Flappy Bird er einfaldur en krefjandi leikur sem hefur verið sóttur rúmlega 50 milljón sinnum á App Store og þénaði þegar best lét um 50.000 bandaríkjadali, rúmlega 5.7 milljónir króna daglega á auglýsingasölu. Í Twitter-færslu sinni frá því í gær segist Dong hafa fengið nóg og að hann „ráði ekki við þetta lengur“ og hafi því neyðst til að draga hann til baka.
Þeim sem gafst ekki tækifæri á að spila hinn ávanabindandi Flappy Bird þurfa þó ekki að örvænta því fjöldinn allur af notuðum símum sem innihalda leikinn hafa nú verið settir á uppboðssíðuna ebay.com og hleypur kaupverðið á mörgum þeirra á þúsundum dollara.
I am sorry 'Flappy Bird' users, 22 hours from now, I will take 'Flappy Bird' down. I cannot take this anymore.
— Dong Nguyen (@dongatory) February 8, 2014