Gates endurheimtir efsta sætið Bjarki Ármannsson skrifar 3. mars 2014 18:36 Bill Gates hefur verið efstur á listanum fimmtán sinnum á síðustu tuttugu árum. Vísir/AFP Bill Gates, stofnandi tölvurisans Microsoft, er efstur á árlegum lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn í heimi. Gates endurheimtir efsta sætið af Carlos Slim, framkvæmdastjóra samskiptafyrirtækjanna Telmex og América Móvil, sem trónað hafði á toppinum fjögur ár í röð. Eigur Gates eru metnar á 76 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir um það bil átta og hálfa billjón íslenskra króna. Um 450 milljörðum króna munar á honum og Slim. Í þriðja sæti á eftir þeim kumpánum kemur Spánverjinn Amancio Ortega sem helst er þekktur fyrir fatarisann Zara og í fjórða sæti er bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet. Enginn auðgaðist meira á milli ára en Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sem bætti við sig tæplega einni og hálfri billjón króna frá því í fyrra. Zuckerberg situr nú í 21. sæti listans. Athygli vekur að í fyrsta sinn fundust nú milljarðamæringar í dölum talið í Alsír, Litháen, Úganda og Tansaníu. Þó er langflesta að finna í Bandaríkjunum. Þar eru 492 einstaklingar sem eru taldir eiga meira en milljarð dala milli handanna. Næstflestir eru í Kína, 152 talsins. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bill Gates, stofnandi tölvurisans Microsoft, er efstur á árlegum lista tímaritsins Forbes yfir ríkustu menn í heimi. Gates endurheimtir efsta sætið af Carlos Slim, framkvæmdastjóra samskiptafyrirtækjanna Telmex og América Móvil, sem trónað hafði á toppinum fjögur ár í röð. Eigur Gates eru metnar á 76 milljarða Bandaríkjadala, sem gerir um það bil átta og hálfa billjón íslenskra króna. Um 450 milljörðum króna munar á honum og Slim. Í þriðja sæti á eftir þeim kumpánum kemur Spánverjinn Amancio Ortega sem helst er þekktur fyrir fatarisann Zara og í fjórða sæti er bandaríski fjárfestirinn Warren Buffet. Enginn auðgaðist meira á milli ára en Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sem bætti við sig tæplega einni og hálfri billjón króna frá því í fyrra. Zuckerberg situr nú í 21. sæti listans. Athygli vekur að í fyrsta sinn fundust nú milljarðamæringar í dölum talið í Alsír, Litháen, Úganda og Tansaníu. Þó er langflesta að finna í Bandaríkjunum. Þar eru 492 einstaklingar sem eru taldir eiga meira en milljarð dala milli handanna. Næstflestir eru í Kína, 152 talsins.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira