Hin mikilvæga Úkraína Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2014 15:55 Úkraína logar og ekki stendur öllum ríkjum á sama. Úkraína virðist í fyrstu ekki vera land sem áhrifamestu veldi nútímans hefðu miklar áhyggjur af vegna átakanna sem blossa þar nú. Svo er þó alls ekki. Þar er fátækt þó sambærileg við Paragvæ og spilling á sama stigi og í Íran og lántökueinkunn landsins er nánast í ruslflokki, þ.e. með einkunnina CCC hjá greiningaraðilum. Hinsvegar er Úkraína mikil matarkista, mikilvæg fyrir gasflutninga og land þar sem 45 milljónir manna búa norður af hinu hernaðarlega mikilvæga Svartahafi. Heimahöfn rússneska sjóhersins er í Sevastopol í Úkraínu við Svartahaf. Á síðasta ári fór fjórðungur þess gass sem Evrópa notar og keypt var af Rússum gegnum Úkraínu. Vladímír Pútín vill að Úkraína sé hluti af Evrasíu-viðskiptablokk með Rússlandi og Úkraína er afar háð viðskiptum við Rússland og iðnaður þar er mjög háður gasi frá Rússlandi. En sum lönd eru einnig háð Úkraínu. Kína er háð Úkraínu með matarforða og kaupir mikið af landbúnaðarframleiðslu þaðan og hefur veitt miklu fjármagni til að byggja upp skilvirkan landbúnað þar. Kína gerði í fyrra stóran samning við Úkraínu um samstarf á sviði orku, landbúnaðar, fjármála, hátækni, flugmála og geimferða. Vestrænar þjóðir vilja hindra að Pútín takist að innlima Úkraínu hreinlega inní Rússland og mynda með því enn sterkara veldi. Reyndar elur Evrópusambandið með sér þann draum að með tímanum kjósi Úkraína að ganga í sambandið og með því yrði tryggt að íbúar þar yrðu fráhverfir frekara samstarfi við Rússland. Pólland, sem eins og Úkraína var í þumalskrúfu Rússlands, vill ekki aðstoða Úkraínu án skilyrða og veita þeim fé til endurreisnar sem fallið gætu auðveldlega í hendur ólígarka. Rússland hafði lofað Úkraínu 35 milljarða dala aðstoð til endurreisnar hinni fjárvana Úkraínu og greitt 3 milljarða, en síðan skrúfað fyrir frekari aðstoð er ástandið fór hitnandi í landinu. Talið er að Úkraína þurfi 30 milljarða dollara aðstoð bara á þessu ári, en spurningin er hvaða þjóðir sjá fé sínu borgið í slíka aðstoð í svo ótryggu ástandi sem nú ríkir þar. Eins og ávallt kemur allt til alls að peningum og viðskiptum. En skildi Úkraína einangrast fjárvana eða verður landinu hjálpað af þjóðum sem eiga of mikið undir til að hjálpa þeim ekki? Það kemur í ljós á næstunni, en víst er að margar þjóðir eiga óska þess að landið rísi á fætur á ný og að upplausnin þar hvorki taki of langan tíma né lami öll viðskipti milli Úkraínu og umheimsins. Úkraína Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Úkraína virðist í fyrstu ekki vera land sem áhrifamestu veldi nútímans hefðu miklar áhyggjur af vegna átakanna sem blossa þar nú. Svo er þó alls ekki. Þar er fátækt þó sambærileg við Paragvæ og spilling á sama stigi og í Íran og lántökueinkunn landsins er nánast í ruslflokki, þ.e. með einkunnina CCC hjá greiningaraðilum. Hinsvegar er Úkraína mikil matarkista, mikilvæg fyrir gasflutninga og land þar sem 45 milljónir manna búa norður af hinu hernaðarlega mikilvæga Svartahafi. Heimahöfn rússneska sjóhersins er í Sevastopol í Úkraínu við Svartahaf. Á síðasta ári fór fjórðungur þess gass sem Evrópa notar og keypt var af Rússum gegnum Úkraínu. Vladímír Pútín vill að Úkraína sé hluti af Evrasíu-viðskiptablokk með Rússlandi og Úkraína er afar háð viðskiptum við Rússland og iðnaður þar er mjög háður gasi frá Rússlandi. En sum lönd eru einnig háð Úkraínu. Kína er háð Úkraínu með matarforða og kaupir mikið af landbúnaðarframleiðslu þaðan og hefur veitt miklu fjármagni til að byggja upp skilvirkan landbúnað þar. Kína gerði í fyrra stóran samning við Úkraínu um samstarf á sviði orku, landbúnaðar, fjármála, hátækni, flugmála og geimferða. Vestrænar þjóðir vilja hindra að Pútín takist að innlima Úkraínu hreinlega inní Rússland og mynda með því enn sterkara veldi. Reyndar elur Evrópusambandið með sér þann draum að með tímanum kjósi Úkraína að ganga í sambandið og með því yrði tryggt að íbúar þar yrðu fráhverfir frekara samstarfi við Rússland. Pólland, sem eins og Úkraína var í þumalskrúfu Rússlands, vill ekki aðstoða Úkraínu án skilyrða og veita þeim fé til endurreisnar sem fallið gætu auðveldlega í hendur ólígarka. Rússland hafði lofað Úkraínu 35 milljarða dala aðstoð til endurreisnar hinni fjárvana Úkraínu og greitt 3 milljarða, en síðan skrúfað fyrir frekari aðstoð er ástandið fór hitnandi í landinu. Talið er að Úkraína þurfi 30 milljarða dollara aðstoð bara á þessu ári, en spurningin er hvaða þjóðir sjá fé sínu borgið í slíka aðstoð í svo ótryggu ástandi sem nú ríkir þar. Eins og ávallt kemur allt til alls að peningum og viðskiptum. En skildi Úkraína einangrast fjárvana eða verður landinu hjálpað af þjóðum sem eiga of mikið undir til að hjálpa þeim ekki? Það kemur í ljós á næstunni, en víst er að margar þjóðir eiga óska þess að landið rísi á fætur á ný og að upplausnin þar hvorki taki of langan tíma né lami öll viðskipti milli Úkraínu og umheimsins.
Úkraína Mest lesið Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Slógu lán hjá Útvegsbankanum og bankastjórinn hló Atvinnulíf „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ Atvinnulíf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira