Höfundur Bitcoin fundinn Karl Ólafur skrifar 6. mars 2014 19:45 Rafeyririnn Bitcoin hefur verið vinsæll meðal netverja og sérlega þó áhættufjárfesta. Mynd/AFP Fréttamaður bandaríska vikublaðisins Newsweek hefur í tvo mánuði reynt að hafa uppi á hinum eftirsótta frumkvöðli rafeyrisins Bitcoin, og kann nú loks að hafa fundið hann. Maðurinn hefur hingað til aðeins verið þekktur undir nafninu „Satoshi Nakamoto“, en eftir að hann birti sína fyrstu grein um rafeyrinn árið 2008 hefur sú ályktun verið dregin að nafnið sé dulnefni. Newsweek fullyrðir að rétt nafn mannsins sé í raun Satoshi Nakamoto, eða öllu heldur Dorian S. Nakamoto, 64 ára gamall bandaríkjamaður af japönskum uppruna. Nakamoto staðfestir í raun ekki að hann sé hinn eftirsótti hugmyndasmiður Bitcoin, en í viðtali Newsweek um málið segir hann: „Ég hef engin afskipti af því lengur og get ekki rætt það. Umsjón þess hefur verið falin til annarra. Þau hafa yfirráð yfir því núna. Ég hef engin tengsl lengur.“Fjölskyldan ekki hissa Aðspurð talar dóttir Nakamoto um að það kæmi sér ekki á óvart að faðir sinn sé höfundur rafeyrisins. Bróðir Nakamoto talar um hann sem bráðgáfaðan tölvunar- og stærðfræðing. Umfjöllun Newsweek minnist einnig á að frjálshyggjuskoðanir Nakamoto séu í samræmi við eiginleika Bitcoin, en sérstaða rafeyrisins byggir á því að ríkisstjórnir geta ómögulega haft áhrif á fjármagn í umferð né tekið skatt af viðskiptum með rafeyrinn. Tengdar fréttir Auroracoin dreift til allra Íslendinga Allir 330.000 Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. 6. febrúar 2014 16:35 Gengi Bitcoin fellur vegna lokunar MtGox Vefmiðlunin hrundi í kjölfar tæknilegra örðugleika. 25. febrúar 2014 12:01 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fréttamaður bandaríska vikublaðisins Newsweek hefur í tvo mánuði reynt að hafa uppi á hinum eftirsótta frumkvöðli rafeyrisins Bitcoin, og kann nú loks að hafa fundið hann. Maðurinn hefur hingað til aðeins verið þekktur undir nafninu „Satoshi Nakamoto“, en eftir að hann birti sína fyrstu grein um rafeyrinn árið 2008 hefur sú ályktun verið dregin að nafnið sé dulnefni. Newsweek fullyrðir að rétt nafn mannsins sé í raun Satoshi Nakamoto, eða öllu heldur Dorian S. Nakamoto, 64 ára gamall bandaríkjamaður af japönskum uppruna. Nakamoto staðfestir í raun ekki að hann sé hinn eftirsótti hugmyndasmiður Bitcoin, en í viðtali Newsweek um málið segir hann: „Ég hef engin afskipti af því lengur og get ekki rætt það. Umsjón þess hefur verið falin til annarra. Þau hafa yfirráð yfir því núna. Ég hef engin tengsl lengur.“Fjölskyldan ekki hissa Aðspurð talar dóttir Nakamoto um að það kæmi sér ekki á óvart að faðir sinn sé höfundur rafeyrisins. Bróðir Nakamoto talar um hann sem bráðgáfaðan tölvunar- og stærðfræðing. Umfjöllun Newsweek minnist einnig á að frjálshyggjuskoðanir Nakamoto séu í samræmi við eiginleika Bitcoin, en sérstaða rafeyrisins byggir á því að ríkisstjórnir geta ómögulega haft áhrif á fjármagn í umferð né tekið skatt af viðskiptum með rafeyrinn.
Tengdar fréttir Auroracoin dreift til allra Íslendinga Allir 330.000 Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. 6. febrúar 2014 16:35 Gengi Bitcoin fellur vegna lokunar MtGox Vefmiðlunin hrundi í kjölfar tæknilegra örðugleika. 25. febrúar 2014 12:01 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Auroracoin dreift til allra Íslendinga Allir 330.000 Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. 6. febrúar 2014 16:35
Gengi Bitcoin fellur vegna lokunar MtGox Vefmiðlunin hrundi í kjölfar tæknilegra örðugleika. 25. febrúar 2014 12:01