Vísindamenn fá aðgang að öllum tístum Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2014 15:23 Áhugavert verður að sjá hvort íslenskir vísindamenn fari að fordæmi erlendra kollega sinna. VISIR/AFP Twitter mun veita vísindamönnum aðgang að öllum tístum notenda vefsins. Þetta kemur fram í frétt Scientific American um málið. Það þýðir þó ekki að vísindamenn hafi ekki nýtt sér miðilinn við rannsóknir sínar. Þeir hafa meðal annars hannað reiknirit sem metur líkur á fæðingarþunglyndi með því að lesa geðsveiflur úr tístum þungaðra kvenna og kannað útbreiðslu jarðskjálfta eftir dreifingu tísta. Fram til þessa hafa vísindamenn einungis haft aðgang að takmörkuðum fjölda tísta. Þrátt fyrir að Twitter-aðgangar flestra notenda vefsins séu opnir hafa vísindamenn þurft að reiða sig á viðmót sem veitir þeim einungis aðgang að um einu prósenti allra tísta. Á þessu verður nú breyting til batnaðar fyrir vísindamenn sem gefst nú tækifæri á að rannsaka flóknari og enn sérhæfðari viðfangsefni og leiddar eru líkur að því enn fleiri rannsakendur muni nú færa sér vefinn í nyt. Þessa ákvörðun forráðamanna Twitter vekur þó upp áhugverðar vísindasiðfræðilegar spurningar, sérstaklega í ljósi þess að fæstir tístendur gera ráð fyrir því að skoðanir þeirra í 140 stafbilum séu hagnýttar í rannsóknarskyni. Til þess að svara þessum spurningum hafa vísindamenn frá Virgina Tech háskólanum lagt fram leiðarvísi í tístrannsóknum. Þar er meðal annars kveðið á um að tístendur séu aldrei nafngreindir og að allar rannsóknir séu gerðar opinberar. Notendur Twitter tísta um fimm hundruð milljón sinnum daglega og því ljóst að vísindamennirnir hafa úr miklum upplýsingum að moða. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Twitter mun veita vísindamönnum aðgang að öllum tístum notenda vefsins. Þetta kemur fram í frétt Scientific American um málið. Það þýðir þó ekki að vísindamenn hafi ekki nýtt sér miðilinn við rannsóknir sínar. Þeir hafa meðal annars hannað reiknirit sem metur líkur á fæðingarþunglyndi með því að lesa geðsveiflur úr tístum þungaðra kvenna og kannað útbreiðslu jarðskjálfta eftir dreifingu tísta. Fram til þessa hafa vísindamenn einungis haft aðgang að takmörkuðum fjölda tísta. Þrátt fyrir að Twitter-aðgangar flestra notenda vefsins séu opnir hafa vísindamenn þurft að reiða sig á viðmót sem veitir þeim einungis aðgang að um einu prósenti allra tísta. Á þessu verður nú breyting til batnaðar fyrir vísindamenn sem gefst nú tækifæri á að rannsaka flóknari og enn sérhæfðari viðfangsefni og leiddar eru líkur að því enn fleiri rannsakendur muni nú færa sér vefinn í nyt. Þessa ákvörðun forráðamanna Twitter vekur þó upp áhugverðar vísindasiðfræðilegar spurningar, sérstaklega í ljósi þess að fæstir tístendur gera ráð fyrir því að skoðanir þeirra í 140 stafbilum séu hagnýttar í rannsóknarskyni. Til þess að svara þessum spurningum hafa vísindamenn frá Virgina Tech háskólanum lagt fram leiðarvísi í tístrannsóknum. Þar er meðal annars kveðið á um að tístendur séu aldrei nafngreindir og að allar rannsóknir séu gerðar opinberar. Notendur Twitter tísta um fimm hundruð milljón sinnum daglega og því ljóst að vísindamennirnir hafa úr miklum upplýsingum að moða.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira