Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2025 14:38 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur áður útilokað að gefa eftir umfangsmikið landsvæði fyrir frið en nú virðist hann standa aftur frammi fyrir slíkum kröfum frá bæði Rússum og Bandaríkjamönnum. AP/Forsetaembætti Úkraínu Ráðamenn í Evrópu virðast verulega tortryggnir í garð nýrrar friðaráætlunar vegna Úkraínustríðsins sem ku hafa verið samin af sérstökum erindrekum frá Bandaríkjunum og Rússlandi. Áætlunin er sögð í takti við fyrri kröfur ráðamanna í Rússlandi í garð Úkraínu og að hún fæli í raun í sér uppgjöf Úkraínumanna. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins komu saman í morgun þar sem þeir ræddu meðal annars stöðuna í Úkraínu og fréttir af friðaráætluninni svokölluðu. Eftir það ítrekuðu þeir að ekki væri hægt að ræða hvernig friður ætti að líta út án Úkraínumanna. Eins og hún er sögð líta út núna, felur friðaráætlunin í sér að Úkraínumenn láti eftir mikilvægt landsvæði í skiptum og takmarki varnir sínar í framtíðinni verulega í skiptum fyrir loforð frá Rússum um að gera ekki innrás í ríkið. Trump sagður hlynntur áætluninni Fregnir bárust af því í gær að Steve Witkoff, umdeildur sérstakur erindreki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefði samið tillögurnar með rússneska auðjöfrinum Kirill Dmitríev, sem hefur komið að viðræðum varðandi Úkraínustríðið. Wall Street Journal segir að Marco Rubio, utanríkisráðherra, og Jared Kushner, tengdasonur Trumps, hafi einnig komið að friðaráætluninni og að Trump sjálfur styðji hana. Witkoff virðist í gær hafa svarað tísti blaðamannsins sem skrifaði upprunalegu fréttina á X fyrir mistök í gær. Hann virðist hafa ætlað að deila tístinu í einkaskilaboðum en svaraði þeim í staðinn með: „Hann hlýtur að hafa fengið þetta frá K.“ sem er líklega tilvísun í Kirill Dmitríev, sem blaðamaðurinn ræddi við vegna fréttarinnar. Witkoff eyddi svo ummælunum. Talsmaður Pútíns og aðrir embættismenn hafa sagt að engar formlegar viðræður við Bandaríkjamenn hafi átt sér stað. Þyrftu að gefa eftir víggirt svæði Friðaráætlunin hefur ekki verið opinberuð en fjölmiðlar ytra hafa sagt frá því hvað eigi að vera hluti af henni. Meðal þess sem friðaráætlunin er sögð fela í sér er að Úkraínumenn þurfa að gefa eftir Donbas-svæðið svokallaða að fullu en þeir stjórna enn stórum hluta Dónetskhéraðs í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná svæðinu úr höndum Úkraínumanna en það hefur gengið hægt og verið mjög kostnaðarsamt. Svæðið í Dónetsk sem Úkraínumenn stjórna enn þykir nokkuð víggirt og það gæti reynst Rússum erfitt að hernema það. Að fá það gefins myndi gera Rússum auðveldara að sækja lengra inn í Úkraínu. Úkraínumenn þyrftu einnig að takmarka það hve stór her þeirra má vera í framtíðinni og takmarka hvaða vopn þeir mega eiga. Úkraína mætti ekki sækja um aðild að NATO í nokkur ár og mætti ekki taka á móti alþjóðlegum friðargæsluliðum. Ráðamenn í Kænugarði og í Evrópu hafa talið að slíkt friðargæslulið gæti reynst nauðsynlegt til að tryggja friðinn ef friður næst. Þá þyrftu Úkraínumenn, samkvæmt fregnum af áætluninni, að fella úr gildi refsiaðgerðir gegn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og viðurkenna rússnesku sem eitt af formlegum tungumálum Úkraínu. Í staðinn myndu Rússar lofa því að ráðast ekki aftur á Úkraínu né önnur lönd í Evrópu og greiða Úkraínumönnum einskonar leigu fyrir Donbassvæðið. Dan Driscol, herráðherra, er staddur í Kænugarði þar sem hann hefur rætt við ráðamenn eins og Denys Shmyhal, varnarmálaráðherra Úkraínu, um nýju friðaráætlunina.AP/Varnarmálaráðuneyti Úkraínu Kröfunum líkt við „óskalista“ Pútíns Slíkar kröfur eru í samræmi við fyrri kröfur Rússa, sem þeir hafa ítrekað lagt fram, og Úkraínumenn hafa sagt óásættanlegar. Það er meðal annars vegna þess að það að verða við þeim myndi gera Úkraínumenn verulega berskjaldaða gagnvart nýrri innrás Rússa í framtíðinni. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Blaðamaður Financial Times hefur eftir heimildarmanni sínum í Úkraínu sem séð hefur tillögurnar að þær líkist „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði einnig að ef Úkraínumenn yrðu við tillögunum væru þeir að gefa eftir fullveldi þeirra. Þetta sagði Christopher Miller, áðurnefndur blaðamaður, þegar hann deildi tísti frá Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þar sagði Rubio að til að koma á langvarandi friði þyrftu báðar fylkingar að láta af kröfum sínum. Sjá einnig: Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Hingað til hafa Rússar ekki sýnt fram á að þeir séu tilbúnir til þess og þessar friðartillögur, sem samdar voru með aðstoð Rússa en án aðkomu Úkraínumanna, gefa til kynna að það hafi ekki breyst. Yet the proposal pushed upon Ukraine from the Trump administration in its current form is one that so closely resembles the Kremlin’s maximalist demands that senior Ukrainian officials briefed on it called it a Putin wishlist and said it would essentially amount to Ukraine giving… https://t.co/ZMthSlDHnR— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 20, 2025 Í frétt Kiyv Independent, sem ber fyrirsögnina: „Bandaríkin taka afstöðu með Rússlandi, ýta Úkraínu í átt uppgjafar“ er haft eftir formanni utanríkismálanefndar úkraínska þingsins, að friðaráætlunin sé í engum takti við raunveruleikann. Hann heitiri Oleksandr Merezhko og segir tillögurnar vera „algjörlega glórulausar“. Þær séu bæði óásættanlegar frá bæjardyrum Úkraínumanna séð og erfitt sé að sjá hvernig Pútín telji sig hagnast á þessu. Engin eftirgjöf sýnileg Rússamegin Evrópskir erindrekar sögðu í morgun að ekki væri hægt að koma á friði án aðkomu Úkraínumanna og Evrópu. Kaja Kallas, yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, sagði í morgun að Evrópa hefði ávallt stutt það að koma á réttlátum og langvarandi friði. Til að gera slíkt að raunveruleika þurfi Úkraínumenn og Evrópa að fá að sitja við borðið. „Í þessu stríði er einn árásaraðili og eitt fórnarlamb. Hingað til höfum við ekki heyrt af nokkurs konar eftirgjöf frá Rússum.“ Ummæli hennar má sjá í spilaranum hér að neðan. Europe has always supported efforts for a just, comprehensive and lasting peace in Ukraine.But for any plan to work, it needs Ukrainians and Europeans on board.In this war, there is one aggressor and one victim. So far, we haven't heard of any concessions from Russia's side.… pic.twitter.com/Sh0rLNFQIW— Kaja Kallas (@kajakallas) November 20, 2025 AP fréttaveitan hefur eftir öðrum ráðherrum af ESB-fundinum í morgun að þeir hafi slegið á svipaða strengi. Ljóst þótti að margir vissu lítið um friðaráætlunina og voru ekki vissir hvort um væri að ræða formlega viðleitni Bandaríkjamanna og Rússa eða hvort þetta væri óformlegt. Áður en hann tók við embætti hét Trump því að binda enda á stríðið í Úkraínu á sínum fyrsta degi sem forseti eða jafnvel fyrr. Það hefur ekki gengið eftir. Síðan hann tók við embætti hefur hann kvartað yfir því að gott samband sitt við Pútín hafi ekki dugað til. Hann hefur þó ekki viljað beita Rússa miklum þrýstingi og hefur frekar reynt að þrýsta á Úkraínumenn og reynt að fá þá til að sætta sig við kröfur Rússa, að einhverju leyti. Ráðamenn í Rússlandi hafa varið miklu púðri í að friða Trump, að virðist með því markmiði að komast hjá hertum refsiaðgerðum og til að reka fleyg milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þá hefur Trump hætt allri fjárhags- og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum en þess í stað selja Bandaríkjamenn Úkraínumönnum vopn sem keypt eru af ríkjum Evrópu eða Úkraínumönnum sjálfum. Bandaríkjamenn veita Úkraínumönnum þó enn aðstoð hvað varðar upplýsingar og njósnir. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Evrópusambandið Hernaður Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins komu saman í morgun þar sem þeir ræddu meðal annars stöðuna í Úkraínu og fréttir af friðaráætluninni svokölluðu. Eftir það ítrekuðu þeir að ekki væri hægt að ræða hvernig friður ætti að líta út án Úkraínumanna. Eins og hún er sögð líta út núna, felur friðaráætlunin í sér að Úkraínumenn láti eftir mikilvægt landsvæði í skiptum og takmarki varnir sínar í framtíðinni verulega í skiptum fyrir loforð frá Rússum um að gera ekki innrás í ríkið. Trump sagður hlynntur áætluninni Fregnir bárust af því í gær að Steve Witkoff, umdeildur sérstakur erindreki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefði samið tillögurnar með rússneska auðjöfrinum Kirill Dmitríev, sem hefur komið að viðræðum varðandi Úkraínustríðið. Wall Street Journal segir að Marco Rubio, utanríkisráðherra, og Jared Kushner, tengdasonur Trumps, hafi einnig komið að friðaráætluninni og að Trump sjálfur styðji hana. Witkoff virðist í gær hafa svarað tísti blaðamannsins sem skrifaði upprunalegu fréttina á X fyrir mistök í gær. Hann virðist hafa ætlað að deila tístinu í einkaskilaboðum en svaraði þeim í staðinn með: „Hann hlýtur að hafa fengið þetta frá K.“ sem er líklega tilvísun í Kirill Dmitríev, sem blaðamaðurinn ræddi við vegna fréttarinnar. Witkoff eyddi svo ummælunum. Talsmaður Pútíns og aðrir embættismenn hafa sagt að engar formlegar viðræður við Bandaríkjamenn hafi átt sér stað. Þyrftu að gefa eftir víggirt svæði Friðaráætlunin hefur ekki verið opinberuð en fjölmiðlar ytra hafa sagt frá því hvað eigi að vera hluti af henni. Meðal þess sem friðaráætlunin er sögð fela í sér er að Úkraínumenn þurfa að gefa eftir Donbas-svæðið svokallaða að fullu en þeir stjórna enn stórum hluta Dónetskhéraðs í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná svæðinu úr höndum Úkraínumanna en það hefur gengið hægt og verið mjög kostnaðarsamt. Svæðið í Dónetsk sem Úkraínumenn stjórna enn þykir nokkuð víggirt og það gæti reynst Rússum erfitt að hernema það. Að fá það gefins myndi gera Rússum auðveldara að sækja lengra inn í Úkraínu. Úkraínumenn þyrftu einnig að takmarka það hve stór her þeirra má vera í framtíðinni og takmarka hvaða vopn þeir mega eiga. Úkraína mætti ekki sækja um aðild að NATO í nokkur ár og mætti ekki taka á móti alþjóðlegum friðargæsluliðum. Ráðamenn í Kænugarði og í Evrópu hafa talið að slíkt friðargæslulið gæti reynst nauðsynlegt til að tryggja friðinn ef friður næst. Þá þyrftu Úkraínumenn, samkvæmt fregnum af áætluninni, að fella úr gildi refsiaðgerðir gegn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og viðurkenna rússnesku sem eitt af formlegum tungumálum Úkraínu. Í staðinn myndu Rússar lofa því að ráðast ekki aftur á Úkraínu né önnur lönd í Evrópu og greiða Úkraínumönnum einskonar leigu fyrir Donbassvæðið. Dan Driscol, herráðherra, er staddur í Kænugarði þar sem hann hefur rætt við ráðamenn eins og Denys Shmyhal, varnarmálaráðherra Úkraínu, um nýju friðaráætlunina.AP/Varnarmálaráðuneyti Úkraínu Kröfunum líkt við „óskalista“ Pútíns Slíkar kröfur eru í samræmi við fyrri kröfur Rússa, sem þeir hafa ítrekað lagt fram, og Úkraínumenn hafa sagt óásættanlegar. Það er meðal annars vegna þess að það að verða við þeim myndi gera Úkraínumenn verulega berskjaldaða gagnvart nýrri innrás Rússa í framtíðinni. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Blaðamaður Financial Times hefur eftir heimildarmanni sínum í Úkraínu sem séð hefur tillögurnar að þær líkist „óskalista“ Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði einnig að ef Úkraínumenn yrðu við tillögunum væru þeir að gefa eftir fullveldi þeirra. Þetta sagði Christopher Miller, áðurnefndur blaðamaður, þegar hann deildi tísti frá Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þar sagði Rubio að til að koma á langvarandi friði þyrftu báðar fylkingar að láta af kröfum sínum. Sjá einnig: Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Hingað til hafa Rússar ekki sýnt fram á að þeir séu tilbúnir til þess og þessar friðartillögur, sem samdar voru með aðstoð Rússa en án aðkomu Úkraínumanna, gefa til kynna að það hafi ekki breyst. Yet the proposal pushed upon Ukraine from the Trump administration in its current form is one that so closely resembles the Kremlin’s maximalist demands that senior Ukrainian officials briefed on it called it a Putin wishlist and said it would essentially amount to Ukraine giving… https://t.co/ZMthSlDHnR— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 20, 2025 Í frétt Kiyv Independent, sem ber fyrirsögnina: „Bandaríkin taka afstöðu með Rússlandi, ýta Úkraínu í átt uppgjafar“ er haft eftir formanni utanríkismálanefndar úkraínska þingsins, að friðaráætlunin sé í engum takti við raunveruleikann. Hann heitiri Oleksandr Merezhko og segir tillögurnar vera „algjörlega glórulausar“. Þær séu bæði óásættanlegar frá bæjardyrum Úkraínumanna séð og erfitt sé að sjá hvernig Pútín telji sig hagnast á þessu. Engin eftirgjöf sýnileg Rússamegin Evrópskir erindrekar sögðu í morgun að ekki væri hægt að koma á friði án aðkomu Úkraínumanna og Evrópu. Kaja Kallas, yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, sagði í morgun að Evrópa hefði ávallt stutt það að koma á réttlátum og langvarandi friði. Til að gera slíkt að raunveruleika þurfi Úkraínumenn og Evrópa að fá að sitja við borðið. „Í þessu stríði er einn árásaraðili og eitt fórnarlamb. Hingað til höfum við ekki heyrt af nokkurs konar eftirgjöf frá Rússum.“ Ummæli hennar má sjá í spilaranum hér að neðan. Europe has always supported efforts for a just, comprehensive and lasting peace in Ukraine.But for any plan to work, it needs Ukrainians and Europeans on board.In this war, there is one aggressor and one victim. So far, we haven't heard of any concessions from Russia's side.… pic.twitter.com/Sh0rLNFQIW— Kaja Kallas (@kajakallas) November 20, 2025 AP fréttaveitan hefur eftir öðrum ráðherrum af ESB-fundinum í morgun að þeir hafi slegið á svipaða strengi. Ljóst þótti að margir vissu lítið um friðaráætlunina og voru ekki vissir hvort um væri að ræða formlega viðleitni Bandaríkjamanna og Rússa eða hvort þetta væri óformlegt. Áður en hann tók við embætti hét Trump því að binda enda á stríðið í Úkraínu á sínum fyrsta degi sem forseti eða jafnvel fyrr. Það hefur ekki gengið eftir. Síðan hann tók við embætti hefur hann kvartað yfir því að gott samband sitt við Pútín hafi ekki dugað til. Hann hefur þó ekki viljað beita Rússa miklum þrýstingi og hefur frekar reynt að þrýsta á Úkraínumenn og reynt að fá þá til að sætta sig við kröfur Rússa, að einhverju leyti. Ráðamenn í Rússlandi hafa varið miklu púðri í að friða Trump, að virðist með því markmiði að komast hjá hertum refsiaðgerðum og til að reka fleyg milli Bandaríkjanna og Evrópu. Þá hefur Trump hætt allri fjárhags- og hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum en þess í stað selja Bandaríkjamenn Úkraínumönnum vopn sem keypt eru af ríkjum Evrópu eða Úkraínumönnum sjálfum. Bandaríkjamenn veita Úkraínumönnum þó enn aðstoð hvað varðar upplýsingar og njósnir.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Evrópusambandið Hernaður Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira