Þegar enginn hlustar Andri Steinn Hilmarsson skrifar 8. febrúar 2014 11:00 Á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir viku var ég spurður hvers vegna ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessarar spurningar hef ég oft spurt sjálfan mig að. Stjórnmálaflokkur sem hampar sér fyrir að tala fyrir frelsi einstaklingsins en býr á sama tíma við linnulausa innanbúðar árekstra frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk. Ungt fólk hefur aldrei verið jafnt frjálslynt eins og í dag. Það segir sig því sjálft að flokkur sem jaðrar við að miða lagasetningu sína af kristnum gildum, forsjárhyggju og íhaldsemi er ekki flokkur sem talar til ungs fólks. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki nýtt þau mörgu tækifæri sem hann hefur til höfða til ungs fólks. Heldur hefur hann, líkt og flestir stjórnmálaflokkar, komið fram við ungt fólk eins og að skoðanir þeirra og atkvæði skipti ekki máli. Að auki eru málefni ungs fólks nær alltaf látin mæta afgöngum. Hvergi, hvorki á þingi né í sveitarstjórn hefur flokkurinn verið málsvari ungs fólks. Við erum ekki spurð og á okkur er ekki hlustað þegar ákvarðanir eru teknar sem varða okkur beint. Það ætti því ekki að koma á óvart að þátttaka ungs fólks í bæði kosningum og stjórnmálum hefur farið snar minnkandi. Því það vill oft gerast að þegar ekki er hlustað, þá hættir maður að tala. Þau viðhorf og þær skoðanir sem við höfum þegar við erum ung eru sjónarmið sem einkennast oftar en ekki af frjálslyndi og róttækni. Það eru forréttindi sem við vöxum flest upp úr. Það þýðir þó ekki að þau viðhorf séu ekki jafn mikils verð og þau sem við höfum þegar lengra er komið á lífsleiðina. Öll mál eru okkar mál. Það ætti því að vera sjálfsögð krafa að fá að taka þátt í ákvarðanatökum sem munu móta framtíðina, því hún er okkar. Þrátt fyrir slæma ásýnd ungs fólks á flokknum, þá er sú spurning sem ég var spurður að á laugardaginn jafnframt það sem heldur mér í flokknum. Því hér eru stærstu tækifærin til að snúa vörn í sókn. Frelsi og sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins hefur dregið ungt fólk að flokknum í 85 ár og þarf flokkurinn að byrja að sína þessa stefnu í verki. Ef að ungt fólk sér ekki ástæðu til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þurfum við að búa hana til. Það gerum við með því að kjósa ungt fólk til áhrifa. Höfundur er frambjóðandi í 4.-5. sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og formaður Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir viku var ég spurður hvers vegna ungt fólk ætti að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessarar spurningar hef ég oft spurt sjálfan mig að. Stjórnmálaflokkur sem hampar sér fyrir að tala fyrir frelsi einstaklingsins en býr á sama tíma við linnulausa innanbúðar árekstra frjálslyndra og íhaldssamra sjónarmiða er ekki aðlaðandi fyrir ungt fólk. Ungt fólk hefur aldrei verið jafnt frjálslynt eins og í dag. Það segir sig því sjálft að flokkur sem jaðrar við að miða lagasetningu sína af kristnum gildum, forsjárhyggju og íhaldsemi er ekki flokkur sem talar til ungs fólks. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki nýtt þau mörgu tækifæri sem hann hefur til höfða til ungs fólks. Heldur hefur hann, líkt og flestir stjórnmálaflokkar, komið fram við ungt fólk eins og að skoðanir þeirra og atkvæði skipti ekki máli. Að auki eru málefni ungs fólks nær alltaf látin mæta afgöngum. Hvergi, hvorki á þingi né í sveitarstjórn hefur flokkurinn verið málsvari ungs fólks. Við erum ekki spurð og á okkur er ekki hlustað þegar ákvarðanir eru teknar sem varða okkur beint. Það ætti því ekki að koma á óvart að þátttaka ungs fólks í bæði kosningum og stjórnmálum hefur farið snar minnkandi. Því það vill oft gerast að þegar ekki er hlustað, þá hættir maður að tala. Þau viðhorf og þær skoðanir sem við höfum þegar við erum ung eru sjónarmið sem einkennast oftar en ekki af frjálslyndi og róttækni. Það eru forréttindi sem við vöxum flest upp úr. Það þýðir þó ekki að þau viðhorf séu ekki jafn mikils verð og þau sem við höfum þegar lengra er komið á lífsleiðina. Öll mál eru okkar mál. Það ætti því að vera sjálfsögð krafa að fá að taka þátt í ákvarðanatökum sem munu móta framtíðina, því hún er okkar. Þrátt fyrir slæma ásýnd ungs fólks á flokknum, þá er sú spurning sem ég var spurður að á laugardaginn jafnframt það sem heldur mér í flokknum. Því hér eru stærstu tækifærin til að snúa vörn í sókn. Frelsi og sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins hefur dregið ungt fólk að flokknum í 85 ár og þarf flokkurinn að byrja að sína þessa stefnu í verki. Ef að ungt fólk sér ekki ástæðu til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þurfum við að búa hana til. Það gerum við með því að kjósa ungt fólk til áhrifa. Höfundur er frambjóðandi í 4.-5. sæti prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og formaður Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun