Tölvuþrjótar réðust á síðuna Kickstarter og láku upplýsingum um notendur vefsins. Wall Street Journal greinir frá málinu.
Vefsíðan er vettvangur fyrir fólk til að koma að fjármögnun smærri verkefna og hafa fjölmargir frumkvöðlar nýtt sér þjónustuna eins og Vísir hefur áður greint frá.
Samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu var engum greiðslukortaupplýsingum lekið en þjófarnir komu höndum sínum yfir notendanöfn, lykilorð, netföng, heimilsföng og símanúmer notenda síðunnar.
Brotin hafa verið rakin til tveggja notenda Kickstarter og hafa forsvarsmenn vefsins haft samband við þá sem grunaðir eru um aðkomu að málinu.
Aðstandendur Kickstarter hafa brýnt fyrir notendum að breyta lykilorðum sínum.
Persónuupplýsingum stolið
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Sólon lokað vegna gjaldþrots
Viðskipti innlent

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura
Viðskipti innlent

Buffett hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent


Ráðin hagfræðingur SVÞ
Viðskipti innlent

Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl
Viðskipti innlent


Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Viðskipti erlent

Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent