Körfubolti

CAI Zaragoza steinlá gegn Joventut

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jón Arnór
Jón Arnór Vísir/Daníel
Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri á Barcelona síðustu helgi gegn Joventut í spænsku deildinni í körfubolta í dag.

CAI Zaragoza er í harðri baráttu upp á sæti í úrslitakeppninni í ACB deildinni en náðu sér ekki á strik í dag. Joventut leiddi 39-25 í hálfleik og var sigurinn aldrei í hættu í seinni hálfleik en leiknum lauk með 82-57 sigri Joventut.

Jón Arnór átti rólegan dag og komst ekki á stigatöfluna en hann tók eitt frákast og gaf þrjár stoðsendingar á tæplega sextán mínútum.

CAI Zaragoza situr í fimmta sæti ACB deildarinnar eftir tapið þegar deildarkeppnin er hálfnuð. Næsti leikur liðsins er gríðarlega mikilvægur en liðið mætir Unicaja sem situr einu sæti fyrir ofan Zaragoza á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×