Google og Ray-Ban vinna saman að Glass Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 25. mars 2014 19:30 Maður með Google Glass gleraugnatölvuna. Vísir/AFP Google slæst í lið með hönnunarfyrirtækinu á bak við Ray-Ban og Oakley. Tilgangurinn er sá að gera tæknina aðgengilegri fyrir almenning. BBC segir frá. Luxottica, fyrirtækið á bak við Ray-Ban, gleraugnalínuna frægu hefur samið við tæknirisann Google um að hanna umgjarðir fyrir nýju gleraugnatölvuna Glass. Tilgangurinn er sá að hægt sé að markaðssetja vöruna til almennings. Forstjóri Luxottica, Andrea Guerra sagði samvinnu fyrirtækjanna geta haft í för með sér byltingarkennda nýja tækni. „Fyrstu tegundir tækisins munu sameina fyrsta-flokks tækni og framúrstefnulega hönnun," sagði Guerra.Glass er örsmátt tæki í gleraugnalíki sem er með smágerðan glerskjá, en með því er hægt að taka ljósmyndir, kvikmynda, fá GPS-leiðbeiningar og fleira. Eins og stendur kostar tækið einhverja 1500 dollara, eða um 170.000 krónur, og er aðeins selt til ákveðins hóps prófunaraðila. Búist er við því að verðið lækki talsvert þegar varan kemur á almennan markað. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Google slæst í lið með hönnunarfyrirtækinu á bak við Ray-Ban og Oakley. Tilgangurinn er sá að gera tæknina aðgengilegri fyrir almenning. BBC segir frá. Luxottica, fyrirtækið á bak við Ray-Ban, gleraugnalínuna frægu hefur samið við tæknirisann Google um að hanna umgjarðir fyrir nýju gleraugnatölvuna Glass. Tilgangurinn er sá að hægt sé að markaðssetja vöruna til almennings. Forstjóri Luxottica, Andrea Guerra sagði samvinnu fyrirtækjanna geta haft í för með sér byltingarkennda nýja tækni. „Fyrstu tegundir tækisins munu sameina fyrsta-flokks tækni og framúrstefnulega hönnun," sagði Guerra.Glass er örsmátt tæki í gleraugnalíki sem er með smágerðan glerskjá, en með því er hægt að taka ljósmyndir, kvikmynda, fá GPS-leiðbeiningar og fleira. Eins og stendur kostar tækið einhverja 1500 dollara, eða um 170.000 krónur, og er aðeins selt til ákveðins hóps prófunaraðila. Búist er við því að verðið lækki talsvert þegar varan kemur á almennan markað.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira