Eins og Vísir hefur greint frá var leikurinn fjarlægður úr App Store og Google Play um helgina vegna þess að höfundur leiksins sagði að hann væri að eyðileggja líf sitt.
Margir hugsa sér þó gott til glóðarinnar því svo virðist sem fólk sé tilbúið til að greiða fúlgur fjár fyrir leikinn. Símar og snjalltæki með leiknum uppsettum eru til sölu á eBay á bilinu 300 til 1.000.000 bandaríkjadali. Það verður þó að teljast ólíklegt að einhver alvara sé í þeim uppboðum sem setja upp hæstu verðin.
Þegar best lét þénaði leikurinn rúma 50.000 bandaríkjadali daglega af auglýsingatekjum.
