CVS drepur í: „Sígarettur eiga ekki samleið með heilbrigðisþjónustu“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. febrúar 2014 16:07 Tóbakssölu verður hætt í öllum verslunum CVS fyrir 1. október á þessu ári. vísir/getty CVS, stærsta lyfsölukeðja Bandaríkjanna, hefur ákveðið að hætta að selja sígarettur og annan tóbaksvarning á þessu ári. Þetta kom fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í morgun. Tóbakssölu verður hætt í öllum verslunum keðjunnar fyrir 1. október en samtals eru verslanirnar um 7.600 talsins. Er þetta í fyrsta sinn sem svo stór söluaðili hefur ákveðið að hætta að selja tóbak í Bandaríkjunum, enda er salan afar ábatasöm. „26 þúsund lyfjafræðingar og hjúkrunarfræðingar á okkar vegum hjálpa milljónum sjúklinga á degi hverjum,“ segir Larry Merlo, framkvæmdastjóri keðjunnar. „Þeir hjálpa sjúklingum að kljást við veikindi á borð við háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og sykursýki. Allt eru þetta veikindi sem reykingar gera enn verri. Við höfum því komist að þeirri niðurstöðu að sígarettusala eigi alls ekki samleið með heilbrigðisþjónustu.“ Ákvörðunar CVS er fagnað af heilbrigðissamtökum víða um Bandaríkin en ljóst er að fyrirtækið mun verða af umtalsverðum tekjum vegna þessa, sem sagðar eru nema um tveimur milljörðum árlega. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
CVS, stærsta lyfsölukeðja Bandaríkjanna, hefur ákveðið að hætta að selja sígarettur og annan tóbaksvarning á þessu ári. Þetta kom fram í tilkynningu frá fyrirtækinu í morgun. Tóbakssölu verður hætt í öllum verslunum keðjunnar fyrir 1. október en samtals eru verslanirnar um 7.600 talsins. Er þetta í fyrsta sinn sem svo stór söluaðili hefur ákveðið að hætta að selja tóbak í Bandaríkjunum, enda er salan afar ábatasöm. „26 þúsund lyfjafræðingar og hjúkrunarfræðingar á okkar vegum hjálpa milljónum sjúklinga á degi hverjum,“ segir Larry Merlo, framkvæmdastjóri keðjunnar. „Þeir hjálpa sjúklingum að kljást við veikindi á borð við háan blóðþrýsting, hátt kólesteról og sykursýki. Allt eru þetta veikindi sem reykingar gera enn verri. Við höfum því komist að þeirri niðurstöðu að sígarettusala eigi alls ekki samleið með heilbrigðisþjónustu.“ Ákvörðunar CVS er fagnað af heilbrigðissamtökum víða um Bandaríkin en ljóst er að fyrirtækið mun verða af umtalsverðum tekjum vegna þessa, sem sagðar eru nema um tveimur milljörðum árlega.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira