Körfubolti

Axel og félagar féllu eftir háspennuleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Kárason.
Axel Kárason. Mynd/Heimasíða Værlöse
Axel Kárason og félagar í Værlöse féllu í dag úr dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta eftir eins stigs tap á útivelli á móti Falcon, 76-77.

Axel skoraði 8 stig og tók 5 fráköst í leiknum en tvær körfur hans á lokakaflanum nægði ekki liðinu til að halda sér á lífi í einvíginu.

Værlöse og Falcon voru í einvígi upp á að halda sæti sínu í deildinni og Falcon-liðið vann alla þrjá leikina.

Falcon tryggði sér eins stigs sigur með troðslu í hraðaupphlaupi rétt fyrir leikslok en í sókninni á undan fékk Værlöse-liðið þrjú skot til að koma sér þremur eða fjórum stigum yfir.

Boltinn vildi hinsvegar ekki niður og leikmenn Falcon refsuðu hinum megin og tryggðu sér áframhaldandi sæti í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×