjá grey kallinum.“ Tim Sherwood, sem gegndi hlutverki aðalþjálfara Spurs í tíð Villas-Boas, stýrir liðinu þangað til annað breytist. Hann hefur stýrt þremur æfingum í vikunni og er Gylfi ánægður með gang mála. Lagt sé upp með að spila sóknarbolta og pressa andstæðinginn hátt á vellinum. Tími er til kominn að mati Gylfa. „Við vorum að spila of hægan bolta. Þetta var of mikið dútl,“ segir miðjumaðurinn. Ekki fór vel í fyrsta leik Spurs undir stjórn Sherwoods. Liðið féll úr deildabikarnum gegn West Ham á heimavelli. Hið jákvæða við leikinn var sú staðreynd að Gylfa var falið það hlutverk að taka allar aukaspyrnur og hornspyrnur Spurs í leiknum.Mynd/NordicPhotos/GettySnýst ekki um frekju Sumir hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og sagt Gylfa einfaldlega ekki nógu frekan þegar Andros Townsend, Kyle Walker og aðrir liðsfélagar stíga fram og virðast fá sitt fram. „Þetta snýst ekkert um hver er frekastur,“ segir Gylfi og hlær. „Stjórinn valdi alltaf fyrir leiki hver ætti að taka spyrnurnar. Það er lítið hægt að segja við því.“ Hann vonast samt til að hlutverkið í leiknum gegn West Ham sé vísbending um það sem fram undan sé. Gylfi Þór hefur verið í sérstaklega litlu hlutverki í kjölfar umspilsleikjanna gegn Króatíu. Velta má fyrir sér hvort honum myndi henta að fara til annars liðs á láni. Það reyndist honum vel er hann var úti í kuldanum hjá Hoffenheim í Þýskalandi og var lánaður til Swansea. Þremur mánuðum síðar var Gylfi valinn besti leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni fyrstur Íslendinga. „Nei, það gerist nú ekki,“ segir Gylfi og markmiðið er jafnskýrt og áður. Að berjast fyrir sæti sínu í liðinu. Tímabilið hafi byrjað vel. Hann skoraði þrjú mörk í deild og eitt í bikar. „Eftir það fékk ég lítið að spila og það er mjög pirrandi,“ segir Gylfi Þór. Hann segist vera í fínu formi og vonast til að fá að spila meira á miðjunni en ekki úti á vinstri kanti.Tekur á að hanga á kantinum „Ég get talið á fingrum annarrar handar þau skipti sem ég hef spilað á miðjunni. Það er allt í lagi að leysa af á kantinum í tvo eða þrjá mánuði ef einhver meiðist. En að vera þar í eitt og hálft ár tekur svolítið á,“ segir landsliðsmaðurinn.Mynd/VilhelmÁrið sem senn er á enda hefur verið sérstaklega gæfuríkt fyrir okkar mann. Hann fór mikinn með Tottenham auk þess að fara fyrir karlalandsliðinu sem náði sínum besta árangri. Allt tekur þó enda og tapið fyrir Króatíu í Zagreb sveið sárt. Tapið sem þýddi að draumurinn um sæti á HM í Brasilíu var úti. „Fyrstu tvær vikurnar eftir leikinn hugsaði ég um þetta á hverjum degi,“ segir Gylfi sem gekk af velli með tár í augunum. „Það er grátlegt hvað við vorum nálægt þessu.“ Nú geti hann hins vegar litið stoltur um öxl og hann telur sig og félaga sína hafa lært mikið af tapinu í Zagreb. Mikið hafi unnist á árinu, umfjöllun og stemning í kringum landsliðið sé á mun jákvæðari nótum en áður og miklu skemmtilegra sé að koma heim í leikina.Mynd/NordicPhotos/GettyMynd/NordicPhotos/Getty
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira