Rætt um auknar refsiaðgerðir gegn Rússum 17. mars 2014 08:04 Íbúar á Krímskaga sem vilja ganga Rússum á hönd fagna niðurstöðunni. Vísir/AFP Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í Brussel fyrir hádegi í dag til þess að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússum í kjölfar þess að íbúar á Krímskaga ákváðu í atkvæðagreiðslu að ganga Rússum á hönd og kljúfa sig frá Úkraínu. Þeir íbúar Krímskaga sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni voru vægast sagt á einu máli. Níutíu og sex, komma sjö prósent þeirra kusu með tillögunni sem gerir ráð fyrir Krímskagi segi sig frá Úkraínu og verði hluti af ríkjasambandi Rússlands. Mikhail Malyshev yfirmaður kjörstjórnar á Krímskaga kynnti þessar niðurstöður á blaðamannafundi nú í morgun. Kjörsókn er sögð hafa verið áttatíu og þrjú prósent og um tólfhundruðþúsund manns tóku þátt í henni. Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Vladimír Pútín, hinn rússneski kollegi hans, ræddu málið í gegnum síma í gær. Í máli Obama kom skýrt fram að Bandaríkjamenn telji kosninguna ólöglega og að hún verði aldrei viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Þá bætti forsetinn við að frekari viðskiptaþvinganir á Rússa komi vel til greina. Til umræðu hjá Utanrsíkisráðherrum ESB verður meðal annars að ógilda vegabréf og frysta eignir háttsettra rússneskra embættismanna. ESB hefur þegar lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg, en rússneskar hersveitir tóku öll völd á skaganum í síðasta mánuði. Rússar hafa hinsvegar lýst því yfir að þeir viðurkenni úrslitin og að næstu skref séu að að samþykkja Krímskaga inn í Rússneska ríkjasambandið en málið verður rætt í Rússnesku dúmunni á föstudaginn kemur. Úkraína Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hittast í Brussel fyrir hádegi í dag til þess að ræða frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússum í kjölfar þess að íbúar á Krímskaga ákváðu í atkvæðagreiðslu að ganga Rússum á hönd og kljúfa sig frá Úkraínu. Þeir íbúar Krímskaga sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni voru vægast sagt á einu máli. Níutíu og sex, komma sjö prósent þeirra kusu með tillögunni sem gerir ráð fyrir Krímskagi segi sig frá Úkraínu og verði hluti af ríkjasambandi Rússlands. Mikhail Malyshev yfirmaður kjörstjórnar á Krímskaga kynnti þessar niðurstöður á blaðamannafundi nú í morgun. Kjörsókn er sögð hafa verið áttatíu og þrjú prósent og um tólfhundruðþúsund manns tóku þátt í henni. Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Vladimír Pútín, hinn rússneski kollegi hans, ræddu málið í gegnum síma í gær. Í máli Obama kom skýrt fram að Bandaríkjamenn telji kosninguna ólöglega og að hún verði aldrei viðurkennd af alþjóðasamfélaginu. Þá bætti forsetinn við að frekari viðskiptaþvinganir á Rússa komi vel til greina. Til umræðu hjá Utanrsíkisráðherrum ESB verður meðal annars að ógilda vegabréf og frysta eignir háttsettra rússneskra embættismanna. ESB hefur þegar lýst því yfir að atkvæðagreiðslan hafi verið ólögleg, en rússneskar hersveitir tóku öll völd á skaganum í síðasta mánuði. Rússar hafa hinsvegar lýst því yfir að þeir viðurkenni úrslitin og að næstu skref séu að að samþykkja Krímskaga inn í Rússneska ríkjasambandið en málið verður rætt í Rússnesku dúmunni á föstudaginn kemur.
Úkraína Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira