Síðasti afastrákur Henry Ford dáinn Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2014 10:02 William Clay Ford á einum af eldri bílum Ford. William Clay Ford, fyrrum stjórnarformaður Ford Motor Co. lést í gær 88 ára gamall. Hann var síðasta eftirlifandi barnabarn Henry Ford stofnanda Ford bílafyrirtækisins. William lést úr lungnabólgu á heimili sínu í Michigan. William var ungur að árum er hann var farinn að gegna ábyrgðarstöðum í Ford fyrirtækinu, en 23 ára var hann kominn í stjórn þess. Hann hætti störfum í Ford árið 2005 eftir nær hálfrar aldar starf. Sonur William og nafni er nú stjórnarformaður Ford bílarisans. William eldri var sonur Edsel Ford og yngstur fjögurra barna hans, en Edsel var eina barn Henry Ford. Bróðir William, Henry Ford II, var lengi forstjóri Ford og síðar meir stjórnarformaður Ford, en hann dó árið 1987. William giftist Martha Firestone, en afi hennar var stofnandi Firestone dekkjaframleiðandans. Þau voru því bæði af þriðju kynslóð frumkvöðla í bíliðnaðinum og liðu lítinn skort á sinni ævi. William útskrifaðist úr Yale sem hagfræðingur árið 1949 og hóf í kjölfarið störf hjá fjölskyldufyrirtækinu. William Ford keypti NFL ruðningsliðið Detroit Lions árið 1964 og hefur átt það allar götur síðan. Eiginkona William til 66 ára lifir eiginmann sinn ásamt 4 börnun, 14 barnabörnum og 2 barnabarnabörnum. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
William Clay Ford, fyrrum stjórnarformaður Ford Motor Co. lést í gær 88 ára gamall. Hann var síðasta eftirlifandi barnabarn Henry Ford stofnanda Ford bílafyrirtækisins. William lést úr lungnabólgu á heimili sínu í Michigan. William var ungur að árum er hann var farinn að gegna ábyrgðarstöðum í Ford fyrirtækinu, en 23 ára var hann kominn í stjórn þess. Hann hætti störfum í Ford árið 2005 eftir nær hálfrar aldar starf. Sonur William og nafni er nú stjórnarformaður Ford bílarisans. William eldri var sonur Edsel Ford og yngstur fjögurra barna hans, en Edsel var eina barn Henry Ford. Bróðir William, Henry Ford II, var lengi forstjóri Ford og síðar meir stjórnarformaður Ford, en hann dó árið 1987. William giftist Martha Firestone, en afi hennar var stofnandi Firestone dekkjaframleiðandans. Þau voru því bæði af þriðju kynslóð frumkvöðla í bíliðnaðinum og liðu lítinn skort á sinni ævi. William útskrifaðist úr Yale sem hagfræðingur árið 1949 og hóf í kjölfarið störf hjá fjölskyldufyrirtækinu. William Ford keypti NFL ruðningsliðið Detroit Lions árið 1964 og hefur átt það allar götur síðan. Eiginkona William til 66 ára lifir eiginmann sinn ásamt 4 börnun, 14 barnabörnum og 2 barnabarnabörnum.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira