280 milljarða sekt fyrir að aðstoða Bandaríkjamenn að stinga pening í skattaskjól 17. maí 2014 15:18 Búist er við að svissneski bankinn Credit Suissi og franski bankinn BNP Paribas viðurkenni lögbrot vegna fjármálamisferlis á næstu drögum. Í kjölfarið samþykki þeir að greiða sektir upp á samtals 6 milljarða dollara, jafnvirði 672 milljarða króna, en bankarnir hafa verið í viðræðum við bandarísk yfirvöld. Frá þessu er greint í Financial Times. Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, hefur varað við því að bankarnir viðurkenni lögbrot vegna misferlis starfsmanna sinna þá geti það haft ófyrirséðar afleiðingar á fjármálamarkaði. Hann segir að Goldman Sachs muni samt halda áfram viðskiptum við báða banka. Credit Suisse mun greiða nálægt 2,5 milljörðum dollara í sekt, jafnvirði 280 milljarða króna, fyrir að aðstoða Bandaríkjamenn við að svíkja undan skatti með því að skjóta peningum undan í skattaskjól. BNP Paribas er undir þrýstingi um að greiða 3,5 milljarða dollara í sekt fyrir að virða ekki viðskiptabönn bandarískra stjórnvalda gagnvart Íran og fyrir peningaþvætti en bankinn þvættaði ávinning af umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Sektin á franska bankann, verði hún greidd, er jafnvirði tæplega 400 milljarða króna en þetta mun vera hæsta sekt sem bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sóst eftir í sakamáli í sögunni. Viðræður hafa staðið yfir um sektirnar síðustu vikur og hefur fjármálaráðherra Frakklands meðal annars blandað sér í málið. Bandarísk stjórnvöld hafa skotheldar sannanir gegn báðum þessum bönkum. Sérfræðingar á fjármálamarkaði óttast að BNP Paribas ráði ekki við sektina og það tjón sem fylgi löskuðu orðspori, viðurkenni hann lögbrot. Hafa menn rifjað upp að endurskoðunarrisinn Arthur Andersen hafi farið á hausinn eftir að stjórnendur fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hindra framgang réttvísinnar þegar ENRON var til rannsóknar. En fyrirtækið hafði áður gefið heilbrigðisvottorð á falsað bókhald ENRON sem kaf kolranga mynd af fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Búist er við að svissneski bankinn Credit Suissi og franski bankinn BNP Paribas viðurkenni lögbrot vegna fjármálamisferlis á næstu drögum. Í kjölfarið samþykki þeir að greiða sektir upp á samtals 6 milljarða dollara, jafnvirði 672 milljarða króna, en bankarnir hafa verið í viðræðum við bandarísk yfirvöld. Frá þessu er greint í Financial Times. Lloyd Blankfein, forstjóri Goldman Sachs, hefur varað við því að bankarnir viðurkenni lögbrot vegna misferlis starfsmanna sinna þá geti það haft ófyrirséðar afleiðingar á fjármálamarkaði. Hann segir að Goldman Sachs muni samt halda áfram viðskiptum við báða banka. Credit Suisse mun greiða nálægt 2,5 milljörðum dollara í sekt, jafnvirði 280 milljarða króna, fyrir að aðstoða Bandaríkjamenn við að svíkja undan skatti með því að skjóta peningum undan í skattaskjól. BNP Paribas er undir þrýstingi um að greiða 3,5 milljarða dollara í sekt fyrir að virða ekki viðskiptabönn bandarískra stjórnvalda gagnvart Íran og fyrir peningaþvætti en bankinn þvættaði ávinning af umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Sektin á franska bankann, verði hún greidd, er jafnvirði tæplega 400 milljarða króna en þetta mun vera hæsta sekt sem bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sóst eftir í sakamáli í sögunni. Viðræður hafa staðið yfir um sektirnar síðustu vikur og hefur fjármálaráðherra Frakklands meðal annars blandað sér í málið. Bandarísk stjórnvöld hafa skotheldar sannanir gegn báðum þessum bönkum. Sérfræðingar á fjármálamarkaði óttast að BNP Paribas ráði ekki við sektina og það tjón sem fylgi löskuðu orðspori, viðurkenni hann lögbrot. Hafa menn rifjað upp að endurskoðunarrisinn Arthur Andersen hafi farið á hausinn eftir að stjórnendur fyrirtækisins voru ákærðir fyrir að hindra framgang réttvísinnar þegar ENRON var til rannsóknar. En fyrirtækið hafði áður gefið heilbrigðisvottorð á falsað bókhald ENRON sem kaf kolranga mynd af fjárhagsstöðu fyrirtækisins.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira