Fleiri ræða um tækifæri vegna loftlagsbreytinga Kristján Már Unnarsson skrifar 5. apríl 2014 16:45 Skemmtiferðaskipið Costa Pacifica á Ísafjarðardjúpi. Mynd/Bæjarins besta. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er ekki einn um það að benda á að loftlagsbreytingar skapi ný tækifæri á Norðurslóðum. Norski vefmiðillinn Barentsobserver, sem gefinn er út af Barentsskrifstofunni í Kirkenes, en hún heyrir undir norska utanríkisráðuneytið, birti í vikunni grein þar sem segir í fyrirsögn að hlýrri Norðurslóðir gætu örvað siglingar skemmtiferðaskipa. Fram kemur að hafnaryfirvöld í Múrmansk eru að endurbæta aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip til að mæta væntanlegri aukningu í siglingum með ferðamenn um Íshafið. Fjölgun skemmtiferðaskipa sé eitt af markmiðum rússneskra stjórnvalda með stofnun Norðurslóðaþjóðgarðs sem nái yfir eyjarnar Franz Josef Land og Novaya Zemlya. Þau vilji sjá ferðamennsku á rússnesku heimskautaeyjunum þróast eins og á Svalbarða hjá Norðmönnum. Í greininni er reyndar tekið fram að það sé goðsögn að siglingar skemmtiferðaskipa hafi stóraukist vegna bráðnunar hafíss. Vefmiðillinn vísar til talna sem sýna að á undanförnum níu árum hafi nær engin aukning orðið í fjölda ferðamanna á skemmtiferðaskipum til heimskautasvæða á Grænlandi, Rússlandi né í Kanada. Það sé aðeins til Svalbarða sem aukning hafi orðið. Vitnað er til þess að loftlagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hafi bent á hættu sem auknar siglingar skemmtiferðaskipa um Norðurslóðir gætu skapað. Samtök fyrirtækja sem bjóða upp á heimskautasiglingar benda hins vegar á að ranghugmyndir um raunverulegan fjölda ferðamanna gætu bæði skapað of miklar væntingar um viðskiptatækifæri en einnig ýkt hættuna. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er ekki einn um það að benda á að loftlagsbreytingar skapi ný tækifæri á Norðurslóðum. Norski vefmiðillinn Barentsobserver, sem gefinn er út af Barentsskrifstofunni í Kirkenes, en hún heyrir undir norska utanríkisráðuneytið, birti í vikunni grein þar sem segir í fyrirsögn að hlýrri Norðurslóðir gætu örvað siglingar skemmtiferðaskipa. Fram kemur að hafnaryfirvöld í Múrmansk eru að endurbæta aðstöðu fyrir skemmtiferðaskip til að mæta væntanlegri aukningu í siglingum með ferðamenn um Íshafið. Fjölgun skemmtiferðaskipa sé eitt af markmiðum rússneskra stjórnvalda með stofnun Norðurslóðaþjóðgarðs sem nái yfir eyjarnar Franz Josef Land og Novaya Zemlya. Þau vilji sjá ferðamennsku á rússnesku heimskautaeyjunum þróast eins og á Svalbarða hjá Norðmönnum. Í greininni er reyndar tekið fram að það sé goðsögn að siglingar skemmtiferðaskipa hafi stóraukist vegna bráðnunar hafíss. Vefmiðillinn vísar til talna sem sýna að á undanförnum níu árum hafi nær engin aukning orðið í fjölda ferðamanna á skemmtiferðaskipum til heimskautasvæða á Grænlandi, Rússlandi né í Kanada. Það sé aðeins til Svalbarða sem aukning hafi orðið. Vitnað er til þess að loftlagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hafi bent á hættu sem auknar siglingar skemmtiferðaskipa um Norðurslóðir gætu skapað. Samtök fyrirtækja sem bjóða upp á heimskautasiglingar benda hins vegar á að ranghugmyndir um raunverulegan fjölda ferðamanna gætu bæði skapað of miklar væntingar um viðskiptatækifæri en einnig ýkt hættuna.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira