Fullyrt að Halilovic fari til Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2014 13:00 Alen Halillovic. Vísir/Getty Lögfræðingurinn Jean Louis Dupont segir að Alen Halilovic eigi að geta gengið til liðs við Barcelona í sumar þrátt fyrir félagskiptabann FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, meinaði í gær Barcelona að kaupa leikmenn fyrr en sumarið 2015 fyrir að brjóta reglur um félagskipti erlendra ungmenna ítrekað á árunum 2009-2013. Halilovic er sautján ára Króati sem Barcelona keypti í síðustu viku fyrir 2,2 milljónir evra. Hann mun fyrst um sinn spila með varaliði Börsunga en Halilovic þykir afar efnilegur. Barcelona mun áfrýja niðurstöðu FIFA en standi hún óhögguð er óvíst hvort að FIFA leyfi Börsungum að skrá leikmanninn hjá sér, þó svo að kaupin hafi gengið í gegn.Dupont varð þekktur í hinu fræga Bosman-máli.Vísir/AFPDupont er þekktastur fyrir aðkomu sína að dómsmáli Jean-Marc Bosman á sínum tíma en niðurstaðan í því máli varð til þess að FIFA breytti reglum sínum um félagaskipti. Samningslausum leikmönnum varð þá fyrst leyfilegt að semja við ný félög án aðkomu gömlu félaga þeirra. Dupont starfar fyrir Halilovic í dag og tjáði sig um málið í spænskum fjölmiðlum. „Ég get ekki ímyndað mér að Alen Halilovic muni ekki fara til Barcelona. Kaupin gengu í gegn löngu áður en tilkynnt var um refsinguna.“Byrjunarlið Barcelona gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.Vísir/GettySpænskir fjölmiðlar fóru mikinn í umfjöllun sinni um málið og segja refsingu FIFA ósanngjarna. Til að mynda hafi Lionel Messi aðeins verið þrettán ára gamall þegar hann var tekinn inn í hina frægu La Masiu-akademíu í Barcelona. „Þetta er vandamál sem FIFA á réttilega að taka á,“ sagði Dupont. „En þetta er röng nálgun á vandamálið. Það getur ekki verið rétt að reglur skuli taka þann möguleika af ungum dreng og fjölskyldu hans að eiga betri framtíð.“ „Þegar Barcelona semur við ellefu ára dreng verður honum tryggð menntun og heilbrigt umhverfi,“ bætti Dupont við. Talið er að Barcelona hafi einnig samið við þýska markvörðinn Marc-Andre ter Stegen, markvörð Gladbach, en það hefur ekki verið tilkynnt enn. Reynist það rétt verða félagaskipti hans á gráu svæði, rétt eins og í tilfelli Halilovic. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00 Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Lögfræðingurinn Jean Louis Dupont segir að Alen Halilovic eigi að geta gengið til liðs við Barcelona í sumar þrátt fyrir félagskiptabann FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, meinaði í gær Barcelona að kaupa leikmenn fyrr en sumarið 2015 fyrir að brjóta reglur um félagskipti erlendra ungmenna ítrekað á árunum 2009-2013. Halilovic er sautján ára Króati sem Barcelona keypti í síðustu viku fyrir 2,2 milljónir evra. Hann mun fyrst um sinn spila með varaliði Börsunga en Halilovic þykir afar efnilegur. Barcelona mun áfrýja niðurstöðu FIFA en standi hún óhögguð er óvíst hvort að FIFA leyfi Börsungum að skrá leikmanninn hjá sér, þó svo að kaupin hafi gengið í gegn.Dupont varð þekktur í hinu fræga Bosman-máli.Vísir/AFPDupont er þekktastur fyrir aðkomu sína að dómsmáli Jean-Marc Bosman á sínum tíma en niðurstaðan í því máli varð til þess að FIFA breytti reglum sínum um félagaskipti. Samningslausum leikmönnum varð þá fyrst leyfilegt að semja við ný félög án aðkomu gömlu félaga þeirra. Dupont starfar fyrir Halilovic í dag og tjáði sig um málið í spænskum fjölmiðlum. „Ég get ekki ímyndað mér að Alen Halilovic muni ekki fara til Barcelona. Kaupin gengu í gegn löngu áður en tilkynnt var um refsinguna.“Byrjunarlið Barcelona gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld.Vísir/GettySpænskir fjölmiðlar fóru mikinn í umfjöllun sinni um málið og segja refsingu FIFA ósanngjarna. Til að mynda hafi Lionel Messi aðeins verið þrettán ára gamall þegar hann var tekinn inn í hina frægu La Masiu-akademíu í Barcelona. „Þetta er vandamál sem FIFA á réttilega að taka á,“ sagði Dupont. „En þetta er röng nálgun á vandamálið. Það getur ekki verið rétt að reglur skuli taka þann möguleika af ungum dreng og fjölskyldu hans að eiga betri framtíð.“ „Þegar Barcelona semur við ellefu ára dreng verður honum tryggð menntun og heilbrigt umhverfi,“ bætti Dupont við. Talið er að Barcelona hafi einnig samið við þýska markvörðinn Marc-Andre ter Stegen, markvörð Gladbach, en það hefur ekki verið tilkynnt enn. Reynist það rétt verða félagaskipti hans á gráu svæði, rétt eins og í tilfelli Halilovic.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00 Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Var Ter Stegen búinn að semja við Barcelona? Markvörðurinn Marc-Andre ter Stegen ætlar að yfirgefa herbúðir þýska liðsins Gladbach í sumar þrátt fyrir fréttir af félagaskiptabanni Barcelona. 2. apríl 2014 22:00
Barcelona má ekki kaupa leikmenn næsta árið Spænska stórliðið Barcelona má ekki kaupa nýja leikmenn til félagsins fyrr en sumarið 2015. 2. apríl 2014 10:30