Bandaríkjamenn hafa handtekið tvo stjórnendur gjaldeyrisskipta með sýndargjaldeyririnn Bitcoin. BBC greinir frá þessu.
Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út að Robert Faiella, þekktur sem BTCKing og Charlie Shrem frá BitInstant.com hafi báðir verið ákærðir fyrir peningaþvætti.
Yfirvöld ytra segja að mennirnir tveir hafi ætlað sér að selja yfir eina milljón punda, jafnvirði tæplega 200 milljóna íslenskra króna, af Bitcoin-myntinni til notenda eiturlyfjasölusíðunnar Silk Road.
Síðunni var lokað á síðasta ári og meintur eigandi hennar handtekinn. Shrem var handtekinn á sunnudag á JFK flugvelli í New York en Faiella í dag, mánudag, heima hjá sér í Flórída.
Shrem er stofnandi og varaformaður Bitcoin Foundation sem hefur reynt að stuðla að notkun Bitcoin sem gjaldmiðils. Hann stofnaði bar í New York á síðasta ári sem tók við Bitcoin í vöruskiptum.
BitInstant er einn af stærstu gjaldeyrisskiptasíðum með Bitcoin á internetinu.
Vísir sagði frá því í október í fyrra að Silk Road vefsíðan, sem var eitt stærsta fíkniefna-markaðssvæði á internetinu, hafi notað íslensk gagnaver til að fela slóð sína.
Bitcoin viðskiptajöfrar handteknir
Fanney Birna Jónsdóttir skrifar

Mest lesið

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent


Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent

Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent
Viðskipti innlent


Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu
Viðskipti innlent