"Það hjálpar okkur í gegnum sorgina að hjarta hans slær áfram“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. janúar 2014 18:29 Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. Skarphéðinn Andri var fæddur árið 1995, en hann lenti í bílsysi á Vesturlandsvegi við Fornahvamm í Norðurárdal fyrr í mánuðinum. Með honum í bílnum var kærasta hans, Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir sextán ára, sem lést samstundis. Skarphéðinn slasaðist alvarlega í slysinu og háði erfiða baráttu sem lauk í gær. Hann hafði sjálfur rætt um það við foreldra sína að ef eitthvað kæmi fyrir myndu aðrir fá að njóta líffæranna og í dag greindi móðir hans, Steinunn Rósa Einarsdóttir, frá því að sex einstaklingar kæmu til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins, þar á meðal 16 ára drengur sem fengi hjarta hans. „Þetta var það sem hann vildi alltaf og er okkur þess vegna mikil gleði í allri þessari sorg. Það hjálpar okkur að hann skuli vera að gefa, jafnvel þótt hann sé farinn,“ segir Steinunn Rósa. Fjölskyldan ræddi líffæragjöf mikið sín á milli. Skarphéðinn og bræður hans voru allir sömu skoðunar, þeir vildu gefa líffæri ef til þess kæmi. „Maður er í vissu áfalli þegar maður missir aðstandendur, en þá er einmitt gott að hafa talað um þetta. Við minntumst ekki bara á þetta einu sinni heldur ræddum þetta oft,“ segir Einar Sveinn Kristjánsson, bróðir Skarphéðins. „Þetta er ljósið í myrkrinu. Þrátt fyrir að maður sé að missa bróður sinn, þá slær hjarta hans áfram einhverstaðar úti í heimi. Það hjálpar manni í gegnum sorgina,“ segir hann.Fjölskylda Skarphéðins stendur fyrir minningarathöfn í Áskirkju klukkan átta í kvöld. Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira
Sex koma til með að lifa vegna líffæragjafa Skarphéðins Andra Kristjánssonar, 18 ára karlmanns sem lést á gjörgæslu Landspítalans í gær, en hann lenti í bílslysi 12. janúar síðastliðinn. Fjölskylda Skarphéðins segir hann alltaf hafa verið staðráðinn í að gefa líffæri sín, ef til þess kæmi. Skarphéðinn Andri var fæddur árið 1995, en hann lenti í bílsysi á Vesturlandsvegi við Fornahvamm í Norðurárdal fyrr í mánuðinum. Með honum í bílnum var kærasta hans, Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir sextán ára, sem lést samstundis. Skarphéðinn slasaðist alvarlega í slysinu og háði erfiða baráttu sem lauk í gær. Hann hafði sjálfur rætt um það við foreldra sína að ef eitthvað kæmi fyrir myndu aðrir fá að njóta líffæranna og í dag greindi móðir hans, Steinunn Rósa Einarsdóttir, frá því að sex einstaklingar kæmu til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins, þar á meðal 16 ára drengur sem fengi hjarta hans. „Þetta var það sem hann vildi alltaf og er okkur þess vegna mikil gleði í allri þessari sorg. Það hjálpar okkur að hann skuli vera að gefa, jafnvel þótt hann sé farinn,“ segir Steinunn Rósa. Fjölskyldan ræddi líffæragjöf mikið sín á milli. Skarphéðinn og bræður hans voru allir sömu skoðunar, þeir vildu gefa líffæri ef til þess kæmi. „Maður er í vissu áfalli þegar maður missir aðstandendur, en þá er einmitt gott að hafa talað um þetta. Við minntumst ekki bara á þetta einu sinni heldur ræddum þetta oft,“ segir Einar Sveinn Kristjánsson, bróðir Skarphéðins. „Þetta er ljósið í myrkrinu. Þrátt fyrir að maður sé að missa bróður sinn, þá slær hjarta hans áfram einhverstaðar úti í heimi. Það hjálpar manni í gegnum sorgina,“ segir hann.Fjölskylda Skarphéðins stendur fyrir minningarathöfn í Áskirkju klukkan átta í kvöld.
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Sjá meira