Í þættinum Heilsugengið í umsjá Völu Matt sem hóf göngu sína á Stöð 2 í kvöld var bökuð gómsæt pítsa. Hér má sjá uppskriftina:
Kúrbítspítsa
Botninn:
2 bollar kúrbítur - rifinn fínt á rifjárni og síðan er vökvinn kreistur úr honum
3/4 bollar malaðar möndlur
1/4 bolli rifinn parmesan
1 msk chiafræ (möluð)
1 tsk oregano
1/2 tsk hvítlauksduft
1/4 tsk salt
Tómatsósa + ostur + pestó + rúkóla + hvítlauksolía (jómfrúar ólífuolía + hvítlaukur)
Heimagerð tómatsósa: 2 dl maukaðir tómatar (fínt að nota pastasósu með basiliku)
1 dl tómatpúrra
1-2 hvítlauksrif
1-2 tsk oregano Hráefninu í botninn er blandað saman í skál.
Deigið er síðan sett á bökunarpappír á ofnplötu. Mótið tvær minni pizzur eða eina stóra. Bakið við 180°C í 25 mínútur. Snúið við og bakið í 5-10 mínútur. Smyrjið svo sósunni á, stráið osti yfir og bakið aftur þar til osturinn hefur bráðnað.
Takið pítsuna út úr ofninum, smyrjið pestó á pítsuna, setjið rúkóla og hvítlauksolíu ofan á.
- Njótið!
Kúrbítspítsa úr þætti Völu Matt
