Handbolti

FH-konur tóku sjötta sætið af HK - Haukakonur unnu í Árbænum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Valli
Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar fögnuðu bæði útisigrum í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld og tókst fyrir vikið að hækka sig í töflunni.

FH tók sjötta sætið af HK með því að vinna 23-17 sigur á HK-liðinu í Digranesi. Bæði liðin eru með 11 stig en FH stendur betur í innbyrðisviðureignum. Það var sameiginlegt átak hjá FH-liðinu í þessum leik en markaskorið dreifðist á leikmenn liðsins.

Haukar tóku áttunda sætið af KA/Þór með því að vinna 29-22 sigur á Fylki í Fylkishöllinni í Árbænum. Haukakonur hafa þar með unnið tvo góða sigra í röð en þær unnu HK fyrir viku. Viktoría Valdimarsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Hauka í kvöld og Kolbrún Gígja Einarsdóttir var með sex mörk.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins var á leiknum í Árbænum í kvöld og náði skemmtilegum myndum sem má sjá bæði hér fyrir ofan og hér fyrir neðan.



Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins í Olís-deild kvenna:

Fylkir - Haukar 22-29 (14-16)

Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 8, Patrícia Szölösi 7, Hildur Björnsdóttir 4, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 2, Andrea Olsen 1.

Mörk Hauka: Viktoría Valdimarsdóttir 7, Kolbrún Gígja Einarsdóttir 6, Karen Helga Díönudóttir 4, Agnes Ósk Egilsdsóttir 3, Marija Gedroit 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Gunnhildur Pétursdóttir 2.



HK - FH 17-23 (6-12)

Mörk HK: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 6, Gerður Arinbjarnar 3, Emma Havin Sardarsdóttir 3, Sóley Ívarsdóttir 2, Anna María Guðmundsdóttir 1, Sigríður Hauksdóttir 1, Þórhildur Braga Þórðardóttir 1.

Mörk FH: Steinunn Snorradóttir 4, Rebekka Guðmundsdóttir 4, Ingibjörg Pálmadóttir 4, Rakel Sigurðardóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Aníta Mjöll Ægisdóttir 2, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 1, Birna Íris Helgadóttir 1, Elín Anna Baldursdóttir 1, Berglind Ósk Björgvinsdóttir 1.

Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli
Vísir/Valli



Fleiri fréttir

Sjá meira


×