Flugfélagið Lufthansa hefur aflýst 3800 flugum á tímabilinu 2.–4. apríl vegna yfirvofandi verkfalls flugmanna.
5400 flugmenn hafa boðað til þriggja daga verkfalls í vikunni en flugmenn hafa barist fyrir réttindum sínum í tengslum við starfslok og lífeyrisréttindi.
Lufthansa hafði áður komið fram með tilboð sem ekki var talið ásættanlegt. Félagið mun verða af tugi milljóna evra vegna verkfallsins og er skaðinn í raun skeður þar sem flugfélagð hefur nú þegar tilkynnt að umrædd flug falli niður.
Árið 2010 boðuðu flugmenn félagsins til fjögurra daga verkfalls en það stóð aðeins yfir í einn dag. Þrátt fyrir það þurfti að hætta við 2000 flug og varð tap félagsins um 48 milljónir evra á einum degi, eða um 7,5 milljarður íslenskra króna.
3800 flugum aflýst
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa
Atvinnulíf

Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin
Viðskipti innlent

X-ið hans Musk virðist liggja niðri
Viðskipti erlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent