Fullyrt að Halilovic fari til Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2014 13:00 Alen Halillovic. Vísir/Getty Lögfræðingurinn Jean Louis Dupont segir að Alen Halilovic eigi að geta gengið til liðs við Barcelona í sumar þrátt fyrir félagskiptabann FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, meinaði í gær Barcelona að kaupa leikmenn fyrr en sumarið 2015 fyrir að brjóta reglur um félagskipti erlendra ungmenna ítrekað á árunum 2009-2013. Halilovic er sautján ára Króati sem Barcelona keypti í síðustu viku fyrir 2,2 milljónir evra. Hann mun fyrst um sinn spila með varaliði Börsunga en Halilovic þykir afar efnilegur. Barcelona mun áfrýja niðurstöðu FIFA en standi hún óhögguð er óvíst hvort að FIFA leyfi Börsungum að skrá leikmanninn hjá sér, þó svo að kaupin hafi gengið í gegn.Dupont varð þekktur í hinu fræga Bosman-máli.Vísir/AFPDupont er þekktastur fyrir aðkomu sína að dómsmáli Jean-Marc Bosman á sínum tíma en niðurstaðan í því máli varð til þess að FIFA breytti reglum sínum um félagaskipti. Samningslausum leikmönnum varð þá fyrst leyfilegt að semja við ný félög án aðkomu gömlu félaga þeirra. Dupont starfar fyrir Halilovic í dag og tjáði sig um málið í spænskum fjölmiðlum. „Ég get ekki ímyndað mér að Alen Halilovic muni ekki fara til Barcelona. Kaupin gengu í gegn löngu áður en tilkynnt var um refsinguna.“Byrjunarlið Barcelona gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.Vísir/GettySpænskir fjölmiðlar fóru mikinn í umfjöllun sinni um málið og segja refsingu FIFA ósanngjarna. Til að mynda hafi Lionel Messi aðeins verið þrettán ára gamall þegar hann var tekinn inn í hina frægu La Masiu-akademíu í Barcelona. „Þetta er vandamál sem FIFA á réttilega að taka á,“ sagði Dupont. „En þetta er röng nálgun á vandamálið. Það getur ekki verið rétt að reglur skuli taka þann möguleika af ungum dreng og fjölskyldu hans að eiga betri framtíð.“ „Þegar Barcelona semur við ellefu ára dreng verður honum tryggð menntun og heilbrigt umhverfi,“ bætti Dupont við. Talið er að Barcelona hafi einnig samið við þýska markvörðinn Marc-Andre ter Stegen, markvörð Gladbach, en það hefur ekki verið tilkynnt enn. Reynist það rétt verða félagaskipti hans á gráu svæði, rétt eins og í tilfelli Halilovic. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00 Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Lögfræðingurinn Jean Louis Dupont segir að Alen Halilovic eigi að geta gengið til liðs við Barcelona í sumar þrátt fyrir félagskiptabann FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, meinaði í gær Barcelona að kaupa leikmenn fyrr en sumarið 2015 fyrir að brjóta reglur um félagskipti erlendra ungmenna ítrekað á árunum 2009-2013. Halilovic er sautján ára Króati sem Barcelona keypti í síðustu viku fyrir 2,2 milljónir evra. Hann mun fyrst um sinn spila með varaliði Börsunga en Halilovic þykir afar efnilegur. Barcelona mun áfrýja niðurstöðu FIFA en standi hún óhögguð er óvíst hvort að FIFA leyfi Börsungum að skrá leikmanninn hjá sér, þó svo að kaupin hafi gengið í gegn.Dupont varð þekktur í hinu fræga Bosman-máli.Vísir/AFPDupont er þekktastur fyrir aðkomu sína að dómsmáli Jean-Marc Bosman á sínum tíma en niðurstaðan í því máli varð til þess að FIFA breytti reglum sínum um félagaskipti. Samningslausum leikmönnum varð þá fyrst leyfilegt að semja við ný félög án aðkomu gömlu félaga þeirra. Dupont starfar fyrir Halilovic í dag og tjáði sig um málið í spænskum fjölmiðlum. „Ég get ekki ímyndað mér að Alen Halilovic muni ekki fara til Barcelona. Kaupin gengu í gegn löngu áður en tilkynnt var um refsinguna.“Byrjunarlið Barcelona gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.Vísir/GettySpænskir fjölmiðlar fóru mikinn í umfjöllun sinni um málið og segja refsingu FIFA ósanngjarna. Til að mynda hafi Lionel Messi aðeins verið þrettán ára gamall þegar hann var tekinn inn í hina frægu La Masiu-akademíu í Barcelona. „Þetta er vandamál sem FIFA á réttilega að taka á,“ sagði Dupont. „En þetta er röng nálgun á vandamálið. Það getur ekki verið rétt að reglur skuli taka þann möguleika af ungum dreng og fjölskyldu hans að eiga betri framtíð.“ „Þegar Barcelona semur við ellefu ára dreng verður honum tryggð menntun og heilbrigt umhverfi,“ bætti Dupont við. Talið er að Barcelona hafi einnig samið við þýska markvörðinn Marc-Andre ter Stegen, markvörð Gladbach, en það hefur ekki verið tilkynnt enn. Reynist það rétt verða félagaskipti hans á gráu svæði, rétt eins og í tilfelli Halilovic.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00 Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00
Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30