Fjölskyldubærinn Garðabær Björg Fenger skrifar 26. maí 2014 12:08 Fyrir rúmum tveimur árum ákváðum við fjölskyldan að flytja í Garðabæinn. Ástæðan fyrir því að Garðabær varð fyrir valinu var það mat okkar að í Garðabæ hefði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem áhersla er lögð á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf, góða skóla og traustan fjárhag en í þannig samfélagi viljum við ala upp strákana okkar. Fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf Í bænum fer fram blómlegt íþrótta- og æskulýðsstarf en mörg sjálfstæð félög eru starfandi í bænum, má þar meðal annars nefna skátafélögin Vífil og Svani. Hvað íþróttastarfið varðar má nefna Stjörnuna og UMFÁ þar sem er að finna öflugt barna- og unglingastarf auk þess sem Stjarnan teflir fram fleiri afreksliðum en flest önnur íþróttafélög. Ekki má heldur gleyma kröftugri starfsemi golfklúbbanna sem og hestamannafélaganna Spretti og Sóta. Garðabær hefur stutt vel við bakið á íþrótta- og æskulýðsfélögum bæjarins enda hafa kannanir sýnt að öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf er ein besta forvörnin. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarvert. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum, og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna eitthvað við sitt hæfi. Í skólunum er það haft að leiðarljósi að nemendur hafi verkefni við sitt hæfi t.d. með því að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda, sbr. niðurstöður samræmdra prófa og PISA-könnunar, enda framangreint nátengt. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum undanfarin ár og jafnvel áratugi. Niðurstaða ársreiknings Garðarbæjar fyrir árið 2013 ber skýrt merki þessa enda niðurstaðan mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrsta rekstrarári sameiginlegs sveitarfélags. Fjölskyldubærinn Garðabær hefur staðið undir væntingum minnar fjölskyldu en þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár við að skapa fjölskylduvænt samfélag má alls ekki láta hér staðar numið. Mikilvæg verkefni eru framundan t.d. uppbygging Urriðaholts, vinna að gerð framtíðarskipulags íþróttasvæða ásamt því að tryggja foreldrum dagvistun fyrir börn sín frá eins árs aldri. Ég hef mikinn metnað fyrir að Garðabær skipi sér áfram í fremstu röð og er tilbúin að leggja mitt að mörkum til að svo verði. Björg Fenger Lögfræðingur, skipar 10. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Fenger Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum ákváðum við fjölskyldan að flytja í Garðabæinn. Ástæðan fyrir því að Garðabær varð fyrir valinu var það mat okkar að í Garðabæ hefði tekist að móta öflugt fjölskylduvænt samfélag þar sem áhersla er lögð á fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf, góða skóla og traustan fjárhag en í þannig samfélagi viljum við ala upp strákana okkar. Fjölbreytt íþrótta- og æskulýðsstarf Í bænum fer fram blómlegt íþrótta- og æskulýðsstarf en mörg sjálfstæð félög eru starfandi í bænum, má þar meðal annars nefna skátafélögin Vífil og Svani. Hvað íþróttastarfið varðar má nefna Stjörnuna og UMFÁ þar sem er að finna öflugt barna- og unglingastarf auk þess sem Stjarnan teflir fram fleiri afreksliðum en flest önnur íþróttafélög. Ekki má heldur gleyma kröftugri starfsemi golfklúbbanna sem og hestamannafélaganna Spretti og Sóta. Garðabær hefur stutt vel við bakið á íþrótta- og æskulýðsfélögum bæjarins enda hafa kannanir sýnt að öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf er ein besta forvörnin. Góðir skólar Hinn mikli metnaður, fjölbreytileiki og framsýni sem einkennir allt skólastarf í Garðabæ er eftirtektarvert. Það er jafnframt styrkur bæjarfélagsins að veita foreldrum, og nemendum val um skóla þar sem hver skóli fyrir sig byggir á ólíkum stefnum og áherslum sem ætti að auðvelda nemendum að finna eitthvað við sitt hæfi. Í skólunum er það haft að leiðarljósi að nemendur hafi verkefni við sitt hæfi t.d. með því að grípa inn í um leið og nemendur sýna merki um að þurfa stuðning eða aðstoð. Líðan barna í skólum Garðabæjar er almennt góð sem og námsárangur nemenda, sbr. niðurstöður samræmdra prófa og PISA-könnunar, enda framangreint nátengt. Fjárhagslegur stöðugleiki Fjárhagsleg staða bæjarins er sterk sem er forsenda þess að unnt er að bjóða upp á góða þjónustu fyrir íbúana. Fjárhagslegur stöðuleiki byggist ekki upp á einni nóttu heldur á fyrirhyggju, ráðdeild og skynsemi þeirra sem stýrt hafa bænum undanfarin ár og jafnvel áratugi. Niðurstaða ársreiknings Garðarbæjar fyrir árið 2013 ber skýrt merki þessa enda niðurstaðan mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrsta rekstrarári sameiginlegs sveitarfélags. Fjölskyldubærinn Garðabær hefur staðið undir væntingum minnar fjölskyldu en þrátt fyrir að vel hafi verið gert undanfarin ár við að skapa fjölskylduvænt samfélag má alls ekki láta hér staðar numið. Mikilvæg verkefni eru framundan t.d. uppbygging Urriðaholts, vinna að gerð framtíðarskipulags íþróttasvæða ásamt því að tryggja foreldrum dagvistun fyrir börn sín frá eins árs aldri. Ég hef mikinn metnað fyrir að Garðabær skipi sér áfram í fremstu röð og er tilbúin að leggja mitt að mörkum til að svo verði. Björg Fenger Lögfræðingur, skipar 10. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun