Alen Halilovic er 17 ára sókndjarfur miðjumaður sem kemur til Barcelona frá Dynamo Zagreb. Hann hefur þegar spilað þrjá landsleiki fyrir A-landslið Króatíu og varð í fyrra næstyngsti leikmaðurinn til að spila í Meistaradeildinni.
Halilovic hefur verið kallaður hinn balkneski Messi í heimalandinu og Martino sagði spænskum blaðamönnum að viðræður hafi verið í gangi í langan tíma. „Viðræðurnar hófust árið 2010. Hann kemur hingað til að spila fyrir b-liðið," sagði Gerardo Martino.
Það er síðan undir Alen Halilovic að vinna sér sæti í aðalliði Barcelona en það gæti reyndar orðið svolítið erfitt enda frábærir leikmenn þar fyrir.
